Category: Fréttir

Lokun á frárein frá Reykjanesbraut að Krýsuvíkurvegi

Vegna vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar (41) í gegnum Hafnarfjörð þarf að loka suðvestur frárein við Krýsuvíkurgatnamót. Um er að ræða frárein frá Reykjanesbraut úr vestri að Krýsuvíkurvegi. Gera má ráð fyrir að frárein verði lokuð frá og með morgundeginum 26. nóvember eftir morgunumferð. Umferð verður beint um hjáleið um Strandgötu og Ásbraut. Ráðgert er að […]

Mikil lífsgæði að lifa og starfa í sama bæ

Guðrún Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar, er fæddur Gaflari en fluttist ung til Keflavíkur þar sem hún er búsett í dag. Stefnan er tekin á að flytja aftur til Hafnarfjarðar fyrr en síðar og fjölskyldan er meira að segja búin að finna sér hverfið sem hún vill búa í. Guðrún er viðmælandi vikunnar í Vitanum, hlaðvarpi Hafnarfjarðarbæjar.  […]

Þróunarverkefnið BRÚIN tilnefnt til verðlauna

Þróunarverkefnið BRÚIN hefur verið tilnefnt til verðlauna af European Social Services Awards (ESSA) í flokki “samvinnu” (Collaborative Practice Award Nominees). Valnefnd velur fimm verkefni úr innsendum tilnefningum og velur verðlaunaverkefni. Hluti af valinu er kosning og erum öllum velkomið að taka þátt og styðja ákveðin verkefni. Starfsmenn, íbúar og vinir Hafnarfjarðar fá þannig tækifæri til […]

Lokun á aðrein frá Krýsuvíkurvegi

Vegna vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð þarf að loka suðaustur aðrein frá Krýsuvíkurvegi inn á Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur. Verið er að malbika og leggja lokahönd á frágang lagna á þessu svæði. Sjá nánar á mynd Gera má ráð fyrir að aðreinin verði lokuð fram að helgi. Umferð verður beint um hjáleið […]

Stytting á viðveru leikskólabarna

Alþjóðadagur barna var í gær og samhliða fagnaði Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára afmæli. Fræðsluráð Hafnarfjarðar fagnaði deginum með því að samþykkja styttingu á viðveru leikskólabarna og þannig mun hámarksvistunartími verða 8,5 tímar á dag frá og með næstu áramótum. Leikskólar í Hafnarfirði eru samhliða hvattir til að skoða styttingu á opnun í takt við […]

Foreldrasamstarf sem virkar

Foreldraráð Hafnarfjarðar hefur látið gera myndband um foreldrasamstarf og gildi þess í grunnskólanum sem hefur þann góða og göfuga tilgang að vekja athygli á traustu samstarfi heimilis og skóla og mikilvægi þess fyrir velferð barnanna okkar. Það er dýrmætt að allir taki þátt og séu með. Foreldrasamstarf með barnið í forgrunni í traustu samstarfi við […]

Dellukall sem fékk listrænt uppeldi

Eiríkur G. Stephensen, skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, var minnstur í bekknum þegar hann var yngri, matvandur mjög og frekar feiminn fram eftir aldri og lítill í sér. Hann fékk mjög listrænt uppeldi, lærði á blokkflautu sex ára gamall og kann í dag ekki á öll hljóðfæri eins og margur heldur. Eiríkur ræðir í þessu spjalli Vitans […]

Framkvæmdir í Seltúni

Þessa dagana standa yfir framkvæmdir í Seltúni og má gera ráð fyrir að framkvæmdir á morgun, föstudaginn 14. nóvember, geti haft töluverðar raskanir eða lokanir í för með sér. Unnið er að því að loka borholu á svæðinu.  Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning. 

Suðurgata 73

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 16.10.2019 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð Suðurgötu 73 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og samhliða grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að: heimilt verði að nýta bifreiðageymslu á lóð Suðurgötu 73 í heild eða að hluta undir […]

Endurskinsmerki aðgengileg í sundlaugum

Öll sex ára börn fengu endurskinsmerki að gjöf frá Heilsubænum Hafnarfirði í haust þegar grunnskólaganga þeirra hófst. Verkefnið er til þess fallið að auka öryggi barnanna og gera þau sýnilegri á ferðum sínum um bæinn. Endurskinsmerki eru aðgengileg í tveimur af sundlaugum Hafnarfjarðar, í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug, fyrir aðra þá foreldra og forráðamenn sem vilja […]