Einbýlishúsalóðir í Áslandi 4

Auglýsingar Fréttir

Úthlutun lóða í fyrsta áfanga uppbyggingar í Áslandi 4 átti sér stað í árslok 2022 og ársbyrjun 2023. 65 einbýlishúsalóðir voru lausar til úthlutunar í þessum áfanga og hefur úthlutun gengið nokkuð vel. Áhugasamir geta enn sótt um lóð og eru umsóknir teknar fyrir til afgreiðslu á fundum bæjarráðs og samþykktar á fundum bæjarstjórnar.

Úthlutun lóða í fyrsta áfanga uppbyggingar í Áslandi 4 átti sér stað í árslok 2022 og ársbyrjun 2023. 65 einbýlishúsalóðir voru lausar til úthlutunar í þessum áfanga og hefur úthlutun gengið nokkuð vel. Áhugasamir geta enn sótt um lóð og eru umsóknir teknar fyrir til afgreiðslu á fundum bæjarráðs og samþykktar á fundum bæjarstjórnar þegar öll fylgiskjöl með umsókn liggja fyrir.

Ásland 4 er náttúruperla í suðurhlíðum Ásfjalls

Úthlutun lóða í fyrsta áfanga uppbyggingar í Áslandi 4 átti sér stað í árslok 2022 og ársbyrjun 2023. síusta daga og vikur hefur verið opnað áumsóknir um úthlutun þerra lóða sem eftir eru í þessum áfanga úthlutunar. Umsóknir eru teknar fyrir til afgreiðslu á fundum bæjarráðs og samþykktar á fundum bæjarstjórnar þegar öll fylgiskjöl með umsókn liggja fyrir. Fundir bæjarráðs og bæjarstjórnar eru haldnir á tveggja vikna fresti, í sitthvorri vikunni.

Almennar reglur um úthlutun lóða

Fullbyggt mun Ásland 4 hýsa um 850 íbúðir með um 2.500 íbúum

Ásland 4 er nýjasta uppbyggingarsvæðið í Hafnarfirði. Ásland 4 er íbúðahverfi í framhaldi af hverfum beggja vegna, þ.e. Ásland 3 og nýjum íbúðahverfum í Skarðshlíð og Hamranesi. Svæðið markast af Ásfjalli með Mógrafarhæð sem stingst inn í svæðið frá norðri, íbúðarbyggð Áslands 3 í norðaustri, Ásvallabraut í austri og suðri og nýrri íbúðabyggð í Skarðshlíð og Hamranesi í vestri. Við skipulag og hönnun á hverfi var rík áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Byggðin mun samanstanda af lágreistum sérbýlisíbúðum; einbýlum, par- og raðhúsum auk lítilla fjölbýlishúsa með sérinngöngum og óverulegri sameign. Áhersla er lögð á að hverfið tengist innbyrðis með grænum svæðum eða trjábeltum. Í þessum beltum verða göngustígar og fjöldi af gróðursettum trjám sem mynda skjól og náttúrutengsl. Stutt er í útivistarsvæðin við Hvaleyrarvatn auk skógræktar og fjölbreyttrar náttúru víðsvegar í upplandi bæjarins. Eitt af aðalmarkmiðum skipulags svæðisins er að nýta vel einstakt útsýni til suðurs í átt að Helgafelli og Lönguhlíðum.

Nánar um Ásland 4

Umsóknarform á Mínum síðum

Ítarlegar upplýsingar um hverja og eina lóð á Kortavef bæjarins

Ábendingagátt