Category: Fréttir

Skipi Hafró siglt að Háabakka í fyrsta sinn

Árna Friðrikssyni RE 200, einu af rannsóknarskipum Hafrannsóknarstofnunar, var siglt að Háabakka við Fornubúðir fyrr dag. Um var að ræða tilraun með að leggjast að hafnarbakkanum, áður en full starfsemi Hafrannsóknarstofnunar hefst í vor. Einmuna blíða var þegar Árni Friðriksson lagðist að bryggju. Rannsóknarskipið er 20 ára gamalt, tæplega 70 metra stálskip og 670 nettótonn […]

Viðskiptahugmynd fyrir hús í hjarta Hafnarfjarðar?

Lumar þú á góðri viðskiptahugmynd fyrir hús í hjarta Hafnarfjarðar?  Hafnarfjarðarbær auglýsir Vesturgötu 8 til leigu. Áhersla er lögð á að starfsemi í húsinu styrki miðbæ Hafnarfjarðar og auki enn frekar aðdráttarafl hans. Húsið er staðsett við torg Byggðasafns Hafnarfjarðar og býður staðsetning upp á mikla möguleika. Vesturgata 8 – frábært tækifæri í hjarta Hafnarfjarðar […]

Hraun-vestur, reitur ÍB2

Hraun-vestur, reitur ÍB2. Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013– 2025. Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 31.01 2020 var eftirfarandi bókun gerð: Lögð fram ný skipulagslýsing dags. 29.1.2020 vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Breytingin nær til 10 ha. reits í Hraunum-vestur sem afmarkast af Flatahrauni, Hjallahrauni, Reykjavíkurvegi og athafnasvæði AT1 að vestanverðu. Land- […]

Gleðilegan öskudag!

Gleðilegan öskudag! Það hefur verið góður og gleðilegur siður að halda öskudaginn hátíðlegan  í Hafnarfirði enda fátt skemmtilegra en að klæða sig upp í alls konar búninga og skemmta sér. Fyrir okkur fullorðna fólkið er afar ánægjulegt að sjá þessa litlu og aðeins stærri gullmola syngja og leika sér, sér og öðrum til mikillar gleði […]

Ráðleggingar vegna ferðalaga til Norður-Ítalíu og Tenerife

Staðfestum tilfellum COVID-19 kórónaveirunnar utan Kína hefur fjölgað undanfarna daga. Þar á meðal í Evrópu þar sem tilfelli á Norður-Ítalíu nálgast á þriðja hundrað. Grunur leikur á að eitt tilfelli hafi komið upp á Tenerife á Spáni en endanleg staðfesting á því liggur ekki fyrir. Sóttvarnalæknir varar við ástæðulausum ferðalögum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu en […]

Lokun á Strandgötu sunnan Reykjanesbrautar

Dagana 25. – 28. febrúar, milli kl 10-16, mun verktaki loka Strandgötu sunnan Reykjanesbrautar vegna framkvæmda. Hjáleiðir eru um Krýsuvíkurgatnamót og Kaldárselsveg.

Hljóðön – Íslensku tónlistarverðlaunin 2020

Hljóðön – sýning tónlistar, sem stóð yfir í Hafnarborg 26. janúar–3. mars síðasta árs, hefur hlotið tilnefningu sem tónlistarviðburður ársins (einstakir tónleikar) í flokki sígildrar og samtímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum 2020. Í rökstuðningi dómnefndar um sýninguna segir: „Spennandi og frumleg sýning með áhrifaríkum upphafstónleikum. Hér var unnið með samspil tónlistar og rýmis og flutningur Jennifer […]

Þetta er besti dagurinn í lífinu!

Nýverið fór fram Grunnskólahátíð Hafnarfjarðar, þar sem um það bil 800 unglingar mættu, dönsuðu og skemmtu sér án nokkurra vandkvæða og voru til mikillar fyrirmyndar. Sara Pálmadóttir og Sigmar Ingi Sigurgeirsson verkefnastjórar hátíðarinnar, eru einnig deildarstjórar tveggja af níu (með NÚ) tómstundamiðstöðva grunnskólanna í Hafnarfirði. Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti þau á dögunum og spjallaði um hátíðina.  […]

Menning og listir eru heilsueflandi

Verkefnið Heilsueflandi samfélag hefur staðið yfir í Hafnarfirði í fimm ár með ýmsum áherslum. Oft er talað um að menning skipti máli og Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, menningar- og listamiðstöðvar Hafnarfjarðar, kynnti sér verkefni í tengslum við heilsueflandi menningu. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hafði gefið út skýrslu þar sem tíundað er hvaða heilsufarslegu kosti menning hefur […]

Gönguskíðabrautir á Hvaleyrarvelli

Komdu á gönguskíði í heimabyggð! Það viðrar vel til vetraríþrótta þessa dagana og nú hefur Golfklúbburinn Keilir í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ lagt tvo gönguskíðaslóða á Hvaleyrarvelli. Búið er að slóða tvo hringi, einn stuttan slóða á fyrri 9 (hrauninu) og annan lengri á Hvaleyrinni. Ekki er hægt að leggja lengri brautir að svo stöddu þar […]