Víðistaðaskóli vissi svarið

Fréttir

Veistu svarið spurningakeppni félagsmiðstöðva í Hafnarfirði fór af stað með miklum krafti í byrjun febrúar. Úrslitakeppnin fór svo fram í Bæjarbíó í vikunni þar sem lið Víðistaðaskóla og Lækjarskóla öttu kappi. Var það lið Víðistaðaskóla sem stóð að lokum uppi sem sigurvegari.

Víðistaðaskóli og Lækjarskóli mættust í úrslitum

Veistu svarið spurningakeppni félagsmiðstöðva í Hafnarfirði fór af stað með miklum krafti í byrjun febrúar. Í undanúrslitum öttu kappi níu lið og voru það lið Setbergsskóla, Öldutúnsskóla, Lækjarskóla og Víðistaðaskóla sem fóru áfram í fjögurra liða úrslit. Fjögurra liða úrslit fóru fram 20. febrúar þar sem Víðistaðaskóli tók á móti Öldutúnsskóla og Lækjarskóli á móti Setbergsskóla. Úrslitakeppnin fór svo fram í Bæjarbíó í vikunni þar sem lið Víðistaðaskóla og Lækjarskóla öttu kappi. Mikil stemning var í menningarhúsinu og var það lið Víðistaðaskóla sem stóð að lokum uppi sem sigurvegari Veistu svarið 2023 með 30 stigum á móti 17 stigum Lækjarskóla. Árni Stefán Guðjónsson var spurningahöfundur og spyrill.

Lið Víðistaðaskóla skipuðu:

  • Úlfar Kristmundsson
  • Magni Kristinsson
  • Steingerður Aldís Valsdóttir

Þjálfarar hópsins voru þau Birkir Már Viðarsson og Kristmundur Guðmundsson.

Lið Viðistaðaskóla 2023

Lið Viðistaðaskóla 2023

Lið Lækjarskóla skipuðu:

  • Dagur Fannar Hermannsson
  • Smári Hannesson
  • Sesilía Luna Kata

Þjálfari hópsins var Bjarki Steinar Viðarsson.

Lið Lækjarskóla 2023

Lið Lækjarskóla 2023

Hafnarfjarðarbær óskar liði Víðistaðaskóla innilega til hamingju með sigurinn og þakkar öllum þátttakendum fyrir frábæra og líflega keppni. Það sannaðist enn og aftur í Bæjarbíó í vikunni að ungmenni Hafnarfjarðar eru endalaus uppspretta skemmtunar og visku.

Ábendingagátt