Hátíðarhöld í Hafnarfirði á Sjómannadaginn 4. júní fara fram við Flensborgarhöfn. Við hvetjum Hafnfirðinga og gesti þeirra til þess að gera sér ferð niður að höfn og njóta þess sem höfnin, sem bærinn er kenndur við, hefur upp á að bjóða.

Fiskasýning Hafrannsóknastofnunar verður á svæðinu fyrir framan höfuðstöðvar stofnunarinnar á Háabakka og boðið uppá opið hús á fyrstu hæð. Hægt verður að skoða sýnishorn af fiskum og hryggleysingjum, allt frá algengum nytjafiskum eins og þorski og ýsu til sjaldséðari tegunda.

Hafnarfjarðarhöfn býður uppá skemmtisiglingu á hálftíma fresti, Björgunarsveit Hafnarfjarðar setur upp björgunarleiktæki, kajakar og árabátar verða tiltækir hjá siglingaklúbbnum Þyt, skemmtidagskrá fer fram við Flensborgarhöfn og aflraunamenn etja kappi og sterkasti maður á Íslandi verður krýndur í lok dags. Í hlýlegum verslunum og listagalleríum við höfnina er hægt að nálgast hönnun og handverk hafnfirskra listamanna, vinalegir veitingastaðir og kósý kaffihús í nágrenni hafnarinnar eru rómuð fyrir góðar veitingar.

Á Strandstígnum hefur verið komið fyrir nýrri ljósmyndasýningu Byggðasafnins, í Bookless Bungalow er sýning um tímabil erlendu útgerðanna og í Siggubæ er hægt að sjá sýnishorn frá heimili sjómanna í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar.

Fögnum sjómannadeginum með heimsókn á höfnina!

Hátíðarhöld við Flensborgarhöfn á Sjómannadaginn sunnudaginn 4. júní kl. 13-17.

SJÓMANNADAGURINN

Hátíðardagskrá

 • Kl. 8:00 Fánar dregnir að húni á hátíðarsvæði við höfnina
 • Kl. 10:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu
 • Kl. 10:30 Blómsveigur lagður að minnisvarða við Víðistaðakirkju um horfna sjómenn
 • Kl. 11:00 Sjómannamessa í Víðistaðakirkju

Skemmtidagskrá við Flensborgarhöfn kl. 13-17

 • Skemmtisigling í boði Hafnarfarðarhafnar – lagt af stað á hálftíma fresti frá Óseyrarbryggju
 • Fiskasýning Hafrannsóknastofnunar á Háabakka. Sýnishorn af fiskum og hryggleysingjum. Allt frá algengum nytjafiskum eins og þorski og ýsu til sjaldséðari tegunda.
 • Sterkasti maður á Íslandi 2023! Aflraunamenn etja kappi við hrikalegar aflraunir og við hverja aðra á hátíðarsvæðinu við höfnina. Kl 13 Trukkadráttur. Kl 14 Bryggjupolli. Kl 15 Álkubba pressa. Kl 16 Blönduð grein: Bóndaganga og Uxaganga.
 • Kaffisala Slysavarnardeildar Hraunprýði og unglingadeildarinnar Björgúlfs við Flensborgarhöfn. Björgunarsveit Hafnarfjarðar setur upp þrautabraut í sjó, rennibraut, fluglínutæki og koddaslag.
 • Opið hús hjá Siglingaklúbbnum Þyt. Kajakar og árabátar tiltækir og búningsaðstaða fyrir þá sem blotna.
 • Opið hús á fyrstu hæð Hafrannsóknastofnunar og ljósmyndasýning frá sögu Sjómannadagsins þar sem sýndar verða myndir af öllum sem heiðraðir hafa verið á Sjómannadaginn í Hafnarfirði frá upphafi og þeim sem hafa lagt blómsveig, ásamt nöfnum þeirra.
 • Kl. 13-14 Kappróðrarkeppni
 • Kl. 13:00 DAS bandið
 • Kl. 13-14 Tufti og tröllabörnin hans verða á ferð um hafnarsvæðið
 • Kl. 13:30 Snorri Bjarnvin sýnir listflug yfir Hafnarfjarðarhöfn á 36 ára gamalli rúmenskri 360 hestafla Yak-52 flugvél
 • Kl. 13:30 Lúðrasveit Hafnarfjarðar marserar um hátíðarsvæðið og leikur við sviðspallinn kl. 13:45
 • Kl. 14-16 Hafmeyjuprinsessa og sjóræningi verða á ferð um hátíðarsvæðið og heilsa uppá gesti
 • Kl. 14 Setning: Ávarp og heiðrun sjómanna
 • Kl. 14:20 Verðlaunaafhending í kappróðri
 • Kl. 14:30 Björgvin Franz Gíslason og Ásgeir Páll
 • Kl. 15:00 Bestu lög barnanna: Sylvía Erla og Árni Beinteinn syngja og dansa
 • Kl. 15:30 Söng- og leikhópurinn Tónafljóð flytja ævintýralega tónlistarveislu
 • Kl. 16:00 Mæja jarðaber og Gedda gulrót flytja lögin úr Ávaxtakörfunni
 • Björgunarsýning þyrlu Landhelgisgæslunnar og Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
 • Kynnar eru Björgvin Franz Gíslason og Ásgeir Páll

