Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Verslunarmannahelgin bíður. Sum erum við heima en til í tilbreytinguna. Margir gimsteinar leynast hér í Hafnarfirði. Hér eru 10 tillögur að afþreyingu sem gætu ratað á dagskrána þína.
Verslunarmannahelgin er framundan. Mörg verðum við á faraldsfæti. Mörg kjósum við svo að vera heima. En hvað má þá gera hér í Hafnarfirði? Jú, það er ansi margt.
Yndislegt að ganga Strandgötuna, kíkja í búðir á laugardegi frá hádegi til kl. 14. Strand49, Litla hönnunarbúðin, Kakí og fleiri frábærar verslanir bíða þín. Opnunartíminn misjafn en sumar til 16. Frábært að enda gönguna með því að heimsækja Brikk á Norðurbakkanum sem er opið til klukkan 16 alla daga. Ef labbað er á strandstígnum meðfram höfninni má sjá ljósmyndir frá byggðasafninu okkar.
Mynd/Brikk
2. Útihátíð í heimabyggð
Síðasta helgi bæjarhátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar í Bæjarbíói er einmitt núna um Verslunarmannahelgina. Hreimur og Magni með Þjóðhátíðar PubQuiz í dag fimmtudag. Maggi Kjartansson með brekkusöng kl. 19 sama dag. Hjálmar Örn með partýbingó á föstudeginum. Ball í tjaldinu bæði föstudags og laugardagskvöld frá kl. 19.30, það seinna með Greifunum!
Mynd/Rec Media
Veitingastaðurinn Sól er falinn demantur við Hafnarfjarðarhöfn, staðsettur inni í gróðurhúsi. Þar borða gestir yfir gróskumiklu og blómlegri uppskeru. Einstök upplifun og maturinn frábær.
Mynd/Sól
Ratleikur Hafnarfjaðrar á sér langa sögu og hefur í gegnum árin aukið áhuga fólks á útivist í upplandi Hafnarfjarðar. Leikurinn stendur fram í september. Lögð eru 27 merki vítt og breytt umuppland Hafnarfjarðar. Allir sem skila lausnum geta fengið útdráttarverðlaun eða verið útnefnd Léttfeti, göngugarpur eða þrautakóngur ratleiksins.
Mynd/Guðni Gíslason
Hellisgerði er almenningsgarður, allur prýddur hrauni. Það er tilvalið að fara þangað með teppi og nesti og leyfa börnum að skoða sig um og njóta í þessu fallega umhverfi. Þar má einnig finna sögusýningu um Kaldársel í 100 ár. Byggðasafn Hafnarfjarðar kom upp sýningu á myndum frá þessum sumarbúðunum KFUM/K í Hellisgerði í byrjun sumars. Virkilega gaman er að skoða myndirnar þar.
Eðal að fara með börnin sín og gefa þeim eldbakaða pizzu. Á Sydhavn er boðið upp á allar hinar vinsælu Figo-pizzur ásamt fjölbreyttu úrvali annarra rétta og drykkja. Já, Sydhavn er nýr staður hér í Hafnarfirði sem hefur algjörlega slegið í gegn hjá okkur Hafnfirðingum.
Mynd/Sydhavn
Já, ef það mun rigna – sem útlit er fyrir – getur verið gott að hafa þak yfir höfuðið. Sund í Ásvallalaug er ævintýraland fyrir börnin. Þau hlaupa um og njóta lífsins og við á eftir þeim og getum í það minnsta fagnað hreyfingunni. Barnalaugar, potta og gufur eru nú opnar í Ásvallalaug. Opnunartímar:
Sameina má marga viðburðina hér á ofan en um leið kíkja á sýningar byggðasafnsins á göngunni. Hefur þú komið inn í Beggubúð hér í Hafnarfirði. Beggubúð er verslunarminjasafn Byggðasafns Hafnarfjarðar. Þetta er gamalt verslunarhús sem var byggt árið 1906 og stendur nú á lóð byggðasafnsins. Opið alla daga frá 11-17.
Mynd/skjáskot
Einstök útivistarperla en Víðistaðatún er umkringt hrauni við Víðistaðakirkju og skátaheimli Hraunbúa. Nóg er að gera fyrir börnin. Þau geta leikið sér í aparólu, ærslabelg og kastala. Þar skógarlundur sem gaman er að leika sér. Þegar allir eru orðnir svangir er hægt að grilla í grillhúsi undir skyggni sem er rétt hjá kastalanum. Í garðinum er eini tennisvöllur Hafnfirðinga og sex holu frisbígolfvöllur. Já, og það er frítt á völlinn og ekki nauðsynlegt að bóka fyrirfram. Snilld.
Það er einstök upplifun að keyra að Kamelklaustrinu í Hafnarfirði. Þar eru daglegar messur alla virka daga kl. 8 en klukkan 8.30 á sunnudögum. Öll erum við velkomin. Nunnurnar reka þar einstaka verslun sem ævintýralegt er að sjá sem og að bera klaustrið sjálft augum. Garður systranna fékk heiðurskjöld Snyrtileikans árið 2020.
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…