Komdu heim í jólabæinn Hafnarfjörð á aðventunni

Hafnarfjörður býður jólin velkomin með sínu árlega jólaþorpi fullu af gleði, gómsætum bitum og skemmtilegum jólavarningi, ljósadýrð og ævintýraveröld í Hellisgerði, Hjartasvelli og svo miklu fleiru.

Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði verður opið allar helgar frá og með 17. nóvember; föstudaga frá kl. 17-20, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18 til jóla og til kl. 21 á Þorláksmessu. Í Jólaþorpinu iðar allt af lífi og fjöri fyrir jólin og fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmisskonar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Þar er tilvalið að leita að hinni fullkomnu jólagjöf á meðan þú nýtur gómsætra veitinga sem ylja að innan. Jólasveinarnir koma í heimsókn á laugardögum og Grýla verður á vappi um bæinn á sunnudögum. Strandgata breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið.

Við erum jólabærinn Hafnarfjörður

Ábendingagátt