Category: Fréttir

Upplýsingar um íþróttastarf á vegum sveitarfélaganna

Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa lagt áherslu á að stöðva íþróttir og líkamsrækt á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær vikurnar til að koma í veg fyrir hópamyndun, nánd og blöndun aðila úr ólíkum áttum sem eykur líkur á dreifingu smits og hugsanlega auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Allt íþróttastarf innandyra á vegum sveitarfélaganna stöðvað   Skóla- og íþróttasvið allra […]

Söfnin lokuð til 19. október

Söfn Hafnarfjarðarbæjar; Byggðasafn Hafnarfjarðar, Bókasafn Hafnarfjarðar og Hafnarborg, verða lokuð frá og með 8. október til og með 19. október í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid19 faraldursins og öllum viðburðum hefur verið frestað eða aflýst. Starfsfólk mun nýta tímann til að huga að safneign, breytingum og öðru innra starfi á meðan og hlakkar til að […]

COVID19: Áhrif hertra aðgerða á þjónustu bæjarins

Efni uppfært 7. október 2020 í takti við enn hertari aðgerðir.  Heilbrigðisráðherra staðfesti nú um helgina nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi sem kveða á um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID19. Þessar reglugerðir tóku gildi frá og með miðnætti aðfaranótt 5. október og miðnætti aðfaranótt 7. október og gilda til […]

COVID-19: Hertar sóttvarnaaðgerðir

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og tóku þær gildi frá og með miðnætti 7. október. Samkomutakmarkanir sem kynntar voru í fyrradag gilda óbreyttar annars staðar á landinu. Gildistími þessara takmarkana er til og með 19. október. Með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavog. […]

Áhersla lögð á svörun í síma, með netspjalli og tölvupósti

Notum rafrænar leiðir í samskiptum við sveitarfélagið þessa dagana Í ljósi neyðarstigs almannavarna sem nú er í gildi vegna COVID-19 veirunnar eru íbúar og aðrir viðskiptavinir sem eiga erindi í þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6 og þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2 hvattir til að senda tölvupóst á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is, spjalla við starfsfólk í netspjalli af vef […]

Lokað í sundlaugum frá og með 7. október

Tilkynning uppfærð miðvikudaginn 7. október Hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi á miðnætti 7. október fela m.a. í sér lokun á sundlaugum og baðstöðum. Sundlaugar Hafnarfjarðar, sem lokaðar voru í dag miðvikudaginn 7. október meðan beðið var eftir efni og innihaldi nýrrar reglugerðar, verða því áfram lokaðar. Gildistími takmarkana er til og með 19. […]

COVID-19: Breyttar reglur um takmarkanir og skólahald

COVID-19: Breyttar reglur um samkomutakmarkanir og skólahald Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins  Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi sem kveða á um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og tóku þær gildi á miðnætti, aðfaranótt 5. október. Eftirfarandi er samantekt um helstu breytingar, m.a. um undanþágur frá hámarksfjölda […]

Dagdvöl á Sólvangi opnuð á ný

Dagdvöl á Sólvangi var opnuð í gær eftir miklar endurbætur á húsnæðinu og er óhætt að segja að notendur þjónustunnar hafi mætt glaðbeittir til leiks að nýju eftir ansi langa fjarveru. Dagdvölinni var upphaflega lokað vegna Covid19 faraldursins í byrjun mars og í framhaldinu farið af stað með viðamiklar endurbætur á fyrstu hæð í eldri […]

Tækniskóli og Flensborgarskóli fá Gulleplið 2020

Tækniskólinn og Flensborgarskólinn í Hafnarfirði fengu í dag afhentar viðurkenningar Gulleplisins 2020 fyrir framúrskarandi heilsueflingarstarf í framhaldsskólum. Tækniskólinn fékk Gulleplið sjálft en Flensborgarskólinn heiðursverðlaun fyrir að hafa unnið ötullega að heilsueflingu innan skólans síðustu tíu árin.  Það er Embætti landlæknis sem veitir viðurkenningarnar. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, var viðstödd viðurkenningahátíðina og fjallaði í ræðu sinni […]

Hjarta Hafnarfjarðar og Hafnarborg í bleiku ljósi

Bleikur október er genginn í garð. Hafnarfjarðarbær hefur í gegnum árin sýnt átakinu stuðning með því að lýsa upp falleg hús, verk eða veggi í bleikum lit. Í ár urðu hjarta Hafnarfjarðar við enda Strandgötunnar og Hafnarborg fyrir valinu.  Bleika slaufan – átaksverkefni Krabbameinsfélagsins Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein íslenskra kvenna. Á aðeins 50 árum hafa […]