Category: Fréttir

Öryggi barna aukið með öflugri fræðslu og þjálfun

Námskeið um öryggi barna vel sótt af starfsfólki íþróttafélaganna Í samningum íþróttafélaga í Hafnar­firði við Hafnarfjarðarbæ er ákvæði um að þeir sem starfa í íþróttahreyfi­ngunni skulu sækja námskeið um barnavernd í boði sveitarfélagsins. Samið var við Barnaheill um að sjá um þetta námskeið í ár og fór rafrænt námskeið fram um miðjan mánuð. Hátt í […]

Skínum skært í vetur!

Endurskin eykur öryggi í umferðinni  Nú þegar dag er tekið að stytta er nauðsynlegt að minna á mikilvægi þess að vera með endurskinsmerki eða endurskin á fatnaði og gott ljós á öllum farartækjum. Endurskinsmerki á fötum og ljós á hjólum auka öryggi og sýnileika og skipta miklu máli í þeim aðstæðum sem skapast yfir vetrarmánuðina, […]

Íþróttastarf barna og ungmenna – næstu skref

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við ÍSÍ og almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hafa tekið þá ákvörðun um að heimila börnum fædd 2004 og eldri að hefja æfingar í íþróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og félaganna frá og með 26. október n.k. Íþrótta- og tómstundastarf og sundkennsla barna fædd 2005 og síðar mun hefjast 3. nóvember næstkomandi. Tilgangur aðgerða […]

Jólabærinn Hafnarfjörður klæðir sig í jólafötin

Jólabærinn Hafnarfjörður er á leiðinni í jólafötin þessa dagana og hefur unnið að verkefninu síðustu daga og mun halda því áfram fram að jólum. Ákveðið var að setja jólaljósin snemma upp í ár í ljósi alls og eru íbúar hér með hvattir til að gera slíkt hið sama. Nú þegar hafa jólaljós verið sett upp […]

Njótum útivistar í vetrarfríinu

Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar fimmtudaginn og föstudaginn 22.-23. október og víðar um land. Söfn og sundlaugar í Hafnarfirði, líkt og á öllu höfuðborgarsvæðinu, eru lokuð og standa því ekki fyrir fjölbreyttri dagskrá eins og oft áður en bjóða þess í stað fram skemmtilegar hugmyndir til að njóta útivistar í vetrarfríinu. Ferðumst innanhúss og upplifum […]

Börnin skapa og skemmta sér á Bóka- og bíóhátíð

Hafnfirskir skólar eru að fara öðruvísi og skapandi leiðir við framkvæmd verkefna í tengslum við Bóka- og bíóhátíð barnanna í ár en hátíðin stóð yfir síðustu vikuna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Hátíðin í ár einkennist ekki síst af skapandi hugsun og öðruvísi skemmtiheitum sem kallað hefur m.a. á aukið samstarf milli bekkja og frístundaheimila […]

Covid19: Áfram takmarkanir til og með 10. nóvember

COVID 19: Reglugerðir um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi 20. október Reglugerðir heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi þriðjudaginn 20. október hafa verið staðfestar og verða birtar í Stjórnartíðindum í dag 19. október. Reglugerðirnar gilda til og með 10. nóvember. Annars vegar er ný reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og hins vegar breyting á […]

Fræðslugátt Menntamálastofnunar opnuð

Menntamálastofnun hefur opnað fræðslugátt. Á vefnum er að finna rafrænt námsefni Menntamálastofnunar, upplýsingar um efni á vegum RÚV og annað efni sem nýst getur skólasamfélaginu. Stuðningur við kennara, skóla og heimili  Vefurinn er fyrst og fremst hugsaður sem stuðningur við kennara og skóla sem nú takast á við krefjandi aðstæður vegna takmarkana á skólahaldi. Foreldrar […]

Sundlaugar og söfn lokuð áfram

Uppfært 22. október 2020: Ákveðið var á fundi 21. október 2020 með fulltrúum allra íþrótta- og tómstundamálasviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólki almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, að meistaraflokkar og afreks hópar sem og afreksfólk í einstaklingsgreinum geti hafið æfingar í íþróttamannvirkjum á vegum sveitarfélaganna og félaganna. Þetta er afmarkað með þeim skilyrðum sem reglugerð heilbrigðisráðherra frá 19. […]

Söfnum og sáum birkifræi meðan fræ er að finna

Í haust er biðlað til landsmanna að safna birkifræi og dreifa á völdum, beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Skógræktin og Landgræðslan hafa tekið höndum saman um þetta átak og óska eftir stuðningi landsmanna við að breiða birkiskóga landsins út. Formlega hófst söfnunin á degi íslenskrar náttúru þann 16. september sl. en söfnunin stendur svo lengi […]