Krakkaþríþraut og Unglingasprettþraut 3SH verður haldin sunnudaginn 4. júní 2023 kl. 12:30 í og við Ásvallalaug. Þríþrautin inniheldur sund, hjól, og hlaup.

  • 5-6 ára (2017-2018): 16m sund í grunnlaug; 500m hjól; og 300m hlaup
  • 7-9 ára (2014-2016): 33m sund í grunnlaug; 1km hjól; og 600m hlaup
  • 10-12 ára (2011-2013): 50m sund í djúplaug; 2km hjól; og 900m hlaup
  • 13-17 ára (2006-2010): 100m sund í djúplaug; 3km hjól; og 1km hlaup

Ræst verður í hollum eftir aldri

  • Yngstu krakkarnir byrja fyrst kl.12:30 og svo koll af kolli. Yngstu krakkarnir 5-6 ára meiga synda með kúta. Það má alltaf stoppa og hvíla sig ef þess þarf
  • Unglingar (2006-2010) byrjar kl 13:10

Skiptisvæðið verður á grasinu næst sundlauginni. Krakkarnir hlaupa úr sundlauginni í sundfötum yfir á skiptisvæðið og þar klæða sig í tilheyrandi fatnað, skó, og hjálm fyrir hjólið.
Eftir hjólið, koma þau aftur inn í skiptisvæði, skila hjólinu, hjálmi, og klæða sig í tilheyrandi fatnað fyrir hlaup. Foreldrum er leyft að hjóla og hlaupa með yngstu krökkunum ef þau treysta sig ekki ein.Ekkert keppnisgjald – bara gleði. Allir krakkar fá verðlaunapening og glaðning.

Forskráning og skráning á staðnum

Forskráning fer fram í gegnum netfangið: steffiotto@hotmail.com með nafni og kennitölu barns/ungmennis. Steffi er einnig tengiliður upplýsinga vegna þrautarinnar. Foreldrar og forsjáaðilar eru hvattir til að forskrá börn og ungmenni sem fyrst til að auðvelda skipulagningu og ekki seinna en 27. maí kl 12. Einnig verður hægt að skrá barnið á staðnum þann 28. maí milli kl. 11:30 – 12:15 í Ásvallalaug.

Bakhjarl keppninnar er Þríþrautasamband Íslands ÞRÍ, European Triahlon Union (ETU), Útilíf og Mjólkursamsalan (MS).

Viðburður á Facebook

Ábendingagátt