Hingað kemur yndislegt og áhugavert fólk Posted janúar 26, 2021 by avista Lækur, athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda, flutti nýlega í Staðarberg 6. Þar er glæsilegt, hentugt og stórt húsnæði á einni hæð og því með betra aðgengi, líka fyrir hjólastóla og næg bílastæði fyrir framan. Bæjarblaðið Hafnfirðingur kíkti í heimsókn skömmu áður en von var á daglegum gestum og spjallaði við Brynju Rut Vilhjálmsdóttur, forstöðumann […]
Samkomulag um húsnæði fyrir nútímabókasafn Posted janúar 26, 2021 by avista Mikil fjárfesting í uppbyggingu á miðbæ Hafnarfjarðar Samkomulag á milli 220 Fjarðar og Hafnarfjarðarbæjar var undirritað á dögunum þess efnis að Hafnarfjarðarbær fái afhent til leigu eða kaups 1.200-1.500 m2 húsnæði undir nýtt bókasafn í nýjum miðbæjarkjarna sem mun rísa á Strandgötu 26-30 og tengjast núverandi Verslunarmiðstöð að Fjarðargötu 13-15. Fjárfestingarfélagið 220 Fjörður hyggst hefja […]
Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði að seljast upp Posted janúar 22, 2021 by avista Á árinu 2020 var úthlutað 24 lóðum í Skarðshlíðarhverfi undir 38 íbúðir og í 1. áfanga í Hamranesi 8 fjölbýlishúsalóðum fyrir alls 296 íbúðir. Allar einbýlishúsalóðir Skarðshlíðar eru seldar og hver að verða síðastur til að tryggja sér lóð undir sérbýli á svæðinu. Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær voru samþykktar umsóknir um 14 lóðir. […]
Forvarnarnám gegn sjálfsskaða og sjálfsvígum Posted janúar 21, 2021 by avista Forvarnarnám gegn sjálfsskaða og sjálfsvígum fyrir nemendur í grunnskólum Píetasamtökin , í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og samstarfsaðila í Litháen og á Írlandi, fengu nýlega 25 milljóna króna styrk í gegnum Erasmus+ menntaáætlun ESB til þess að yfirfæra og þróa áfram námsefni og reynsluprófa námskeið fyrir 13-14 ára ungmenni. Verkefnið hófst formlega í nóvember síðastliðnum. Verkfæri […]
Innritun nemenda í grunnskóla haustið 2021 Posted janúar 20, 2021 by avista Innritun nemenda í grunnskóla haustið 2021 Information in English (more languages available) Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2021 og er fyrsta viðmið um umsóknarfrest 1. febrúar. Grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar eru opnir öllum börnum óháð búsetu í bænum og eru foreldrar hvattir til að kynna […]
Bjóða öllum skólum landsins nýtt matstæki Posted janúar 19, 2021 by avista Þrjú sveitarfélög bjóða öllum skólum landsins nýtt matstæki þeim að kostnaðarlausu Frá haustdögum 2016 hafa sveitarfélögin Árborg, Hafnarfjörður og Reykjanesbær verið í faglegu samstarfi um þýðingu og staðfæringu á stöðumatstæki sem nýtist skólum til að leggja mat á námshæfni, þekkingu og reynslu nemenda af erlendum uppruna á þeirra tungumáli. Í lok ársins 2018 bættist síðan […]
Skrifað undir viljayfirlýsingu við Icelandair Posted janúar 14, 2021 by avista Hafnarfjarðarbær og Icelandair Group skrifa undir viljayfirlýsingu um framtíðaruppbyggingu í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær og Icelandair Group undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um framtíðaruppbyggingu á höfuðstöðvum Icelandair að Flugvöllum 1 í Hafnarfirði. Fyrirtækið er þegar með hluta starfsemi sinnar að Flugvöllum og ráðgerir flutning og þar með sameiningu starfsstöðva á höfuðborgarsvæðinu í síðasta lagi í lok árs 2023. […]
Styrkir til menningarstarfsemi Posted janúar 12, 2021 by avista Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 15. febrúar 2021. Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi og eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er […]
Takmarkanir á samkomum rýmkaðar frá 13.janúar Posted janúar 11, 2021 by avista COVID-19: Takmarkanir á samkomum rýmkaðar frá 13. janúar Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins frá 8. janúar 2021 Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda. Fjöldamörk í […]
Starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs laust til umsóknar Posted janúar 11, 2021 by avista Dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Kristinsdóttur í embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu frá og með 1. janúar 2021. Sigríður hefur starfað sem bæjarlögmaður Hafnarfjarðar frá árinu 2015 og sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs frá 2016 auk þess að vera staðgengill bæjarstjóra. Sigríður hefur látið af störfum hjá Hafnarfjarðarbæ og er staða sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar nú laus til umsóknar. Umsóknarfrestur […]