Heilsubærinn Hafnarfjörður auglýsir eftir liðum sem vilja taka þátt í kappróðri á höfninni á Sjómannadaginn sunnudaginn 1. júní. Hefð hefur verið fyrir því í rúm 70 ár að vera með kappróður þennan dag og voru vinnustaðir, vinahópar, nágrannar, íþróttahópar og öll áhugasöm hvött til þess taka sig saman og taka þátt í róðrinum. Hvert lið samanstendur af sex liðsmönnum og einum skipstjóra.

Skráðu þitt lið til leiks með því að senda tölvupóst á menning@hafnarfjordur.is

Kappróðurinn hefst kl.13 og hvetjum við öll til þess að fylgjast með frá höfninni!

Ró Ró Ró Ró – koma svo!

Ábendingagátt