Pláneta býður börnum í skynjunarleikstund í tilefni Bjartra daga 🔆 Skynjunarleikstundin mun fara fram á Thorsplani í hjarta Hafnarfjarðar laugardaginn 8 júní frá klukkan 12 til 14. Við munum hafa afnot af glerhúsunum og getum því mætt með sumarskapið óháð veðráttu. Í anda sumarsins og Bjartra daga munum við hafa flestar leikstöðvar okkar með fallegu og litríku sumarþema.
Við minnum alla á að klæða sig og börnin eftir veðri og koma með aukaföt þar sem við munum bjóða upp á sand, sullkrók og fleira skemmtilegt 🌼
Pláneta er fjölskylduverkefni rekið af Sigga, Joriku og Hnetu. Við sérhæfum okkur í skynjunarleik og sérstaklega þeim ávinningi sem hann hefur í för með sér á þroska barna.
Viðburðurinn er partur af Björtum dögum í Hafnarfirði og styrktur af Hafnarfjarðarbæ 💛🌈Allir velkomnir!
Pláneta invites you to a sensory play workshop to celebrate Bright Days in Hafnarfjörður 🔆Sensory play will take over the glasshouses at Thorsplan on Saturday from 12 to 2.
No matter the weather, we’ll get into the summer spirit with fun, summer-themed sensory activities. Please dress your kids appropriately and bring extra clothes—there will be sand, water play, and more 🌼
Pláneta is a family-run project managed by Siggi, Jorika, and Hneta. We specialize in sensory play, focusing on its benefits for children’s development.
This event is part of Bright Days in Hafnarfjörður and sponsored by Hafnarfjarðarbær 💛🌈 We look forward seeing you!
Ábendingagátt