Category: Fréttir

Covid19 – létt á takmörkunum í skólastarfi frá 24. febrúar

Almennt verður heimilaður hámarksfjöldi nemenda 150 í hverju rými og blöndun milli sóttvarnahólfa heimil á öllum skólastigum, líka í háskólum. Regla um nándarmörk verður 1 metri í stað tveggja og gildir það jafnt milli nemenda og starfsfólks. Aðeins þarf að bera grímur ef ekki er unnt að virða 1 metra regluna. Á öllum skólastigum öðrum […]

Frítt í sund í vetrarfríi

Frítt er í sund í Hafnarfirði í vetrarfríi grunnskólanna dagana 22.-23. febrúar: Ásvallalaug Suðurbæjarlaug Sundhöll Hafnarfjarðar Notum tækifærið – höfum það gaman saman í sundi! Hér er hægt að fylgjast með fjölda gesta í sundlaugunum í rauntíma Gleðilegt og gott vetrarfrí!

Vetrarfrí í Hafnarfirði

Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar mánudaginn og þriðjudaginn 22.-23. febrúar og víðar um land og sameiginlegur skipulagsdagur 24. febrúar. Af því tilefni er m.a. frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar. Heilsubærinn Hafnarfjörður býður börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt skemmtilegu bingói í vetrarfríinu en þar […]

Heiðdís hlýtur hvatningarverðlaun MsH 2021

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í fimmta sinn í gær við hátíðlega en lágstemmda athöfn í Hafnarborg. Heiðdís Helgadóttir fékk hvatningarverðlaunin að þessu sinni sérstaklega fyrir Listasmáskólann.  Sjá tilkynningu og fleiri myndir á vef Markaðsstofu Hafnarfjarðar  Við athöfnin voru einnig veitar viðurkenningar til fjögurra aðila fyrir starfsemi í þágu eflingar atvinnulífs og bæjaranda í Hafnarfirði. […]

Skráning leikskólabarna í sumarleyfi 2021

Leikskólar Hafnarfjarðar verða frá og með sumrinu 2021 opnir allt árið um kring. Markmið sumaropnunar er að koma til móts við óskir foreldra og auka möguleika á að foreldrar geti verið í sumarleyfi á sama tíma og börn þeirra. Sumarleyfistímabil leikskólabarna er frá 15. maí – 15. september ár hvert. Börn fædd 2015 sem fara […]

Upplýsingar vegna bólusetningar gegn COVID-19

Ítarlegar upplýsingar um bólusetningar og tölfræði vegna bólusetninga gegn Covid19 er að finna á vefnum covid.is eða hér. Þessi upplýsingasíða á Covid.is tekur breytingum eftir því sem nýjar upplýsingar berast um virkni og afhendingu bóluefna og framkvæmd bólusetninga. Best er að nálgast allar upplýsingar á covid.is Algengar spurningar og svör er að finna hér Bólusetning […]

G-vítamín: Frítt í sund 17. febrúar

Aukaskammtur G-vítamíns miðvikudaginn 17. febrúar: Frítt í sund um allt land!  Hafnarfjarðarbær býður í sund til að gefa Hafnfirðingum og vinum Hafnarfjarðar G-vítamín. Miðvikudaginn 17. febrúar bjóða sveitarfélög um allt land frítt í sund sem aukaskammt af G-vítamíni dagsins sem er „Hreyfðu þig daglega“. Að fara í sund, taka 100 metrana eðabara láta þreytuna líða […]

Öskudagurinn í Hafnarfirði 2021

Almannavarnir í samvinnu við Embætti landlæknis og Heimili og skóla gáfu nýlega út leiðbeiningar varðandi öskudaginn með hugmyndum um góðan og gleðilegan en öðruvísi Öskudag á farsóttartímum. Ljóst er að mun færri verslanir og vinnustaðir munu taka á móti syngjandi börnum þetta árið en verið hefur. Skertur skóladagur og öskudagsgleði innan skólanna Öskudagurinn í Hafnarfirði […]

Styrkir bæjarráðs – fyrri úthlutun 2021

Bæjarráð veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Úthlutun styrkja fer fram tvisvar á ári og nú er komið að fyrri úthlutun ársins í ár. Umsóknarfrestur er til 19. mars 2021. Umsækjendur […]

Við erum að ráða!

Fjölbreytni í mannauði og verkefnum Hafnarfjörður er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með um 30.000 íbúum og rúmlega 2000 einstaklinga við störf sem sinna fjölbreyttum verkefnum og þjónustu á um 70 starfsstöðvum víðs vegar um bæinn. Starfsfólk sem vinnur á sviði mennta og lýðheilsu, fjölskyldu- og barnamála, umhverfis- og skipulagsmála, þjónustu og þróunar, fjármála og við […]