Kammerkór Hafnarfjarðar heldur aðventu- og jólatónleika í Hásölum miðvikudaginn 4. desember kl. 20:30.
Boðið verður upp á nokkur hugljúf og notaleg en líka hress, skemmtileg og dálítið villt jólalög.
Eins og venjulega á jólatónleikum kórsins sitja tónleikagestir til borðs og fá kaffi og konfekt í hléi.
Sérstakur gestur á tónleikunum er söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú.
Stjórnandi er Kári Þormar.
Almennt miðaverð er 3500 krónur. Miða er hægt að kaupa hjá kórfélögum og við innganginn á tónleikadag.
Einnig er hægt að gerast styrktarfélagi kórsins og fá þannig miða á sérstökum afslætti. Nánari upplýsingar eru á vefnum kammerkor.is.
Ábendingagátt