Category: Fréttir

Verkefni sem örva félagsstarf og heilsueflingu fullorðinna

Heimaþjálfun, námskeið í notkun snjalltækja og hvatning og fylgd í félagsstarfi Hafnarfjarðarbær fékk á dögunum 5.640.000.- kr. styrk frá félagsmálaráðuneyti í átaksverkefni yfirvalda sem miðar að því að örva félagsstarf og heilsueflingu fullorðinna. Verður styrkurinn nýttur til að auka og efla félagsstarf og stuðningsþjónustu við eldri borgara í Hafnarfirði umfram hefðbundið félagsstarf og þjónustu. Lögð […]

Blásarafornám í stað blokkflautukennslu

Yngri lúðrasveitin orðin 35 barna sveit Breytingar sem gerðar voru á seinna ári forskólans í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar haustið 2019 hafa orðið til þess að aðsókn í blásaradeild skólans að forskólanámi loknu hefur aukist til muna. Forskólinn breyttist í blásarafornám þar sem nemendur læra á blásturshljóðfæri í litlum hópum í stað hefðbundinnar blokkflautukennslu bæði í húsnæði […]

Hamarinn fær hvatningarverðlaun Samfés

Hamarinn ungmennahús Hafnarfjarðar fékk Hvatningarverðlaun Samfés fyrir verkefnið sitt ,,Liggur þér eitthvað á hjarta?“ sem snýst um að veita ungu hafnfirsku fólki greiða og skjóta þjónustu að ráðgjöfum frá Berginu headspace, Samtökunum 78 og sálfræðiþjónustu. Sex verkefni voru valin úr miklum fjölda frábærra verkefna og tilnefninga. Verkefni Hamarsins var eitt þeirra og þykir verkefnið vera […]

Styrkur til dagsferða með fylgdarlausum ungmennum

Hamarinn og Rauði krossinn Youth Club fengu styrk frá Æskulýðssjóði til að fara í a.m.k sex dagsferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið með fylgdarlaus ungmenni sem hér eru stödd í leit að hæli og með hópi af hafnfirskum ungmennum. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa ungu fólki tækifæri til að kynnast sín á milli, njóta saman […]

Hættustig vegna gróðurelda

Í ljósi þess að hættustig ríkir á höfuðborgarsvæðinu vegna hættu á gróðureldum sendir aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins frá sér eftirfarandi tilkynningu. Öll meðferð elds bönnuð á svæðinu Vegna þurrka og hættu á gróðureldum í Heiðmörk og öðrum gróðursvæðum á höfuðborgarsvæðinu er öll meðferð elds bönnuð á svæðinu. Send verða SMS skilaboð á fólk sem fer inn í […]

Hlaðvarpið VITINN – Bjartir dagar í allt sumar

Vitinn, hlaðvarp Hafnarfjarðarbæjar, hefur lengið í dvala samhliða samkomutakmörkunum en með hækkandi sól og aukinni von um frekari afléttingar þá heldur vegferð Vitans áfram. Vitinn er áhugaverð og spennandi leið í upplýsingagjöf til íbúa og allra þeirra sem áhugasamir eru um sveitarfélagið, viðfangsefni þess, verkefni og þjónustu. Hlaðvarpið opnar á ítarlegri umfjöllun um einstaka verkefni, […]

Spennandi sumarstörf fyrir námsmenn – nokkur dæmi

Fjölbreytt störf verða í boði hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2021 fyrir námsfólk sem hefur verið í námi á vorönn 2021 eða er skráð í nám á haustönn 2021. Um er að ræða sumarstörf sem tengjast aðgerðum stjórnvalda og miða að því að stuðla að virkni og framtíðarsókn fyrir íslenskt atvinnulíf. Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í verkefninu […]

Aðalgötur í Hafnarfirði háþrýstiþvegnar

Vorsópun á götum innan hverfa í Hafnarfirði er nú lokið en sópun á stéttum og göngustígum stendur enn yfir. Sópun og háþrýstiþvottur á aðalgötum Hafnarfjarðarbæjar hófst í síðustu viku og mun ljúka í vikunni. Þannig er unnið hörðum höndum að því að stuðla að hreinna umhverfi og betri loftgæðum. Háþrýstiþvottur á aðalgötum er nýjung hjá […]

Covid19: 50 manns og fleiri tilslakanir frá 10. maí

Fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns, sund- baðstaðir og líkamsræktarstöðva mega taka á móti 75% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, hámarksfjöldi þátttakenda í íþróttum og sviðslistum verður 75 í hverju hólfi eða á sviði og hámarksfjöldi gesta á sitjandi viðburðum fer úr 100 í 150 manns. Þá verður opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund. Einnig verða […]

Viktoría frá Vitanum kom, sá og sigraði Samfés 2021

Uppfært 11. maí 2021 Þrír hafnfirskir nemendur kepptu fyrir hönd sinna félagsmiðstöðva í söngkeppni Samfés sem haldin var í gær og sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Viktoría Tómasdóttir, nemandi í 10. bekk í Lækjarskóla, stóð uppi sem sigurvegari keppninnar í ár. Hún söng lagið Seven Nation Army með hljómsveitinni The White Stripes og spilaði […]