Þríþrautarsamband Íslands býður upp á skemmtilega þríþrautardaga í júní fyrir ungmenni á aldrinum 13 til 16 ára og 17 til 19 ára.

  • 17 til 19 ára dagurinn verður haldin 11.06.23 við Garðabæjarlaug
  • 13 til 16 ára dagurinn verður haldin 18.06.23 við og i Ásvallalaug i Hafnarfirði

Markmiðið er að gefa ungmennum góða upplifun af þátttöku í þríþraut (sund, hjól og hlaup) með æfingum sem henta og eru óháð getu og fyrri reynslu. Áhersla á tengslamyndun er stór þáttur á þessum degi. Þjálfuninni er skipt niður í hópa í getustig í hverri grein fyrir sig.

Nánari upplýsingar

Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með á Instagram @triathloniceland, Facebook síðu Þríþrautarsambands Íslands og vefnum: www.triathlon.is

Ábendingagátt