Komdu heim í jólabæinn Hafnarfjörð á aðventunni

Hafnarfjörður býður jólin velkomin með sínu árlega jólaþorpi fullu af gleði, gómsætum bitum og skemmtilegum jólavarningi, ljósadýrð og ævintýraveröld í Hellisgerði, Hjartasvelli og svo miklu fleiru.

Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði verður opið allar helgar frá og með 17. nóvember; föstudaga frá kl. 17-20, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18 til jóla og til kl. 21 á Þorláksmessu. Í Jólaþorpinu iðar allt af lífi og fjöri fyrir jólin og fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmisskonar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Þar er tilvalið að leita að hinni fullkomnu jólagjöf á meðan þú nýtur gómsætra veitinga sem ylja að innan. Jólasveinarnir koma í heimsókn á laugardögum og Grýla verður á vappi um bæinn á sunnudögum. Strandgata breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið.

Lauflétt dagskrá helgarinnar

  • Fimmtudagur – laugardagur frá kl. 17-22. Jólahjarta Hafnarfjarðar í aðventuhátíðartjaldi á bak við Bæjarbíó. Tilvalið fyrir mömmur og pabba, ömmur og afa og vinahópa að mæta á svæðið og fá sér matarbita og jóladrykk með.
  • Laugardagur frá kl 13-15. Á mínu máli – listasmiðja í Hafnarborg á íslensku, ensku og arabísku. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.
  • Laugardagur frá kl. 13-18. Fuglatálgun í glerhúsinu. Rúnar Ástvaldsson hjá Bird.is verður að handtálga íslenska fugla í tré á laugardag og bjóða til sölu.
  • Sunnudagur frá kl. 13-18. Jólaskreytingar í glerhúsinu. Mæðgurnar í Blómabúðinni Burkna, þær Gyða og Brynhildur, sýna nokkur dæmi um fallegar jólaskreytingar sem henta bæði sem inni- og útiskraut.
  • Sunnudagur kl. 16. Jólasamsöngur með Guðrúnu Árnýju á Thorsplani.
  • Sunnudagur kl. 18. Tendrað verður á Sorgartrénu í Hellisgerði. Hist verður í Lífsgæðasetrinu St. Jó, Hafnarfirði, kl. 17 o gengið þaðan yfir í Hellisgerði
  • Opið í Hafnarborg frá kl. 12-17 um helgina
  • Opið á Byggðasafni Hafnarfjarðar frá kl. 11-17 um helgina
  • Opið á Bókasafni Hafnarfjarðar frá kl. 11-15 laugardag
  • Opnunartími sundlauga – https://hfj.is/sund

Við erum jólabærinn Hafnarfjörður

Ábendingagátt