Sýning innblásin af ljóði Togga Cilia ( Þorgrímur Óli Cilia)  ) : „Geislar“

Við þurfum ekki alltaf ljós til að sjá sannleikann.
Hann er einnig að finna í kyrrðinni sem fylgir því að staldra við og hætta að leita.

Þegar við slökkvum ljósin og horfum inn á við —
og stöndum andspænis þeim djúpa sannleik sem þar er að finna.

Verkin á sýningunni bregðast við UV-ljósi, eins og til að minna okkur á að markt fagurt er aðeins hægt að sjá í myrkri. Sumt finnum við aðeins þegar við hættum að leita.

Í birtu sjáum við yfirborð.
Í myrkri opnast víddir.

Þú þarft ekki birtu til að sjá þessi málverk — Þau geisla. Þau tala ekki — þau hlusta. Þau snerta — en aðeins þá sem þora að staldra við og leyfa sér geisla með þeim.

——–

Geislar
Toggi, 2024

Tíminn, snúinn vegur,
Dagar styttast án atvika.
Við stöndum,
Horfum á sólina síga í hafið
Hvað er skilið eftir?

þarf eitthvað meira?
þögul samvera í skuggum,
þar sem annað þjónar engu.
Engin stjarna skín að eilífu,
en fyrst við erum hér,
Skulum við geisla saman.

Við þurfum ekki meira,
þetta augnablik er nóg.
Morgundagurinn kemur ekki með svör,
en kannski er ekki nauðsyn að leita.

– Toggi Cilia

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 3. júlí frá 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
Föstudagur   4. júlí   13:00 – 18:00
Laugardagur 5. júlí   12:00 – 16:00
Sunnudagur  6. júlí   14:00 – 17:00

LG // Litla Gallerý er styrkt af Menningar og ferðamálanefnd
Hafnarfjarðarbæjar vegna viðburðarins.

————————————

An exhibition inspired by the poem By Toggi Cilia (Þorgrímur Óli Cilia):

“Shine”

We don’t always need light to see the truth.
It also lives in the stillness that comes from pausing — from stopping the search. When we turn off the lights and look inward — and stand face to face with the deep truths that dwell there.

The works in this exhibition respond to UV light,
As if to remind us that much of what is beautiful
Can only be seen in darkness. Some things reveal themselves only once we stop looking.

In light, we see the surface.
In darkness, dimensions open.

You don’t need brightness to see these paintings —
They radiate. They don’t speak — they listen.
They touch — but only those
Who dare to pause and let themselves
Glow along with them.

Rays Toggi, 2024

Time—a twisted path.
Days pass, uneventful.
We stand,
Watching the sun sink into the sea—
What is left behind?

Do we need anything more?
Silent companionship in the shadows,
Where nothing else serves a purpose.
No star shines forever.
But since we are here,
Let us radiate together.

– Toggi Cilia

Exhibition opening is July 3rd from 18:00-20:00 and all are welcome!

Ábendingagátt