Komdu heim í jólabæinn Hafnarfjörð á aðventunni

Hafnarfjörður býður jólin velkomin með sínu árlega jólaþorpi fullu af gleði, gómsætum bitum og skemmtilegum jólavarningi, ljósadýrð og ævintýraveröld í Hellisgerði, Hjartasvelli og svo miklu fleiru.

Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði verður opið allar helgar til jóla; föstudaga frá kl. 17-20, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18 og til kl. 21 á Þorláksmessu. Í Jólaþorpinu iðar allt af lífi og fjöri fyrir jólin og fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmisskonar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Þar er tilvalið að leita að hinni fullkomnu jólagjöf á meðan þú nýtur gómsætra veitinga sem ylja að innan. Jólasveinarnir koma í heimsókn á laugardögum og Grýla verður á vappi um bæinn á sunnudögum. Strandgata breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið og salernisaðstöðu er að finna fyrir aftan Bæjarbíó.

Lauflétt dagskrá helgarinnar

  • Föstudagur kl. 20. – Kyntrin öll í Bókasafni Hafnarfjarðar. Fjórir höfundar, yndisleg kvöldstund, tónlist, veitingar og skemmtun. Höfundarnir eru: Ragnheiður Gestsdóttir, Tómas R. Einarsson, Vigdís Grímsdóttir og Vilborg Davíðsdóttir. Arndís Þórarinsdóttir leiðir spjallið af alkunnri snilld og í hléi mætir söngkvartettinn Barbari með barbershop-tónlist
  • Föstudagur frá kl. kl.20-23. – Jóla karaoke í Hamrinum, ungmennahúsi Hafnarfjarðar
  • Laugardagur frá kl. 13-15. Jólagleði á Bókasafni Hafnarfjarðar – hægt að ná mynd með sjálfum jólasveininum.
  • Laugardagur frá kl. 13-18. Pop-up klipping í upplifunarhúsinu á Thorsplani hjá strákunum í Studio 22O.
  • Sunnudagur frá kl. 13-18. Helvítis Kokkurinn fer á kostum í upplifunarhúsinu á Thorsplani með sulturnar sínar og smakk.
  • Sunnudagur kl. 16. Jólasamsöngur með Guðrúnu Árnýju á Thorsplani.
  • Laugardagur og sunnudagur frá kl.13-17. Íshúsið býður gesti og gangandi að kíkja í vinnustofuheimsókn og jólastemningu.
  • Fimmtudagur – laugardagur frá kl. 17-22. Jólahjarta Hafnarfjarðar í aðventuhátíðartjaldi á bak við Bæjarbíó. Tilvalið fyrir mömmur og pabba, ömmur og afa og vinahópa að mæta á svæðið og fá sér matarbita og jóladrykk með.

—————————

Opið í Hafnarborg frá kl. 12-17 um helgina
Opið á Byggðasafni Hafnarfjarðar frá kl. 11-17 um helgina
Opið á Bókasafni Hafnarfjarðar frá kl. 11-15 laugardag
Opnunartími sundlauga

Við erum jólabærinn Hafnarfjörður

Ábendingagátt