Tími tilhlökkunar og gleði en líka sorgar fyrir suma

Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau geta líka verið erfiður tími, sérstaklega fyrir þau sem hafa misst ástvin. Ína Lóa Sigurðardóttir hjá Sorgarmiðstöðinni mun flytja erindi um sorgina og jólahátíðina sem framundan er og gefa ýmis bjargráð sem geta nýst syrgjendum á þessum tíma. Erindið er haldið í streymi á Facebooksíðu Hafnarfjarðabæjar þann 6. desember kl. 12. Sorgarmiðstöð sinnir stuðningi, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð syrgjenda.
Erindið má finna á Facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar.  Erindið mun vera aðgengilegt fyrir alla áhugasama á Facebooksíðunni til og með 14. janúar 2024.

Liður í því að efla vellíðan íbúa

Þetta framtak heilsubæjarins Hafnarfjarðar er liður í heilsueflingu Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar og talar í takt við þá heilsustefnu sem sveitarfélagið mótaði 2016. Eitt af þremur yfirmarkmiðum heilsustefnunnar er að finna leiðir og lausir til að efla vellíðan íbúa. Hér í samstarfi við Sorgarmiðstöðina í Lífsgæðasetri St. Jó.
——————————————
Ábendingagátt