Vignir Vatnar Íslandsmeistari í skák 2023

Fréttir

Vignir Vatnar Stefánsson nældi í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir hreint magnaðan lokadag á Íslandsmótinu í skák að Ásvöllum í Hafnarfirði sem staðið hefur yfir síðustu 10 dagana. Eftir harða keppni og sviptingasaman síðasta dag varð úr að þrír keppendur enduðu efstir og jafnir og þurftu að há aukakeppni um titilinn.

Stóð uppi sem sigurvegari eftir æsispennandi lokaumferð

Vignir Vatnar Stefánsson nældi í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil eftir hreint magnaðan lokadag á Íslandsmótinu í skák að Ásvöllum í Hafnarfirði sem staðið hefur yfir síðustu 10 dagana. Eftir harða keppni og sviptingasaman síðasta dag varð úr að þrír keppendur enduðu efstir og jafnir og þurftu að há aukakeppni um titilinn.

Fyrir lokaumferðina var staðan þessi:

  • 1.-2. Hannes Hlífar Stefánsson og Vignir Vatnar Stefánsson 8 v.
  • 3. Guðmundur Kjartansson 7½ v.
  • 4. Hilmir Freyr Heimisson 7 v.
  • 5. Jóhann Hjartarson 5½ v.
  • 6.-7. Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Hjörvar Steinn Grétarsson 5 v.
  • 8. Henrik Danielsen 3½ v,
  • 9.-10, Lenka Ptácníková og Dagur Ragnarsson 3 v.
  • 11, Bragi Þorfinnsson 2½ v.
  • 12. Jóhann Ingvason 2 v.

Íslandsmeistari aðeins tvítugur að aldri

Vignir mætti Hannesi í lokaumferðinni og lj óst að sigurvegarinn í þeirri skák myndi hampa titlinum. Jafntefli hins vegar þýddi að Guðmundur Kjartansson gat læðst inn í lokakeppnina. Lokaniðurstaðan reyndist ótrúleg, þrír efstir með 8,5 vinning og stórmeistaraáfanga. Hilmir aðeins hálfum vinningi á eftir. Við tók aukakeppni um titilinn, tvöföld umferð allir við alla. Vignir Vatnar endaði uppi sem sigurvegari og Íslandsmeistari í fyrsta sinn, aðeins tvítugur að aldri. Heilsubærinn Hafnarfjörður þakkar skásambandi Íslands fyrir magnaða skákdaga á Ásvöllum. Skemmtilegt mót að baki og stórskemmtilegur skákdagur. Styrktaraðilar mótsins voru Hafnarfjarðarbær, Algalíf, Teva, Lengjan, Guðmundur Arason og MótX.

Ítarlegar upplýsingar um skákirnar, upptökur og fleira má nálgast á vef Skáksambands Íslands.

Ábendingagátt