Category: Fréttir

Ráðgjöf sem hefur bein áhrif á lífsgæði

Á Íslandi eru skv. Hagstofu Íslands um 1100-1200 skilnaðir á ári að meðaltali og má áætla að í Hafnarfirði séu rúmlega 100 skilnaðir á ári. Hafnarfjarðarbær býður upp á skilnaðarráðgjöf frá og með 1. júní 2020, en um er að ræða samstarf Hafnarfjarðarbæjar og félagsmálaráðuneytisins sem ber yfirskriftina Samvinna eftir skilnað (SES) .  Bæjarblaðið Hafnfirðingur […]

Einblína á styrkleika í starfinu

Sú hefð var tekin upp fyrir um fjórum árum á leikskólanum Álfasteini á Holtinu að við útskrift fá nemendur rós og fjörustein sem áletraður er með styrkleikum hvers og eins barns. Þessi fallega hugsun var einnig færð yfir til starfsfólks, því í stað hefðbundinna starfsmannaviðtala eiga sér stað styrkleikasamtöl starfsfólks og skólastjórans, Ingu Líndal Finnbogadóttur.  […]

Fjölgun barna innflytjenda í frístundastarfi

Félagsmálaráðuneyti úthlutaði á dögunum styrkjum til 20 verkefna úr þróunarsjóði innflytjendamála. Þróunarsjóðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2007 og hefur árleg fjárveiting alla jafna verið 10 m.kr. Í ár var sérstök áhersla lögð á að styrkir yrðu veittir til verkefna í þágu barna og ungmenna. Alls bárust 72 umsóknir í ár fyrir samtals um 169 […]

Viðurkenning fyrir faglegt framlag til 25 ára

Hafnarfjarðarbær veitir starfsfólki sínu sérstaka viðurkenningu þegar það hefur náð ákveðnum starfsaldri. Fimmta árið í röð er viðurkenningarhátíð haldin í Hafnarborg og fengu þar sex starfsmenn á sviði mennta og lýðheilsu viðurkenningu fyrir 25 ára faglegt framlag og störf í þágu bæjarins. Á 15 ára starfsafmæli efnir deild, skóli eða stofnun til kaffisamsætis fyrir viðkomandi […]

Hvað finnst þér um Mínar síður?

Þessa dagana stendur yfir vinna við kortlagningu og greiningu á Mínum síðum Hafnarfjarðarbæjar með það fyrir augum að efla og styrkja þjónustuvefinn enn frekar. Mínar síður er rafræn þjónusta og heimasvæði íbúa sveitarfélagsins sem veitir m.a. aðgang og yfirlit yfir þau mál sem í vinnslu eru, yfirlit yfir gjöld og styrki og umsóknir um hvers […]

Hafró formlega flutt til Hafnarfjarðar

Við bjóðum starfsfólk og gesti Hafrannsóknarstofnunar velkomna til Hafnarfjarðar! Hafrannsóknarstofnun (Hafró) er flutt til Hafnarfjarðar. Samningur um nýtt húsnæði var undirritaður í febrúar 2018 og fyrsta skóflustungan tekin í mars sama ár. Nú fyrir helgi var húsnæðið að Fornubúðum 5 opnað formlega með táknrænum hætti þar sem forseti Íslands, sjávarútvegsráðherra, ráðuneytisstjóri, forstjóri, starfsfólk stofnunarinnar og […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2020 er farinn af stað!

Ratleikur Hafnarfjarðar , ævintýraleikur fyrir alla, unga sem aldna, er nú farinn af stað í 23. sinn og stendur fram í september. Voru fyrstu ratleikskortin afhent forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni og Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra sl. föstudag sem tákn um að leikurinn væri hafinn. Markmið með leiknum er að hvetja til útivistar og náttúruskoðunar […]

34 nýjar hesthúsalóðir lausar til úthlutunar

Hesthúsalóðir á athafnasvæði Sörla lausar til úthlutunarReiðvegasvæði Sörla er með því besta og fallegasta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu Hafnarfjarðarbær auglýsir hesthúsalóðir á athafnasvæði Hestamannafélagsins Sörla við Fluguskeið og Kaplaskeið lausar til úthlutunar. Lóðirnar eru mismunandi að stærð, sú minnsta 452,2 m2 og sú stærsta 1.909,3 m2 með rými fyrir 8-48 hesta. Breytt deiliskipulag sem samþykkt […]

Komdu ábendingum þínum á framfæri!

Ný ábendingagátt fyrir Hafnarfjarðarbæ var sett í loftið í mars 2020 og eru þegar farnar að berast hátt í 150 ábendingar á mánuði hverjum frá áhugasömum íbúum sem umhugað er um umhverfi sitt og bæinn í heild. Allar ábendingar fara í ákveðið ferli á viðeigandi sviði allt eftir efni og eðli þeirra. Sumar ábendingar er […]

Skref í átt að hágæðasamgöngum

Stjórn Strætó bs. og Hafnarfjarðarbær samþykktu í fyrra breytingar á leiðanetinu innan sveitarfélagsins sem munu taka gildi 14. júní. Um er að ræða fyrsta áfanga í hinu stóra Borgarlínuverkefni og spilar leið 1 þar stóran þátt, sem hefst og endar á Völlunum.  Bæjarblaðið Hafnfirðingur ræddi við Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóra Strætó bs.  „Þetta er fyrsta Borgarlínubreytingin […]