Category: Fréttir

Áfram í öruggum höndum Securitas

Áframhaldandi samstarf Securitas og Hafnarfjarðarbæjar Hafnarfjarðarbær og Securitas hafa gert með sér áframhaldandi samning um fjarvöktun öryggiskerfa og þjónustusamninga brunaviðvörunarkerfa bæjarins til fjögurra ára með möguleika á framlengingu. Tvö fyrirtæki buðu í verkefnið sem bæði uppfylltu kröfur útboðsgagna að öllu leyti. Ákveðið var að halda samstarfi við Securitas áfram sem reyndist með hagstæðara tilboðið. Securitas […]

Heilavinabærinn Hafnarfjörður – af öllu hjarta

Styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og fjölskyldur þeirra  Hafnarfjarðarbær og Alzheimersamtökin skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um innleiðingu á samfélagi sem er vinveitt, styðjandi og meðvitað um þarfir fólks með heilabilun og aðstandendur þeirra. Þannig mun Hafnarfjarðarbær, með faglegri aðstoð og öflugum stuðningi Alzheimersamtakanna, markvisst varða leið þeirra sem eru með heilabilun með því […]

Aukum öryggið saman – kallað eftir ábendingum íbúa

Hafnarfjarðarbær kallar eftir ábendingum og athugasemdum frá íbúum um úrbætur eða lagfæringar í nærumhverfinu sem gætu aukið enn frekar öruggi íbúa og annarra. Íbúar hverfa og starfsfólk fyrirtækja þekkja nærumhverfi sitt vel og eru best til þess fallnir að benda á það sem betur má fara til að koma í veg fyrir smærri sem stærri […]

Nýsköpun í öldrunarþjónustu verður til á gamla Sólvangi

Heilbrigðisráðuneytið og Hafnarfjarðarbær hafa gert með sér samning sem felur í sér endurgerð húsnæðis gamla Sólvangs þar sem komið verður á fót nýrri tegund sérhæfðrar þjónustu fyrir aldraða. Í húsinu verða rými til skammtíma- og hvíldarinnlagna fyrir 39 einstaklinga þar sem veitt verður létt endurhæfing og lagt mat á frekari stuðningsþarfir viðkomandi. Gert er ráð […]

Miðlun og vöktun fundargerða í skipulagsmálum

Samstarf Planitor og Hafnarfjarðarbæjar Hafnarfjarðarbær og hugbúnaðarfyrirtækið Planitor hafa gert með sér þjónustusamning um miðlun fundargerða og vöktunarþjónustu fyrir notendur þjónustu á sviði skipulags- og byggingamála. Umsækjendur geta nú fengið sjálfvirkar tilkynningar í tölvupósti um framvindu umsókna um leið og þær eru teknar til afgreiðslu á fundum skipulags- og byggingarráðs, afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa, í bæjarráði […]

Frisbígolfvöllur á Víðistaðatúni alvöru keppnisvöllur

Frisbígolf er kjörin íþrótt fyrir alla aldurshópa og alla fjölskylduna Frisbígolfvöllurinn á Víðistaðatúni er nú orðinn alvöru heilsárs keppnisvöllur. Sex brauta völlur var settur upp sumarið 2014 og á árinu 2020 var völlurinn stækkaður í níu brauta völl og unnið að því að setja upp heilsársteiga á allar brautir undir leiðsögn og í góðu samstarfi […]

Allt starfsfólk grunnskólanna hlaut hvatningarverðlaun

Hvatningarverðlaun foreldraráðs Hafnarfjarðar fyrir árið 2020 voru afhent á tólf stöðum í morgun. Verðlaunin hlutu kennarar og starfsfólk grunnskóla Hafnarfjarðar, auk þess sem mennta- og lýðheilsusvið Hafnarfjarðarbæjar fékk einnig verðlaun fyrir frábær störf í heimsfaraldri. Vegna samkomutakmarkana var afhendingin með örlítið breyttu sniði.   Mikil gleði og þakklæti fyrir viðurkenninguna  Grunnskólarnir í Hafnarfirði eru Barnaskóli […]

Órói á Reykjanesi – mikilvæg skilaboð til íbúa

Hlustum á og förum eftir ráðleggingum almannavarna  Í ljósi jarðhræringa og umræðu um möguleika á gosi á Reykjanesskaga er rétt að upplýsa íbúa um eftirfarandi. Neyðarstjórn sveitarfélagsins er á vaktinni og starfar í nánu samstarfi við almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu sem er þessa dagana, í samstarfi við landsins helstu sérfræðinga á fjölbreyttu sviði, að rýna gögn, […]

Styrkir vegna hljóðvistar 2021

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna viðgerða og framkvæmda á gluggum húsa við umferðarþungar götur.  Umsóknarfrestur er til 3. maí 2021 og er sótt um rafrænt á Mínum síðum eða hér  Aðgerðaáætlun gegn hávaða í Hafnarfirði á árunum 2018-2023 Gerð aðgerðaáætlunar gegn hávaða er hluti af tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EC), sem var innleidd […]

Sigurður nýr sviðsstjóri stjórnsýslu

Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í dag að ráða Sigurð Nordal í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Sigurður starfaði á árinu 2020 tímabundið við ráðgjöf og aðstoð við stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar og vann þar m.a. að mikilvægum fjárhagslegum greiningum og úttektum. Sigurður mun hefja störf í mars. Sigurður Nordal er nýr sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar Sigurður Nordal tekur […]