Category: Fréttir

Vélræn flokkun fyrir plast í pokum hefst á ný

Prófanir á nýjum vinnslulínum í móttökustöð eru nú í fullum gangi og verða þær komnar í fullan rekstur á næstu dögum. Því geta íbúar í þeim sveitarfélögum sem skila plasti í pokum með heimilissorpi aftur farið að nýta þann möguleika. Þetta nær m.a. til íbúa í Hafnarfirði.  Nýjar vinnslulínur í móttöku- og flokkunarstöðinni munu samtals […]

Fyrirtæki vikunnar hjá MsH

Nýtt framtak hjá Markaðsstofu Hafnarfjarðar  Aðildarfyrirtæki Markaðsstofu Hafnarfjarðar eru úr öllum hverfum bæjarins, þau eru stór og smá og stunda afar fjölbreytta starfsemi. Markaðsstofan vill kynnast fyrirtækjunum betur og leyfa öðrum að gera slíkt hið sama. Vikulega verður því dregið út eitt fyrirtæki til kynningar.  Vikulega ætlar Markaðsstofan því að draga út eitt fyrirtæki, heimsækja […]

30 klst heitavatnslokun á höfuðborgarsvæðinu

Lokað verður fyrir heita vatnið á hluta höfuðborgarsvæðisins frá kl. 2:00 aðfaranótt þriðjudagsins 18. ágúst til kl. 9:00 miðvikudaginn 19. ágúst n.k. Lokunin, sem mun vara í um 30 klukkustundir, nær til Hafnarfjarðar, hluta Garðabæjar, efri byggða Kópavogs og Norðlingaholts í Reykjavík. Gera má ráð fyrir algjöru heitavatnsleysi á umræddum svæðum á meðan lokun stendur. Ástæða lokunarinnar er að verið […]

Nýjar reiknivélar gera gjaldskrá gegnsærri

Í sumar hafa þrjár nýjar reiknivélar litið dagsins ljós sem allar hafa það að markmiði að gera gjaldskrá Hafnarfjarðarbæjar aðgengilegri og skiljanlegri fyrir íbúa. Þegar hafa verið settar í loftið reiknivélar fyrir leikskólagjöld, frístundaheimili og fasteignagjöld.  Framkvæmdin er liður í því að bæta og þróa þjónustu sveitarfélagsins með það fyrir augum að leysa sem flest […]

Takmarkanir á þjónustu sundlauga í samkomubanni

Í dag 31. júlí á hádegi taka gildi hertar aðgerðir vegna Covid-19 sem standa í í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Þessar aðgerðir hafa í för með sér breytingar á ýmissi þjónustu sveitarfélagsins m.a. í sundlaugum. Helstu aðgerðir stjórnvalda fela m.a. í sér: Takmörkun á fjölda sem kemur saman miðast við 100 einstaklinga. Börn […]

Viðbragðsstaða vegna Covid-19

<<English below>> Í kjölfar ákvörðunar yfirvalda um hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi frá og með hádegi 31. júlí 2020 hefur Hafnarfjarðarbær farið yfir þjónustu sína í samræmi við viðbragðsáætlanir. Þjónusta sveitarfélagsins helst í megin dráttum óbreytt en vinnulag verður sniðið að nýjum samkomutakmörkunum. Starfsfólk er hvatt til að huga vel að sínum einstaklingsbundnu sóttvörnum og […]

Strandblakvöllur á Víðistaðatún

Í sumar hefur verið unnið við ýmsar framkvæmdir á Víðistaðatúni en túnið er vinsælasta útivistarsvæði Hafnfirðinga innan byggðar. Aðsókn þangað hefur vaxið  mikið undanfarin ár með auknum afþreyingarmöguleikum svo sem endurbættu leiksvæði, útigrillaðstöðu, ærslabelg, aparólu, endurbótum á tennisvelli og frisbígolfvelli. Nýjasta viðbótin á Víðistaðatúni er uppsetning á strandblakneti á sandvellinum og endurnýjun á sandi þannig […]

Sumarhátíð Vinnuskólans

Sumarhátíð Vinnuskóla Hafnarfjarðar fór fram fimmtudaginn 23. júlí í blíðskaparveðri þar sem voru saman komin á fjórða hundrað ungmenni á Víðistaðatúni. Í Vinnuskólanum í ár störfuðu um 600 ungmenni í 8. til 10. bekk í almennum hópum en hlutverk þeirra er að sjá um beða- og ruslahreinsun ásamt almennri garðvinnu. Gert var út frá átta […]

Samningur undirritaður um skóla- og frístundaakstur

Föstudaginn 17. júlí undirrituðu Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, og Pálmar Sigurðsson frá Hópbílum hf.  nýjan samning um skóla- og frístundaakstur í framhaldi af útboði þar sem Hópbílar voru lægstbjóðendur.  Í samningnum felst skólaakstur fyrir grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar, akstur fyrir grunnskólabörn í sérdeildum og frístundaakstri fyrir frístundaheimili Hafnarfjarðarbæjar. Horft er sérstaklega til öryggis farþega og bílstjóra með notkun […]

Fyrst sveitarfélaga með endurvottun á jafnlaunakerfi

Enn á ný sýna niðurstöður úttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar áframhaldandi jákvæða þróun í átt að launajafnrétti innan sveitarfélagsins. Óútskýrður launamunur er ekki lengur til staðar og frávik minnka enn frekar milli úttekta, er nú 0,1%, konum í dag. Hafnarfjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá endurvottun á jafnlaunakerfi en árið 2017 var bærinn […]