Auglýsing sveitarstjórnar um niðurstöðu skipulagsauglýsinga

Tilkynningar

Auglýsing sveitarstjórnar um niðurstöðu sína sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og skipulagsreglugerð: Gráhelluhraun, Hamraneslína, Hamranesnáma, Hvaleyrarvatn og höfðar, Hamranes og Vatnshlíðarhnúkur, Straumsvík, Kapelluhraun, Rauðamelsnáma, Reykjanesbraut, aksturs- og skotæfingasvæði í Kapelluhrauni og Hvaleyri.

Auglýsing sveitarstjórnar um niðurstöðu sína sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og skipulagsreglugerð

Gráhelluhraun, nýtt deiliskipulag, Hestamannafélagið Sörli, breyting á skipulagsmörkum og Kaldárselsvegur, breyting á skipulagsmörkum

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 10. apríl sl. tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Gráhelluhraun ásamt breytingum á skipulagsmörkum við Kaldárselsveg og hestamannafélagsins Sörla.
Tillagan leggur áherslu á að bæta aðgengi að skóginum í Gráhelluhrauni. Göngu- og reiðleiðir verða aðgreindar með góðum tengingum við umhverfið í kring. Gert verður ráð fyrir bílastæðum út frá Kaldárselsvegi til norðurs og einnig við aðkomu að athafnasvæði hestamannafélagsins Sörla til suðurs. Samhliða eru gerðar breytingar á skipulagsmörkum aðliggjandi svæða þannig að umrædd bílastæði verða innan deiliskipulagsmarka Gráhelluhrauns. Tillagan var til kynningar með athugasemdafresti til 14.3.2024.

Hamraneslína, breyting á aðalskipulagi

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2023 breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Breytingin felst í breyttri legu Hamraneslínu 1 og 2 frá strengendavirki við Kaldárselsveg að tengivirki í Hamranesi. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 25.10.2023. Umsagnir og svar við athugasemdum lagt fram.

Hamranesnáma, Hvaleyrarvatn og höfðar, Hamranes og Vatnshlíðarhnúkur breyting á deiliskipulagi

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 14. febrúar 2024 breytingar á 3 skipulagsáætlunum í tengslum við lagningu Hamraneslínu í jörðu.

Straumsvík, breyting á aðalskipulagi

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2023 breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna bættrar hafnaraðstöðu í Straumsvíkurhöfn, bæta tengingar milli Straumsvíkurhafnar og iðnaðarsvæða sunnan Reykjanesbrautar og almennt bæta umferðaskipulag við Kapelluhraun. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 30.10.2023. Lögð fram athugasemd og svar við athugasemd.

Kapelluhraun, nýtt deiliskipulag

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2023 nýtt deiliskipulag fyrir Kapelluhraun. Í tillögunni felst að sniðinn er rammi um iðnaðarhverfi í samræmi við breyttar áherslur í aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Um er að ræða svæði er liggur á milli iðnaðarhverfis 2. áfanga Kapelluhrauns og Reykjanesbrautar, sem er skipt upp í rúmlega 30 nýjar lóðir fyrir iðnaðar- og athafnastarfsemi. Þar á meðal eru lóðir undir þegar byggð mannvirki ÍSAL.
Á skipulagssvæðinu megi koma fyrir Coda Terminal, móttöku- og förgunarstöð fyrir koldíóxíð auk hefðbundnum iðnaðarlóðum. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 30.10.2023.

Rauðamelsnáma, nýtt deiliskipulag

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2023 nýtt deiliskipulag fyrir Rauðamelsnámu. Í tillögunni felst afmörkun að 15,7 ha efnistökusvæði við Rauðamel sunnan Reykjanesbrautar. Gert er ráð fyrir 1,6 ha byggingarreit á svæðinu þar sem heimilt verði að reisa allt að 6 mannvirki, samtals 500m² að hámarki. Aðkoma verði um Barböruveg. Þegar efnistöku er lokið ber að ganga frá svæðinu þannig að það falli vel að umhverfi sínu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 30.10.2023.

Reykjanesbraut, breyting á deiliskipulagi

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2023 breytingu á deiliskipulagi fyrir Reykjanesbraut.
Í breytingunni felst breyting á afmörkundeiliskipulagsins vegna nýs deiliskipulags Straumsvíkur sunnan Reykjanesbrautar. Einnig er gert ráð fyrir nýjum undirgöngum undir Reykjanesbraut austan við lóð Álversins. þar sem málsmeðferð erindisins var ábótavant við síðustu auglýsingu, var það tekið aftur fyrir í sveitarstjórn þann 13. september sl. og var auglýst að nýju með athugasemdarfresti til 30. okóber 2023.

Aksturs- og skotæfingasvæði í Kapelluhrauni, óveruleg breyting á deiliskipulagi

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 25. október 2023 óverulega breytingu á deiliskipulagi aksturs- og skotæfingasvæðis í Kapelluhrauni samhliða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Suðurnesjalínu 1. Gert er ráð fyrir að jarðstrengur Suðurnesjalínu 1 fari 300 metra inná vestanvert svæðið og endar í strengendamastri. Erindið var grenndarkynnt með athugasemdafresti til 16. október 2023.

Hvaleyri, breyting á skipulagsmörkum

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2023 breytingu á skipulagsmörkum fyrir deiliskipulag Hvaleyrar. Tillagan felst í að mörk skipulagssvæðisins breytast vegna breytinga á deiliskipulagsmörkum álversins í Straumsvík.
Skipulagssvæðið minnkar þannig að vegtenging frá Reykjanesbraut að dælu- og hreinsistöð fellur út úr deiliskipulagi Hvaleyrar, en verður þess í stað innan deiliskipulags álversins í Straumsvík eftir breytingu þessa. Minnkun skipulagssvæðisins er um 2500m²

Í öllum tilfellum bárust athugasemdir og hafa umsagnir sveitarstjórnar um þær verið sendar þeim sem þær gerðu og erindin send til skipulagsstofnunar til yfirferðar og staðfestingar. Sumar athugasemdir sem bárust gáfu tilefni til lítilsháttar breytinga á skipulaginu eftir auglýsingu í einhverjum tilfellum. Vakin er athygli á að heimilt er að kæra ákvörðun þessa til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá því að kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um erindin, geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar í gegnum netfangið: skipulag@hafnarfjordur.is 

Skipulagsauglýsingar Hafnarfjarðarbæjar birtast í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, á vef bæjarins og í aldreifingu Morgunblaðsins á fimmtudögum.

Ábendingagátt