Kynningarfundur verður í Bæjarbíói, Strandgötu 6, mánudaginn 7. október kl. 17:30 á breytingu aðalskipulags vegna Coda Terminal verkefnisins.

Aðalskipulagsbreytingin miðar að því að skilgreina 8 nýja iðnaðarsvæðisreiti sem eru hver um sig 0,7 ha að stærð.  Á hverjum reit er borteigur til niðurdælingar CO2 og vatnstöku  og veg- og lagnatengingar á milli teiga, en borteigur er hugtak sem notað er yfir svæði þar sem niðurdæling koldíoxíðs fer fram.

Á hverjum borteig er áætluð stjórnbygging, allt að 150 m2 að stærð og allt að 8 niðurdælingarholur sem hver um sig er með borholuskýli.  Lagnir milli borteiga verða neðanjarðar. Á borteigum verður CO2 leyst í vatni og dælt niður í berglögin.

Samhliða þessu eru iðnaðarsvæði sem eru skilgreind, I3 sameinuð og stækka á kosnað þess reits sem skilgreindur er óbyggt svæði ásamt því að breyta þarf 2 deiliskipulagsáætlunum og gera eitt nýtt deiliskipulag.

  • Nýtt deiliskipulag í sunnanverðu Kapelluhrauni. Gert er ráð fyrir 4 nýjum lóðum til niðurdælingar, lagnaleiðir ásamt vegarslóðum eru skilgreindir.
  • Deiliskipulag Hellnahrauns 2. áfangi, breyting.  Skipulagsmörkum verður breytt og skilgreind ný lóð með byggingarreit norðan við Breiðhellu 16.  Sýnd er aðkoma og lagnaleið.
  • Deiliskipulag Hellnahrauns 3. áfangi , breyting. Skipulagssvæðið stækkar og lóðum verður breytt, nýrri lóð er bætt við og skilgreindar eru lagnaleiðir og aðkoma að lóðum.

Skipulagshöfundar munu kynna þessar skipulagsáætlanir og svara spurningum sem tengjast skipulagsgerðinni. Kjörnir fulltrúar munu einnig sitja fyrir svörum og verða fulltrúar Carbfix og EFLU viðstödd á fundinum.

Vakin er athygli á því að hægt er að gera athugasemdir í gegnum skipulagsgátt skipulagsstofnunar til 10. október nk.

Hlekkur á beint streymi

 

Ábendingagátt