Category: Fréttir

Tónagull – tónlistarsmiðjur á pólsku í vetur

Í samstarfi við Tónagull, verður boðið upp á vikulegar tónlistarsmiðjur í Hafnarborg fyrir pólskumælandi börn og foreldra í vetur, frá og með sunnudeginum 19. september. Látum pólska vini okkar vita! Tónagull er tónlistarnámskeið fyrir fjölskyldur sem stofnað var árið 2004 af Helgu Rut Guðmundsdóttur, tónmenntakennara. Markmið námskeiðanna er að mæta þörfum ungbarna, 0-3 ára, auk […]

Opið fyrir umsóknir í Jólaþorpið

Undirbúningur jólanna í Hafnarfirði hefst með opnun umsókna í Jólaþorpið   Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði 2021. Sem fyrr vill Jólaþorpið fá til liðs við sig einstaklinga, samtök og fyrirtæki sem hafa til sölu gæðavöru á góðu verði og fjölbreytt úrval varnings með loforði um líf og jólafjör í sölubásnum. […]

Myndin af Maríu – vertu með í að endurskapa listaverk

Heitirðu María? Býrðu í Hafnarfirði? Hefurðu áhuga á að vera með í listaverki? Um þessar mundir vinnur Hafnarborg að uppsetningu yfirlitssýningarinnar, Lengi skal manninn reyna, þar sem sýnd verða verk eftir listamanninn Þorvald Þorsteinsson (1960-2013). Á sýningunni stendur til að endurskapa eitt verka listamannsins, Myndina af Maríu, sem Þorvaldur sýndi fyrst á sýningu í Listasafninu […]

COVID-19: Tilslakanir frá og með 15. september

COVID-19: Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá og með 15. september Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum á fundi ríkisstjórnar í morgun, en þær eru í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis. Reglugerð þessa efnis tekur gildi 15. september og gildir til 6. október. Almennar fjöldatakmarkanir verða auknar í 500 manns og á hraðprófsviðburðum verður unnt að hafa allt […]

Amerískur fótbolti vinsæll í Hafnarfirði

Ný íþrótt kynnt með heimsóknum í alla grunnskóla Hafnarfjarðar haustið 2021 Áhugamannaliðið Einherji hefur spilað amerískan fótbolta í fullorðins flokki síðan árið 2013. Vorið 2021 ákvað liðið að fara af stað með það verkefni að halda í fyrsta skipti á Íslandi mót í amerískum fótbolta fyrir aldurshópinn 13-17 ára. Með styrk frá Hafnarfjarðarbæ og Heilsubænum […]

Endurbætur og endurnýjun stétta í eldri hverfum

Í lok maí 2021 samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar áætlun um eftirfylgni og áframhaldandi aðgerðir vegna Covid19 fyrir sumarið 2021. Þessi ákvörðun og aðgerðir tóku m.a. til ígjafar í endurnýjun, endurbætur, viðhald og frágang í kjölfar framkvæmda bæði í eldri og nýrri hverfum sveitarfélagsins. Í heild 340 milljónir króna til viðbótar við fjárhagsáætlun ársins í viðhalds- og […]

Frístundahúsalóð í Sléttuhlíð

Laus er til úthlutunar frístundahúsalóð (merkt B7) í Sléttuhlíð sem er frístundabyggð í landi Hafnarfjarðar. Lóðarverð er 6.497.500.- miðað við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2021. Lóðarverð miðar við 100 fermetra sem er hámark leyfilegra byggða fermetra miðað við gildandi deiliskipulag í Sléttuhlíð. Úthlutunarskilmálar Helstu upplýsingar um lóð Stærð lóðar er 3815m2 Hámarksbyggingarmagn á lóð er […]

Seinni bólusetning 12-15 ára barna

Nú í september verður boðið upp á bólusetningu nr. 2 gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Forráðamaður þarf að fylgja barni í bólusetninguna eða senda staðgengil 18 ára eða eldri með umboð. Börnum í 7. bekk sem verða 12 ára eftir 1. september býðst bólusetning síðar í haust. Á höfuðborgarsvæðinu verður bólusett í […]

Ertu í atvinnuleit? Komdu að starfa með okkur!

Ertu í atvinnuleit? Komdu að starfa með okkur! Yfirlit yfir öll laus störf hjá sveitarfélaginu Á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu hverju sinni. Um er að ræða framtíðarstörf í einhverjum tilfellum, fullt starf eða hlutastörf sem tilvalin eru með skóla. Einnig jafnvel störf […]

Úthlutun lóðar við Hjallabraut 49

Í sumar auglýsti Hafnarfjarðarbær lóðina Hjallabraut 49 til sölu undir nýja byggð sérbýlishúsa í norðurbæ Hafnarfjarðar. Alls bárust sjö tilboð í lóðina sem auglýst var með lágmarksverðið kr. 98.000.670.- Lægsta boð í lóðina reyndist 103,4 milljónir króna og það hæsta 203 milljónir króna. Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær var ákveðið að ganga til samninga við hæstbjóðenda […]