Sumartónar við júnísól á Björtum dögum

Söngur við júnísól þar sem listamennirnir Björk Níelsdóttir söngkona, Anna Þórhildur Gunnardóttir píanóleikari og Ármann Helgason klarinettuleikari flytja efnisskrá tengda sumri og sól. Flutt verða verk eftir Paul Bibson – The Shepherd´s Lot, Elín Gunnlaugsdóttir – Sumarskuggar og hið þekkta verk Franz Schuberts – Hirðirinn á hamrinum. Auk þess verða flutt íslensk vor og sumarlög í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar „Smávinir fagrir“, Dalavísa og „Vorið góða grænt og hlýtt“. Tónleikarnir verða í Fríkirkjunni Hafnarfirði sunnudagskvöldið 9. Júní kl. 20.00 og taka u.þ.b klukkutíma.
Tónleikarnir eru liður í Menningarhátíð Hafnarfjarðar „Björtum dögum“ og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn á facebook. 

 

Ábendingagátt