Opið fyrir umsóknir í vinnuskóla fyrir 18 ára og eldri

Fréttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir 18 ára og eldri.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir hjá Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir 18 ára og eldri. Vinnuskólinn leitar eftir duglegum og öflugum einstaklingum til starfa í sumar.

Störf flokkstjóra 21 árs og eldri (fæddir 2001 eða fyrr)

  • Flokksstjórar almennra hópa
  • Flokkstjórar morgunhóps, Hellisgerði, listahóps og jafningjafræðslu
  • Flokkstjórar hjá félögum

Sumarstörf fyrir 18 ára og eldri (fædd 2004 eða fyrr)

  • Aðstoðarflokkstjórar
  • Sumarstarfsmenn félaga
  • Starfsfólk í garðyrkju- og umhverfishópa
  • Sumarstarfsmenn hjá Hafnarborg, Byggðarsafni Hafnarfjarðar og Bókasafni Hafnarfjarðar
  • Almenn umsókn í ýmis störf


Sótt er um sumarstörf rafrænt á radningar.hafnarfjordur.is

Umsóknarfrestur er til 31. mars. Ekki er tekið á móti umsóknum eftir þann tíma.
Fyrirspurnir má senda á netfangið vinnuskoli@hafnarfjordur.is.

Ábendingagátt