Nýsköpunarsetur Hafnarfjarðar og Bókasafn Hafnarfjarðar efna til piparkökuhúsakeppni á aðventunni!

Skemmtilegt tækifæri fyrir einstaklinga, fjölskyldur og vinahópa til að koma saman og búa til falleg og skemmtileg hús úr piparkökum og öðru gúmmelaði. Miðað er við að 95% af húsunum sé úr ætilegu byggingarefni og að meginuppistaðan í þeim sé piparkökur. Breytir engu hvort að deigið sé heimagert eða keypt – bara það sem hentar og hvað er gaman að gera saman. Á Bókasafni Hafnarfjarðar má finna allskonar fallegar og sniðugar bækur til innblásturs og hægt að fá lánuð form í baksturinn.
Skil og lokasamsetning á húsum fer fram á 1. hæðinni í Menntasetrinu við Lækinn – þar sem núna er Nýsköpunarsetur Hafnarfjarðar, fimmtudaginn 14. desember milli kl. 17 – 19 (ef sá tími hentar ekki þá er velkomið að hafa samband og athuga hvort að hægt sé að koma á öðrum tíma!)

Húsin verða opin öllum til sýnis:

Föstudaginn 15. desember frá kl. 17 – 19
Laugardaginn 16. desember frá kl. 13 – 15
Heitt kakó og piparkökur í boði fyrir gesti og gangandi! Tilkynnt verður um sigurvegara keppninnar á Thorsplani sunnudaginn 17. desember – en einvala dómnefnd úr Hafnarfirði velur besta húsið. Vinningshúsið verður síðan flutt á Bókasafnið til sýnis fram yfir áramót!
Ábendingagátt