Category: Fréttir

Mikil ánægja meðal foreldra barna á frístundaheimilum

Markmiðið er að hvert og eitt barn fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu Frístundaheimilin eru fyrir börn í 1. – 4. bekk og starfa við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Heimilin eru opin eftir að skóla lýkur til kl. 17 alla virka daga og bjóða upp á […]

Snyrtileikinn 2021 – tilnefningar

Bentu á þann sem að þér þykir bestur! Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum og því eru íbúar, starfsmenn og aðrir áhugasamir hvattir til virkrar þátttöku. Vertu til […]

Trjágróður og skjólveggir við lóðamörk

Garðyrkjustjóri og umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar vilja minna bæjarbúa á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga varðandi trjágróður við lóðamörk og byggingu skjólveggja. Hugum að gróðri að lóðamörkum Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur verið verið hamlandi og jafnvel skaðlegur fyrir gangandi, hjólandi eða akandi vegfarendur og getur skyggt á umferðarmerki, […]

Nýtt salernishús við Hvaleyrarvatn

St. Georgsgildið í Hafnarfirði reisir nýtt salernishús við Hvaleyrarvatn Í lok maí var nýtt hús, sem hýsir hvorutveggja salerni og aðstöðu til uppvasks og áfyllingar á vatni, tekið í notkun við sunnanvert Hvaleyrarvatn, fyrir neðan skátaskálann Skátalund. Salernishúsið er samstarfsverkefni St. Georgsgildisins í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæjar og er öllum opið frá kl. 8-22 alla daga. […]

Svenný – Skapandi sumarstörf

Götulistamaðurinn, Svenný, er hluti af skapandi sumarstörfum hjá Hafnarfjarðarbæ í sumar. Unga tónskáldið og söngvarinn Sveinn Ísak Kristinsson, betur þekktur undir listamannsnafninu, Svenný, hefur spilað heillandi og ljúfa tóna víðsvegar um Hafnarfjörð í sumar á svokölluðum pop-up tónleikum. Svenný spilar á píanó ásamt því að syngja frumsamin lög. Hún hefur haldið stutta tónleika, sem eru […]

Skráning á frístundaheimili skólaárið 2021-2022

Minnum foreldra og forráðamenn á skráningu barna sinna á frístundaheimili skólaárið 2021-2022. Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali. Markmið frístundaheimilanna er að hvert […]

Tilraunaverkefni um sérhæfða skilnaðarráðgjöf framlengt

Félagsmálaráðuneyti hefur ákveðið að framlengja tilraunaverkefnið Samvinna eftir skilnað (SES) til júní 2022. SES er annars vegar rafrænn fræðsluvettvangur fyrir foreldra í skilnaðarferli og hins vegar sérhæfð skilnaðarráðgjöf á vegum félagsþjónustu sveitarfélaga. Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og byggir efnið á nýjustu þekkingu, rannsóknum fræðimanna og reynslu fagfólks. Hafnarfjarðarbær hefur boðið upp á skilnaðarráðgjöf frá […]

BROSTU-regnbogabraut á Strandgötunni

Á Strandgötunni, milli Bókasafnsins og Bæjarbíós, má finna BROSTU-regnbogabraut. Verkið er unnið í samstarfi við Heilsubæinn Hafnarfjörð og er ætlað að gleðja augað og minna okkur á það einfalda en jafnframt áhrifaríka ráð, að brosa. Það var listahópur Vinnuskólans sem sá um að mála verkið og gerðu það með stakri prýði.   Brosum breitt á […]

Höfgar Nauðir – Skapandi sumarstörf

Róttækt innsetningarverk í mótun  Málefni sem skiptir máli Listakonan og aðgerðarsinninn, Þorbjörg Signý Ágústsson, hefur á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði, unnið að innsetningarverkinu Höfgar Nauðir, sem snertir djúpt á mikilvægum málefnum varðandi aðstöðu kvenna hérlendis. Þorbjörg segir verkið eiga að túlka og standa fyrir því misrétti sem snertir allar konur á einn eða annan […]

Heimboð og heimsóknir við útskrift úr leikskóla

Útskrift úr leikskóla er stór stund enda yfirleitt um að ræða fyrstu útskriftina og merkan áfanga í lífinu. Í haust tekur við 10 ára grunnskólaganga og útskriftarhópar leikskólanna að vonum spenntir fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér. Hefð hefur skapast fyrir því að útskriftarhópar m.a. frá leikskólanum Hlíðarenda heimsæki bæjarstjóra í ráðhús Hafnarfjarðar […]