Göngum í skólann – tileinkum okkur virkan ferðamáta Posted ágúst 16, 2022 by avista Verkefnið stendur yfir dagana 7. september – 5. október Verkefnið Göngum í skólann ( www.iwalktoschool.org ) hefst í miðvikudaginn 7. september í fimmtánda sinn og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni […]
Tónlistarnámskeið fyrir börn 6 – 18 mánaða og 2 – 4 ára Posted ágúst 15, 2022 by avista Tónlistarskóli Hafnarfjarðar býður uppá námskeið fyrir börn á aldrinum 6 -18 mánaða og 2- 4 ára. Á námskeiðinu eru kennd skemmtileg lög, þulur og hreyfingar fyrir börn sem örva skynþroska þeirra. Notast er við hljóðfæri, slæður, borða og margt, margt fleira.Kennari er María Gunnarsdóttir tónmenntakennari og fer kennslan fram í Tónlistarkóla Hafnarfjarðar Strandgötu 51. Kennt […]
Suðurbæjarlaug opnar á ný Posted ágúst 15, 2022 by avista Suðurbæjarlaug opnar á ný eftir umfangsmiklar viðhaldsaðgerðir þriðjudaginn 16. ágúst Fyrst um sinn verða ákveðnar takmarkanir á útisvæði vegna nýframkvæmda við laugina. Opið verður í inni- og útilaug ásamt þremur heitum pottum, en lokað í útiklefa, rennibrautir og vaðlaug (sk. svepp). Opnunartíma laugarinnar er sami og áður eða frá kl. 6:30-22 mánudaga – fimmtudaga, frá […]
Skapandi sumarstörf – Sindri Posted ágúst 12, 2022 by avista MYNDLIST – “INSECTA HAFNARFJÖRÐUR” / SINDRI KRISTINSSON Myndlistamaðurinn og listmálarinn Sindri Kristinsson málar í sumar skordýr í hinum ýmsu stærðum og gerðum á mismunandi form, annars vegar striga, steinplötur og pappír. Sindri mun sýna verkin við hátíðlega athöfn í Hafnarborg þann 18. ágúst næstkomandi. Sindri rannsakar viðfangsefni sitt að hverju sinni gaumgæfilega, les sér til […]
Hellisgerði fyllist af álfum um helgina Posted ágúst 12, 2022 by avista Einstök upplifun álfa og manna í himneska Hellisgerði Skrúðgarðurinn Hellisgerði í Hafnarfirði fyllist af álfum á álfahátíð sem haldin verður um helgina. Hellisgerði hefur í áranna rás verið sérstaklega tengd álfum og til hátíðar um helgina koma álfar umfram þá sem búa í garðinum allt árið um kring. Álfahátíðin hefur verið haldin undanfarin ár og […]
Bless útilegutæki – nýtt skólaár er að hefjast Posted ágúst 12, 2022 by avista Vinsamlega fjarlægið útilegutækin í síðasta lagi sunnudaginn 14. ágúst Fjöldi íbúa hefur nýtt sér þann möguleika að leggja hverskyns útilegutækjum á bílastæði við grunnskóla Hafnarfjarðar og Flensborgarskóla. Skólastarf fer á fullt á nýjan leik strax eftir helgi eða mánudaginn 15. ágúst. Eigendur útilegutækja sem nýtt hafa sér þennan möguleika eru vinsamlega beðnir um að fjarlægja […]
Strandgate Film Festival í kvöld í Bæjarbíó Posted ágúst 11, 2022 by avista Skærustu stjörnur sólkerfisins verða samankomnar í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld kl. 20 til að keppa um ein virtustu kvikmyndaverðlaun veraldar á kvikmyndahátíð sem er raunveruleiki í óraunveruleikanum. Birta Sólveig Söring, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Katla Þ. Njálsdóttir og Kolbeinn Sveinsson eru í hópnum á bak við hátíðina Myndir sem enginn hefur séð leiknar af stjörnum […]
Leið 1 ekur að Skarðshlíðarhverfi frá og með 14. ágúst Posted ágúst 10, 2022 by avista Leið 1 ekur að Skarðshlíðarhverfi Frá og með 14. ágúst mun leið 1 aka að Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði. Eftir breytinguna verður biðstöðin Klukkuvellir óvirk. Leiðin mun í staðinn aka um Hnappavelli og Ásvallabraut.Tvær nýjar biðstöðvar, Hamranes og Skarðshlíð opnast á Ásvallabraut. Skipulegðu ferðina þína á strætó.is Sjá breytingu á myndinni hér fyrir ofan
Fjölbreyttar sýningar á nokkrum stöðum Posted ágúst 9, 2022 by avista Byggðasafn Hafnarfjarðar er með tvær nýjar sýningar í sumar. Það er annars vegar sýning í forsal Pakkhússins á þjóðlegum munum úr safni Þorbjargar Bergmann og svo er það ljósmyndasýning við Strandstíginn. Þá eru fastar sýningar í nokkrum húsum í bænum. Björn Pétursson bæjarminjavörður og Bryndís Lára Bjarnadóttir, safnvörður á Byggðasafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Viðtal við Björn Pétursson […]
Spennandi sýningar og fjölbreyttar göngur Posted ágúst 9, 2022 by avista Það er margt í boði í Hafnarfirði í sumar og má þar nefna spennandi sýningar, sumarlestur og laugardagsopnun á bókasafninu og svo er í allt sumar boðið upp á menningar- og heilsugöngur. Aðgangur er ókeypis. Vegglistaverk eftir listamanninn Juan prýðir gaflinn á húsinu við Strandgötu 4. Við gaflinn stendur starfsfólk á þjónustu- og þróunarsviði Hafnarfjarðar.FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR […]