Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Heilsubærinn Hafnarfjörður býður til hvetjandi kvöldstundar í Bæjarbíó í hjarta Hafnarfjarðar sem hugsuð er fyrir öll þau sem vilja fræðast um þau tækifæri sem liggja í streitu og hvernig streita getur haft áhrif á seiglu. Einnig hvernig nota má kuldameðferð, öndunartækni og hugarorku til að ná stjórn á sjálfvirkum streituviðbrögðum og læra að vera í lagi, sama hvað.
Aðgangur ókeypis og öll velkomin!
Streita, vinur eða óvinur? Kristín Sigurðardóttir slysa- og bráðalæknir.
Kristín ræðir skilgreininguna á seiglu og streitu. Hvernig viðbrögð við álagi hafa áhrif á líðan og heilsu, hvernig streitan getur hjálpað og hvenær hún fer að verða of mikil. Kynnir ýmis streituráð. Kristín beitir heildrænni nálgun á heilsu og hefur helgað sig og sitt starf að forvörnum, heilsueflingu og seiglu. Kristín er vinsæll fyrirlesari, kennir við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, m.a. samskiptafræði við Læknadeild, er gestakennari í HR og Opna háskóla HR og er einn stofnandi Hornstrandir Film Festival. Hún rekur fyrirtækið Á heildina litið sem stendur reglulega fyrir námskeiðum og fyrirlestrum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þar sem áhersla er lögð á heilsu, vellíðan, hvernig nýta megi streituna í síbreytilegu umhverfi og auka seiglu, sem eru lykilatriði þess að blómstra í leik og starfi.
Hugsaðu um heilsuna. Lærðu að vera í lagi, alveg sama hvað. Vilhjálmur Andri Einarsson heilsuþjálfi og meðstofnandi ANDRI ICELAND
Í starfi sínu leggur Andri áherslu á aðferðir sem hafa haft svo mikil áhrif á líf hans sjálfs að í kjölfar þess að kynnast þeim skilgreinir hann sjálfan sig sem „endurfæddan“. Vendipunkturinn var þegar hann gat litið á áratugi af langvarandi líkamlegum verkjum og andlegri vanlíðan sem liðna tíð. Þessi umbreyting leiddi til þess að hann fór að miðla ávinningi kuldameðferðar, öndunartækni, og hugarorku meðal annarra sannreyndra Mind-Body aðferða. Hann hefur gert það til þúsunda manna með það að markmiði að leiðbeina öðrum í átt að sömu valdeflandi upplifun. Eftir að hafa notið innblásturs af beinni kennslu frá heimsþekktum höfundum, þjálfurum og kennurum á sviði Mind-Body tækninnar hefur Andri orðið að helsta sérfræðingi í þessum efnum á Íslandi sem fólk, sem sækist eftir einstakri umbreytandi þjálfunarupplifun, snýr sér til. Það er einfaldlega einstök upplifun að dýpka skilning sinn á öndun, ögra gömlum skoðanamynstrum og fara ofan í ískalt vatn. Þetta er einföld leið til þess að enduruppgötva getuna til að ná stjórn á sjálfvirkum streituviðbrögðum og læra að vera í lagi, sama hvað. Þetta er eins og að læra að finna innri kyrrð í auga stormsins.
Stýring kvöldstundar er í höndum Andra Einarssonar.
Þessi hvetjandi kvöldstund og framtak Heilsubæjarins Hafnarfjarðar er liður í heilsueflingu Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar og talar í takt við þá heilsustefnu sem sveitarfélagið mótaði 2016. Eitt af þremur yfirmarkmiðum heilsustefnu er að efla vellíðan íbúa.