Hvernig skömmtum við orku yfir hvern dag? Yfir hverja ævi?

Hvaða mynd tekur þín orka? Finnurðu fyrir henni í brjósti þér? Í maganum? Kemur hún út þegar þú andar?
Skeiðar geta verið ákveðin birtingarmynd orku.

Þær geta innihaldið eitthvað sem við gætum innbyrt og er notuð sem táknmynd orku í daglegum athöfnum (e. Spoon theory). Skeiðar eru mælieining á fleiri en einn hátt. Þær geta líka táknað stað og stund, tímaskeið getur spannað annað hvort eilífðina eða eina mannsævi.

Með þessum verkum vil ég nálgast eilífðina í hversdagsleikanum, að nota skeiðina sem tól til að
fanga orku sem er bæði nálægt en fjarri okkur.

Heimir Snær er starfandi myndlistarmaður með BA Hons í myndlist frá University of Cumbria og Mastersgráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Heimir hóf nám sitt í málaradeild MÍR árið 2021 og hefur áður unnið í leikmyndadeild fyrir sjónvarp og kvikmyndir.

Áhersla Heimis þessa stundina eru listaverk sem tengjast sólargangi, skugganum og orkunni sem býr þar að innan. Á sýningunni verða sýnd verk sem miðla hugmyndum um tengingu undirmeðvitundar og umhverfisins, gegnum þessi náttúrulegu fyrirbrygði.

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 12. júní frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
Föstudagur       13. júní   13:00 – 18:00
Laugardagur     14. júní   13:00 – 15:00
Sunnudagur      15. júní   14:00 – 17:00
Þriðjudagur        17.júní    13:00 – 17:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd
Hafnarfjarðarbæjar.

—————————–

How do we allot the energy we use each day? Or over a lifetime?

What form does it manifest as? Do you feel it inside your chest? In your stomach? Does it leave
you when you breathe?

Spoons can be a sign for energy. They can hold something we can consume and can be used
as symbols for energy used in mundane activities (e.g. Spoon theory).

Spoons are measurement devices for many different phenomena. They can represent a time and place, the
Icelandic word for spoon, skeið, can represent a period of time as well. Whether eternal or a
period of a person’s life.

With these works my intention is to get closer to eternity in the mundane, to use the spoon as a
tool to capture energy that is simultaneously close but far away from us.

Heimir Snær is a visual artist with a BA Hons in Fine Art from the University of Cumbria and a
Masters degree from the Icelandic University of Arts. Heimir began his studies at the Fine Art painting program at the Reykjavík school of Visual Arts in 2021 and has a former career in Art Department for TV and Film.

Exhibition opening is Thursday June 12th from 18:00-20:00 and all are welcome!

Other opening hours:
Friday June 13th         13:00 – 18:00
Saturday June  14th    13:00 – 15:00
Sunday June  15th       14:00 – 17:00
Tuesday June  17th    13:00 – 17:00

The event is sponsored by the Culture and Tourism Committee of Hafnarfjordur.

Ábendingagátt