
Komdu heim í jólabæinn Hafnarfjörð á aðventunni
Hafnarfjörður býður jólin velkomin með sínu árlega jólaþorpi fullu af gleði, gómsætum bitum og skemmtilegum jólavarningi, ljósadýrð og ævintýraveröld í Hellisgerði, Hjartasvelli og svo miklu fleiru. Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá á Thorsplani föstudaginn 17. nóvember þegar ljósin verða tendruð á Cuxhaven-jólatrénu. Jólatréið er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi, og mun það lýsa upp Jólaþorpið í desember.
Föstudagur 17. nóvember á Thorsplani
- Kl. 17:00 Jólaþorpið opnar
- Kl. 18:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar
- Kl. 18:15 Karlakórinn Þrestir
- kl. 18:25 Lil Curly og Háski frumflytja nýtt jólalag
- Kl. 18:30 Sendiherra Þýskalands, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og formaður vinabæjarfélagsins Hafnarfjörður-Cuxhaven tendra ljósin á Cuxhaven jólatrénu
- Kl. 18:40 Rakel Björk Björnsdóttir flytur nokkur jólalög
- Kl. 18:50 Sigríður Thorlacius og Guðmundur flytja jólalög
Kynnir kvöldsins er Lil Curly.
Fjörður Verslunarmiðstöð
- Kl. 17:00 Vörukynningar – Ostar frá MS, heit kókómjólk & Klói litla kisa, Mekka með vín kynningu, Nói Síríus býður uppá súkkulaði, léttar veitingar í verslunum
- Kl. 18:30 Lifandi tónlist með Viggu og Sjonna
Tivoli við Venuarhúsið alla helgina!
Við Strandgötu 11 verða tivoli tæki alla helgina.
Sunnudagur 19. nóvember á Thorsplani
- Kl. 16:00 Guðrún Árný með jólasamsöng
Þú finnur jólaandann hjá okkur
Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði verður opið allar helgar á aðventunni; föstudaga frá kl. 17-20, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18 til jóla og til kl. 21 á Þorláksmessu. Í Jólaþorpinu iðar allt af lífi og fjöri fyrir jólin og fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmisskonar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Þar er tilvalið að leita að hinni fullkomnu jólagjöf á meðan þú nýtur gómsætra veitinga sem ylja að innan. Jólasveinarnir koma í heimsókn á laugardögum og Grýla verður á vappi um bæinn á sunnudögum.
Strandgata frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Er það gert til að dreifa umferð gangandi vegfaranda um miðbæinn og tryggja öryggi gesta.