Umhverfismat á stækkun hafnar í Straumsvík og tillaga að skipulagsbreytingum

Fimmtudaginn 20. júní fram kl. 17 – 18:30 verður haldinn kynningarfundur í samkomusal Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði vegna umhverfismats á stækkun hafnar í Straumsvík og skipulagsbreytinga vegna framkvæmdanna. Hafnarfjarðarbær og Hafnarfjarðarhöfn áforma framkvæmdir á hafnarsvæðinu í Straumsvík og efnistöku úr Rauðamelsnámu. Í fyrsta áfanga er lagður varnargarður, gerð landfylling fyrir lóð Carbfix, byggður viðlegubakki fyrir gasskip tengd starfsemi Carbfix, lagður aðkomuvegur að hafnarsvæðinu og efnistaka úr Rauðamelsnámu í Hafnarfirði. Í áföngum 2 og 3 er fyrirhugað að stækka hafnarsvæðið frekar með landfyllingum, bæta við grjótvörn og byggja tvo viðlegukanta. Efnisþörf fyrir framkvæmdirnar eru allt að 2.060.000 m3. Sú efnistaka sem fer fram á landi mun fyrst og fremst eiga sér stað í Rauðamelsnámu í Hafnarfirði og þangað verða sótt allt að 1.340.000 m3. Á fundinum verða jafnframt kynntar vinnslutillögur að skipulagsbreytingum fyrir stækkun hafnarinnar og efnistöku í Rauðamelsnámu.

Fundurinn verður einnig í beinu streymi á Facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar 

Verið öll velkomin!

Hafnarfjarðarbær hefur lagt fram umhverfismatsskýrsluna vegna stækkunar Straumsvíkurhafnar. Skýrsluna má kynna sér á vef Skipulagsstofnunar og verður opið fyrir umsagnir um framkvæmdina og umhverfismatið í gegnum skipulagsgáttina til og með 30. júní 2024.

Skoða öll gögn


Ábendingagátt