Category: Fréttir

Umsóknir um menningarstyrki

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 10. september. Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi og eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er að […]

Gæsluvöllur í Staðarhvammi opinn frá 8. júlí – 5. ágúst

Í sumar er starfræktur gæsluvöllur/róló við leikskólann Hvamm að Staðarhvammi 23. Gæsluvöllurinn verður opinn frá kl. 9 – 12 og 13 – 16 alla virka daga (lokað í hádeginu) frá 8. júlí – 5. ágúst. Gæsluvöllurinn er fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára (fædd 2014-2018). Í boði eru tvennskonar klippikort: 5 skipta klippikort […]

Hafnarfjarðarbær fær grænar greinar Orkusölunnar

Orkusalan kom færandi hendi á dögunum og afhenti Hafnarfjarðarbæ grænar greinar Orkusölunnar en verkefnið er fyrst og fremst hugsað til skemmtunar og vitundarvakningar. Grænu greinarnar koma frá gróðrarstöðinni Kjarr og er um að ræða 40 birkitré sem sveitarfélagið mun sjá um að gróðursetja á góðum stað. Væntanlegir íbúar á nýjum búsetukjarna í Hafnarfirði tóku á […]

Furðulegir fiskar á Flensborgarhöfn

Um 300 hafnfirsk dorgveiðibörn á aldrinum 6-12 ára munduðu veiðarfærin á Flensborgarhöfn í blíðviðrinu í dag og kepptust þar um að veiða furðulegasta fiskinn, stærsta fiskinn og flestu fiskana. Einn og sami fiskurinn reyndist bæði furðulegastur og stærstur. Vinningshafar fengu veiðistöng og bikar að gjöf fyrir aflann og árangurinn. Keppni sem á hug og hjörtu […]

Þakklætisvottur frá bæjarlistamanni

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2020, Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur, kom færandi hendi á fund leikskólastjóra á dögunum og færði öllum deildum leikskóla Hafnarfjarðar bókagjöf, samtals 170 bækur. Það er einlæg ósk bæjarlistamannsins að bókagjafirnar verði upphaf eða áframhald á veglegu bókasafni inn á hverri deild leikskólanna. Tvær bækur að gjöf inn á allar deildir leikskóla Hafnarfjarðar  Bókagjöf […]

Fulltrúar framtíðarinnar heimsækja bæjarstjóra

Hefð hefur skapast fyrir því að útskriftarhópar leikskóla heimsæki bæjarstjóra með spurningar og vangaveltur um lífið og tilveruna. Þannig hafa hópar frá m.a. Arnarbergi og Hlíðarenda heimsótt bæjarstjóra, Rósu Guðbjartsdóttur, síðustu daga og vikur. Í þessum hópum leynast, að eigin sögn, löggur, tannlæknar, læknar, forsetar, vísindamenn, hjúkrunarfræðingar, kennarar, bæjarstjórar og ein sem á sér þann […]

Vinnuskólinn fær Grænfánann í þriðja sinn

Vinnuskóli Hafnarfjarðar hlaut viðurkenningu í þriðja sinn sem skóli á grænni grein og fékk Grænfánann afhentan við hátíðlega athöfn fyrir framúrskarandi árangur í umhverfismálum.  Þrír íslenskir vinnuskólar eru á grænni grein Árið 2019 setti Vinnuskóli Hafnarfjarðar sér það markmið að hætta alfarið notkun á einnota umbúðum og flokka betur úrgang. Nemendur í Vinnuskólanum og starfsmenn […]

Kjörstaðir – Polling stations – Lokale wyborcze

Hvar kýst þú? Kjörfundur í Hafnarfirði vegna forsetakosninganna 27. júní 2020 hefst kl. 9 og lýkur kl. 22. Kjörstaðir í Hafnarfirði eru Lækjarskóli, Sólvangsvegi 4 og Víðistaðaskóli, Hrauntungu 7. Aðkoma að Víðistaðaskóla er einnig frá Hraunbrún. Smelltu hér til að finna þína kjördeild Kjósendum ber að framvísa persónuskilríki á kjörstað. Kjósendum er einnig bent á […]

Endursmíði Krýsuvíkurkirkju fagnað

Í vikunni var verklokum og endursmíði Krýsuvíkurkirkju fagnað við hátíðlega athöfn í Tækniskólanum að Flatahrauni í Hafnarfirði en auk skólans hafa Vinafélag Krýsuvíkurkirkju og Þjóðminjasafn staðið að verkinu. Kirkjan brann árið 2010 og var þá í eigu Þjóðminjasafnsins sem fékk kirkjuna ásamt kirkjugarði, öðrum mannvirkjum tilheyrandi staðnum og landspildu umhverfis kirkjuna að gjöf frá bæjarstjórn […]

Skarðshlíðarskóli fær styrk frá Forriturum framtíðar

Forritarar framtíðarinnar hafa nú lokið úthlutun styrkja fyrir þetta ár og hlutu 29 grunnskólar styrki sem nema 9 milljónum króna. 1,5 milljón rann til námskeiða innan skólanna en 7,5 milljónir til kaupa á smærri tækjum í forritunar og tæknikennslu ásamt úthlutun á notuðum tölvubúnaði. Skarðshlíðarskóli í Hafnarfirði er einn þeirra skóla sem fékk styrk og […]