Kynstrin öll snúa aftur! Fjórir höfundar, yndisleg kvöldstund, tónlist, veitingar og skemmtun fyrir alla Hafnfirðinga sem vilja láta berast með hinu yndislega jólabókaflóði!

Við skörtum að sjálfsögu yndislegum gestum, en með okkur í þetta skiptið vera fjórir höfundar: , Ragnheiður Gestsdóttir, Tómas R. Einarsson, Vigdís Grímsdóttir og Vilborg Davíðsdóttir – allt kanónur í sínum bransa – mætt með jólagleðina og glóðvolgar nýjar bækur.

Sem áður leiðir Arndís Þórarinsdóttir spjallið af alkunnri snilld, og í hléi mætir söngkvartettinn Barbari, séntilmenn í fremsta flokki, og syngja barbershop-tónlist, sem einkennist af líflegum hljómagangi, þéttum samhljómi og miklum raddlegum tilþrifum.
Kvartettinn skipa Gunnar Thor Örnólfsson, Karl Hjaltason, Páll Sólmundur H. Eydal og Ragnar Pétur Jóhannsson

Kynstrin öll hafa nú þegar skapað sér sess í viðburðadagatali Bókasafns Hafnarfjarðar, og oft komast færri að en vilja, svo við biðjum fólk að mæta tímanlega. Húsið opnar kl 19:40 og dagskrá hefst kl 20:00.
Ábendingagátt