Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Auglýsing sveitarstjórnar um niðurstöðu sína sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga og skipulagsreglugerð: Gráhelluhraun, Hamraneslína, Hamranesnáma, Hvaleyrarvatn og höfðar, Hamranes og Vatnshlíðarhnúkur, Straumsvík, Kapelluhraun, Rauðamelsnáma, Reykjanesbraut, aksturs- og skotæfingasvæði í Kapelluhrauni og Hvaleyri.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 10. apríl sl. tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Gráhelluhraun ásamt breytingum á skipulagsmörkum við Kaldárselsveg og hestamannafélagsins Sörla. Tillagan leggur áherslu á að bæta aðgengi að skóginum í Gráhelluhrauni. Göngu- og reiðleiðir verða aðgreindar með góðum tengingum við umhverfið í kring. Gert verður ráð fyrir bílastæðum út frá Kaldárselsvegi til norðurs og einnig við aðkomu að athafnasvæði hestamannafélagsins Sörla til suðurs. Samhliða eru gerðar breytingar á skipulagsmörkum aðliggjandi svæða þannig að umrædd bílastæði verða innan deiliskipulagsmarka Gráhelluhrauns. Tillagan var til kynningar með athugasemdafresti til 14.3.2024.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2023 breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Breytingin felst í breyttri legu Hamraneslínu 1 og 2 frá strengendavirki við Kaldárselsveg að tengivirki í Hamranesi. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 25.10.2023. Umsagnir og svar við athugasemdum lagt fram.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 14. febrúar 2024 breytingar á 3 skipulagsáætlunum í tengslum við lagningu Hamraneslínu í jörðu.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2023 breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna bættrar hafnaraðstöðu í Straumsvíkurhöfn, bæta tengingar milli Straumsvíkurhafnar og iðnaðarsvæða sunnan Reykjanesbrautar og almennt bæta umferðaskipulag við Kapelluhraun. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 30.10.2023. Lögð fram athugasemd og svar við athugasemd.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2023 nýtt deiliskipulag fyrir Kapelluhraun. Í tillögunni felst að sniðinn er rammi um iðnaðarhverfi í samræmi við breyttar áherslur í aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Um er að ræða svæði er liggur á milli iðnaðarhverfis 2. áfanga Kapelluhrauns og Reykjanesbrautar, sem er skipt upp í rúmlega 30 nýjar lóðir fyrir iðnaðar- og athafnastarfsemi. Þar á meðal eru lóðir undir þegar byggð mannvirki ÍSAL. Á skipulagssvæðinu megi koma fyrir Coda Terminal, móttöku- og förgunarstöð fyrir koldíóxíð auk hefðbundnum iðnaðarlóðum. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 30.10.2023.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2023 nýtt deiliskipulag fyrir Rauðamelsnámu. Í tillögunni felst afmörkun að 15,7 ha efnistökusvæði við Rauðamel sunnan Reykjanesbrautar. Gert er ráð fyrir 1,6 ha byggingarreit á svæðinu þar sem heimilt verði að reisa allt að 6 mannvirki, samtals 500m² að hámarki. Aðkoma verði um Barböruveg. Þegar efnistöku er lokið ber að ganga frá svæðinu þannig að það falli vel að umhverfi sínu. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 30.10.2023.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2023 breytingu á deiliskipulagi fyrir Reykjanesbraut. Í breytingunni felst breyting á afmörkundeiliskipulagsins vegna nýs deiliskipulags Straumsvíkur sunnan Reykjanesbrautar. Einnig er gert ráð fyrir nýjum undirgöngum undir Reykjanesbraut austan við lóð Álversins. þar sem málsmeðferð erindisins var ábótavant við síðustu auglýsingu, var það tekið aftur fyrir í sveitarstjórn þann 13. september sl. og var auglýst að nýju með athugasemdarfresti til 30. okóber 2023.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 25. október 2023 óverulega breytingu á deiliskipulagi aksturs- og skotæfingasvæðis í Kapelluhrauni samhliða breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Suðurnesjalínu 1. Gert er ráð fyrir að jarðstrengur Suðurnesjalínu 1 fari 300 metra inná vestanvert svæðið og endar í strengendamastri. Erindið var grenndarkynnt með athugasemdafresti til 16. október 2023.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 8. nóvember 2023 breytingu á skipulagsmörkum fyrir deiliskipulag Hvaleyrar. Tillagan felst í að mörk skipulagssvæðisins breytast vegna breytinga á deiliskipulagsmörkum álversins í Straumsvík. Skipulagssvæðið minnkar þannig að vegtenging frá Reykjanesbraut að dælu- og hreinsistöð fellur út úr deiliskipulagi Hvaleyrar, en verður þess í stað innan deiliskipulags álversins í Straumsvík eftir breytingu þessa. Minnkun skipulagssvæðisins er um 2500m²
Í öllum tilfellum bárust athugasemdir og hafa umsagnir sveitarstjórnar um þær verið sendar þeim sem þær gerðu og erindin send til skipulagsstofnunar til yfirferðar og staðfestingar. Sumar athugasemdir sem bárust gáfu tilefni til lítilsháttar breytinga á skipulaginu eftir auglýsingu í einhverjum tilfellum. Vakin er athygli á að heimilt er að kæra ákvörðun þessa til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá því að kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um erindin, geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar í gegnum netfangið: skipulag@hafnarfjordur.is
Skipulagsauglýsingar Hafnarfjarðarbæjar birtast í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, á vef bæjarins og í aldreifingu Morgunblaðsins á fimmtudögum.
Vegna vegaframkvæmda verður Lækjargata (við Suðurgötu) lokuð milli kl. 10:00 og 14:00 í dag, mánudaginn 17. mars.
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 12. mars. Formlegur fundur hefst kl. 15:30 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.
Vegna vegaframkvæmda verður Áshamar (við nr.1), lokaður frá kl.9:00 mánudaginn 10.mars til kl.17:00, föstudaginn 14.mars.
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 26. febrúar. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.
Vegna vegaframkvæmda verður Flatahraun (við Álfaskeið, akrein til austurs) lokað að hluta, fimmtudaginn 13.febrúar milli kl.2:00 og 7:00.
Vegna vegaframkvæmda verður Ásvallabraut (frá Aftantorgi að Berjatorgi, akrein til austurs) lokuð fimmtudaginn 13.febrúar milli kl.9:00 og 14:30.
Tilkynning til foreldra/forráðamanna barna á grunnskólaaldri. Notification to parents/guardians of children of primary school age. Powiadomienie do rodziców/opiekunów dzieci w…
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 11.9.2024 breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga…
Vegna vegaframkvæmda verður umferð um Austurgötu (frá Linnetstíg að Reykjavíkurvegi) skert, frá kl.9:00 miðvikudaginn 29.janúar, til kl.15:00 föstudaginn 31.janúar.
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 29. janúar. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.