Opnar vinnustofur listamanna, verslanir og veitingastaðir

 • Kl. 13-16 Kaffihlaðborð Kænunnar á sínum stað með brauðtertum og tilheyrandi og sjávarréttasúpa í boði hússins
 • Kl. 13-17 Opið hús í Íshúsi Hafnarfjarðar, Strandgötu 90. Starfsemi Íshúss Hafnarfjarðar samanstendur af 30 verkstæðum og vinnustofum einyrkja og minni fyrirtækja í skapandi greinum. Flóran er afar fjölbreytt og meðal annars er í húsinu stunduð keramik hönnun, myndlist, vöruhönnun, ritlist, tréskipasmíði og gullsmíði.
 • Kl. 13-17 Opið hús í Gára handverk. Fallegir handmótaðir leirmunir átta leirlistakvenna, Fornubúðum 8.
 • Opið í Ramba sem er verslun með sérvaldar hágæða hönnunar- og heimilisvörur, Fornubúðum 10.
 • Opið í SIGN Fornubúðum 12, þar sem fallegir skartgripir eru hannaðir og smíðaðir.
 • Opið hús hjá ARG architects og wunderwerkz, Fornubúðum 12. Sjómanna tattoo fyrir börn og léttar veitingar.
 • kl. 13-16 Opið hús í SVART HÖNNUNARSTÚDÍÓ, Fornubúðum 12. Print, teikningar, málverk og fleira til sölu.
 • Matarvagnarnir Dons Donuts og 2Guys
Byggðasafn Hafnarfjarðar
 • Ljósmyndasýning á Strandstígnum: Hjónin í kassahúsinu.
 • Pakkhúsið, Vesturgata 6, opið 11:00 – 17:00. Þar er meðal annars sýningin „Þannig var…“ þar sem saga sjávarþorpsins Hafnarfjarðar er rakin frá landnámi til okkar daga.
 • Bookless bungalow, Vesturgata 32, opið 11:00 – 17:00. Sýning um tímabil erlendu útgerðanna í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar á heimili þeirra Booklessbræðra.
 • Siggubær, Kirkjuvegur 10, opið 11:00 – 17:00. Bærinn er varðveittur sem sýnishorn af heimili sjómanna í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar, þar sem hægt er að upplifa og kynnast því hvernig alþýðufólk í bænum bjó á þeim tíma.

 

Salernisaðstaða er í Siglingaklúbbnum Þyt, Íshúsi Hafnarfjarðar, Kænunni, við olíubryggjuna og Hafrannsóknastofnun.

Drónaflug er bannað á hátíðarsvæðinu.

Hafnarsvæðið verður lokað fyrir bílaumferð á meðan á hátíðarhöldum stendur: Frá Siglingaklúbbnum á Strandgötu 88, Fornubúðum frá Flensborgartorgi og Óseyrarbryggja frá Óseyrarbraut. Gestir eru hvattir til að leggja bílum löglega í bílastæði nálægt viðburðasvæðinu eða í miðbænum og ganga eða taka strætó.

Dagskrá getur breyst án fyrirvara og viðburðir bæst við eða frestast.

Ábendingagátt