Covid19 – létt á takmörkunum í skólastarfi frá 24. febrúar Posted febrúar 23, 2021 by avista Almennt verður heimilaður hámarksfjöldi nemenda 150 í hverju rými og blöndun milli sóttvarnahólfa heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum. Regla um nándarmörk verður 1 metri í stað tveggja og gildir það jafnt milli nemenda og starfsfólks. Aðeins þarf að bera grímur ef ekki er unnt að virða 1 metra regluna. Á öllum skólastigum öðrum […]
Frítt í sund í vetrarfríi Posted febrúar 22, 2021 by avista Frítt er í sund í Hafnarfirði í vetrarfríi grunnskólanna dagana 22.-23. febrúar: Ásvallalaug Suðurbæjarlaug Sundhöll Hafnarfjarðar Notum tækifærið – höfum það gaman saman í sundi! Hér er hægt að fylgjast með fjölda gesta í sundlaugunum í rauntíma Gleðilegt og gott vetrarfrí!
Vetrarfrí í Hafnarfirði Posted febrúar 20, 2021 by avista Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar mánudaginn og þriðjudaginn 22.-23. febrúar og víðar um land og sameiginlegur skipulagsdagur 24. febrúar. Af því tilefni er m.a. frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar. Heilsubærinn Hafnarfjörður býður börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt skemmtilegu bingói í vetrarfríinu en þar […]
Heiðdís hlýtur hvatningarverðlaun MsH 2021 Posted febrúar 19, 2021 by avista Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í fimmta sinn í gær við hátíðlega en lágstemmda athöfn í Hafnarborg. Heiðdís Helgadóttir fékk hvatningarverðlaunin að þessu sinni sérstaklega fyrir Listasmáskólann. Sjá tilkynningu og fleiri myndir á vef Markaðsstofu Hafnarfjarðar Við athöfnin voru einnig veitar viðurkenningar til fjögurra aðila fyrir starfsemi í þágu eflingar atvinnulífs og bæjaranda í Hafnarfirði. […]
Skráning leikskólabarna í sumarleyfi 2021 Posted febrúar 18, 2021 by avista Leikskólar Hafnarfjarðar verða frá og með sumrinu 2021 opnir allt árið um kring. Markmið sumaropnunar er að koma til móts við óskir foreldra og auka möguleika á að foreldrar geti verið í sumarleyfi á sama tíma og börn þeirra. Sumarleyfistímabil leikskólabarna er frá 15. maí – 15. september ár hvert. Börn fædd 2015 sem fara […]
Upplýsingar vegna bólusetningar gegn COVID-19 Posted febrúar 18, 2021 by avista Ítarlegar upplýsingar um bólusetningar og tölfræði vegna bólusetninga gegn Covid19 er að finna á vefnum covid.is eða hér. Þessi upplýsingasíða á Covid.is tekur breytingum eftir því sem nýjar upplýsingar berast um virkni og afhendingu bóluefna og framkvæmd bólusetninga. Best er að nálgast allar upplýsingar á covid.is Algengar spurningar og svör er að finna hér Bólusetning […]
G-vítamín: Frítt í sund 17. febrúar Posted febrúar 16, 2021 by avista Aukaskammtur G-vítamíns miðvikudaginn 17. febrúar: Frítt í sund um allt land! Hafnarfjarðarbær býður í sund til að gefa Hafnfirðingum og vinum Hafnarfjarðar G-vítamín. Miðvikudaginn 17. febrúar bjóða sveitarfélög um allt land frítt í sund sem aukaskammt af G-vítamíni dagsins sem er „Hreyfðu þig daglega“. Að fara í sund, taka 100 metrana eðabara láta þreytuna líða […]
Öskudagurinn í Hafnarfirði 2021 Posted febrúar 16, 2021 by avista Almannavarnir í samvinnu við Embætti landlæknis og Heimili og skóla gáfu nýlega út leiðbeiningar varðandi öskudaginn með hugmyndum um góðan og gleðilegan en öðruvísi Öskudag á farsóttartímum. Ljóst er að mun færri verslanir og vinnustaðir munu taka á móti syngjandi börnum þetta árið en verið hefur. Skertur skóladagur og öskudagsgleði innan skólanna Öskudagurinn í Hafnarfirði […]
Styrkir bæjarráðs – fyrri úthlutun 2021 Posted febrúar 15, 2021 by avista Bæjarráð veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Úthlutun styrkja fer fram tvisvar á ári og nú er komið að fyrri úthlutun ársins í ár. Umsóknarfrestur er til 19. mars 2021. Umsækjendur […]
Við erum að ráða! Posted febrúar 12, 2021 by avista Fjölbreytni í mannauði og verkefnum Hafnarfjörður er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með um 30.000 íbúum og rúmlega 2000 einstaklinga við störf sem sinna fjölbreyttum verkefnum og þjónustu á um 70 starfsstöðvum víðs vegar um bæinn. Starfsfólk sem vinnur á sviði mennta og lýðheilsu, fjölskyldu- og barnamála, umhverfis- og skipulagsmála, þjónustu og þróunar, fjármála og við […]