Nú er komið að því! Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 3. febrúar, og þá er um að gera að mæta.
Dagskráin hefst kl 17:00 með skuggabrúðuleikhúsi, þar sem sagan Tindátarnir verður sögð af liðsmönnum Kómedíuleikhússins.
Kl 18:45 mæta andlistmálarar og Blaðrarinn sívinsæli, og við skemmtum okkur fram á kvöld! Intrix mætir með RISA tetris! Svo þá er um að gera að græja saman lið sjá hver er bestur í tölvuleikjum fyrir alvöru tröllkarla!
Við opnum einnig sýninguna Noises From Iceland, sem skartar tónverkum, vídeóverkum og ljósmyndum eftir listakonurnar Kaśku Paluch-Łukasiak og Magdalenu Lukasiak. Sýningin er tvískipt; annars vegar vídeóverk í fjölnotasal og hins vegar ljósmyndasýning með hljóðverkum á þriðju hæð. Sýningin er öllum aðgengileg, og er myndtúlkun á blindraletri í boði.
Klukkan 20:30 á 2. hæð hefjast Krimmar við Kertaljós, rómantískur og (ó)huggulegur bókmenntaviðburður þar sem að Arndís Þórarinsdóttir leiðir spjall við glæpagoðsagnirnar Ragnheiði Gestsdóttur og Jónínu Leósdóttur ásamt nýliða ársins í sakamálum, Skúla Sigurðssyni.
Þar verður skeggrætt um myrkari hliðar bókmenntanna, þó misgráir séu skuggarnir, og mörgum hliðum þessarar víðu og elskuðu stefnu sem Íslendingar dýrka, gerð skil. Svo verðum við með nokkur sakamál fyrir gesti að leysa, veitingar, og auðvitað saxafón, – er það yfirhöfuð krimmi ef er einginn saxófónn?
Við hlökkum til að sjá ykkur!

Dagskrá:

Aðalsalur

17:00 – Tindátarnir: Skuggabrúðuleiksýning fyrir börn
18:45 – 20:30 – Andlitsmálun og blöðrudýr
17:00 – Noises from Iceland (í fjölnotasal). Vídeóverk
20:00 – Noises from Iceland: Formleg opnun með listamönnum

2. hæð

17:45 – 19:45 – Risatetris
20:30 – 22:00- Krimmar og kertljós
22:00 – Tónlist, veitingar og morðgátur

3. hæð

17:00 – Noises from Iceland: Ljósmyndir og hljóðverk.
Ábendingagátt