Kveikjum á kærleikanum er ljósaganga sem verður farin sunnudaginn, 10. desember kl. 17 upp á Helgafell í Hafnarfirði.
Hugmyndin er að ganga uppá Helgafell saman í einni röð með höfuðljós. Þegar allir eru komnir á fjallið er gangan stöðvuð, allir slökkva á höfuðljósunum sínum í 1-2 mínútur þannig að það verður kolniðamyrkur. Eftir eina mínútu kveikja svo allir á kærleikanum með því að kveikja á höfuðljósunum.
Á toppi fjallsins verður svo búið að koma fyrir 2 metra hjarta sem mun lýsa á meðan göngunni stendur.
Gott er að hafa göngubrodda meðferðis og klæða sig eftir veðri.
Viðburðurinn hlaut menningarstyrk frá Hafnarfjarðarbæ haustið 2023.
Ábendingagátt