Category: Fréttir

Austurgatan með söguskilti og sögugöngu í Wappinu

Nýtt söguskilti sem reifar sögu Austurgötunnar í Hafnarfirði var vígt við fámenna en góða athöfn á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga þann 17. júní síðastliðinn. Á sama tíma var sett í loftið ný og áhugaverð söguganga um Austurgötuna. Austurgötuhátíðin hefði átt 10 ára afmæli 17. júní en sökum samkomutakmarkana var hátíðinni frestað til 2021. Söguskiltið, sem stendur […]

Snyrtileikinn mikil hvatning

Hjá Hafnarfjarðarbæ stendur nú yfir árleg leit eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir snyrtileika og fegurð garða, gatna, opinna svæða og lóða í Hafnarfirði. Veittar eru viðurkenningar fyrir fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegustu stofnanalóðina eða atvinnusvæðið.  Senda inn tilnefningu í Snyrtileikann – bentu á þann sem þér þykir bestur Bæjarblaðið Hafnfirðingur ræddi á dögunum við […]

Sameiginlegur plokkdagur vinnuskólanna

Vinnuskóli Hafnarfjarðar og Vinnuskóli Kópavogs taka höndum saman og halda sameiginlegan plokkdag. Þriðjudaginn 7. júlí næstkomandi mun Vinnuskóli Hafnarfjarðar halda í samstarfi við Vinnuskóla Kópavogs sameiginlegan plokkdag. Þá ætla krakkar beggja vinnuskólanna að fara út að tína rusl eða að plokka eins og það er kallað. Hundruðir nemenda Vinnuskóla Hafnarfjarðar munu sjást víðsvegar um bæinn […]

Rafræn birting greiðsluseðla – nýtt fyrirkomulag

Allir greiðsluseðlar frá Hafnarfjarðarbæ verða frá og með 1. ágúst nk. eingöngu birtir rafrænt. Seðlarnir verða aðgengilegir undir netyfirliti / rafrænum skjölum í netbanka. Samhliða birtingu seðlanna stofnast krafa í netbanka. Frá 1. ágúst mun Hafnarfjarðarbær færa alla greiðsluseðla sveitarfélagsins á rafrænt form og þar með hætta prentun reikninga. Fyrst og fremst er ákvörðun tekin […]

Ferðagjöf til þín

Allir einstaklingar 18 ára og eldri hafa fengið Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. frá stjórnvöldum. Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar kórónuveirufaraldurs og efla þannig íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir á ferðalagi víðsvegar um landið. Fyrst þarf að sækja Ferðagjöfina með […]

Leiðbeiningar um heimsóknir vegna Covid19

Til að gæta fyllsta öryggis og í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp vegna innanlandssmita og mögulegrar hópsýkingar á höfuðborgarsvæðinu hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið að gefa út tilmæli um heimsóknir í þjónustuíbúðir fyrir aldraða, á hjúkrunarheimili og búsetukjarna fyrir fatlað fólk gagngert til að vernda okkar viðkvæmustu hópa. Fólk sem hefur verið erlendis á EKKI […]

Umsóknir um menningarstyrki

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 10. september. Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi og eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er að […]

Gæsluvöllur í Staðarhvammi opinn frá 8. júlí – 5. ágúst

Í sumar er starfræktur gæsluvöllur/róló við leikskólann Hvamm að Staðarhvammi 23. Gæsluvöllurinn verður opinn frá kl. 9 – 12 og 13 – 16 alla virka daga (lokað í hádeginu) frá 8. júlí – 5. ágúst. Gæsluvöllurinn er fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára (fædd 2014-2018). Í boði eru tvennskonar klippikort: 5 skipta klippikort […]

Hafnarfjarðarbær fær grænar greinar Orkusölunnar

Orkusalan kom færandi hendi á dögunum og afhenti Hafnarfjarðarbæ grænar greinar Orkusölunnar en verkefnið er fyrst og fremst hugsað til skemmtunar og vitundarvakningar. Grænu greinarnar koma frá gróðrarstöðinni Kjarr og er um að ræða 40 birkitré sem sveitarfélagið mun sjá um að gróðursetja á góðum stað. Væntanlegir íbúar á nýjum búsetukjarna í Hafnarfirði tóku á […]

Furðulegir fiskar á Flensborgarhöfn

Um 300 hafnfirsk dorgveiðibörn á aldrinum 6-12 ára munduðu veiðarfærin á Flensborgarhöfn í blíðviðrinu í dag og kepptust þar um að veiða furðulegasta fiskinn, stærsta fiskinn og flestu fiskana. Einn og sami fiskurinn reyndist bæði furðulegastur og stærstur. Vinningshafar fengu veiðistöng og bikar að gjöf fyrir aflann og árangurinn. Keppni sem á hug og hjörtu […]