Category: Fréttir

Breytingar á grunnskólastarfi frá og með 23. nóvember

Varfærnar breytingar á grunnskólastarfi verða frá mánudeginum 23. nóvember sem gilda til og með 1. desember nk. Við nýjar breytingar er áhersla lögð á að stíga varlega til jarðar og fara aðeins í aðgerðir eða breytingar sem tala í takti við sóttvarnarreglur heilbrigðisyfirvalda. Framkvæmdin er samræmd fyrir grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar.  Eftir yfirlegu skólastjórnenda og fræðsluyfirvalda í […]

Mikil jákvæðni gagnvart hafnfirsku leikskólastarfi

Foreldrar eru mjög jákvæðir í garð leikskóla í Hafnarfirði.Mat á skólastarfi er virkur þáttur í starfi leikskólanna og hefur mikla vigt fyrir leikskólastarfið.  Nú liggur fyrir skýrsla Skólavogar sem byggir á niðurstöðum viðhorfskönnunar sem lögð var fyrir foreldra barna í leikskólum Hafnarfjarðar í mars 2020. Niðurstöðurnar gefa bæði ákveðnar vísbendingar um það sem vel er […]

Faglegt grunnskólastarf kallar á öflugt samstarf allra

Faglegt og gott grunnskólastarf kallar á öflugt samstarf allra hlutaðeigandi Mat á skólastarfi er virkur þáttur í starfi grunnskólanna og mikilvægt innlegg í þróun skólastarfsins og mörkun umbótaverkefna innan hvers skóla. Nú liggur fyrir skýrsla Skólavogar sem byggir á niðurstöðum viðhorfskannana sem lagðar voru fyrir nemendur og starfsfólk allra grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar skólaárið 2019-2020. Nemendakönnun var […]

Piss, kúkur, klósettpappír! Klósettið er EKKI ruslatunna

Í dag er alþjóðlegi klósettdagurinn og því tilvalið að kynna nýtt samvinnuverkefni sem hefur það að markmiði að draga úr rusli í fráveitu og þar með álagi á umhverfið.  Verkefnið „bara piss, kúk og klósettpappír í klósettið“ er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar og Samorku í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og heilbrigðisnefnda á landinu. Með jákvæðum, hnitmiðuðum […]

Söfnin opna aftur 18. nóvember

Söfnin í Hafnarfirði opna á ný frá og með miðvikudeginum 18. nóvember þegar varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum taka gildi. Grímuskylda er á söfnunum, tveggja metra regla og fjöldatakmörkun miðast við 10 manns.  Bókasafn Hafnarfjarðar Bókasafn Hafnarfjarðar verður fyrst um sinn opið frá kl. 13-17 virka daga og frá kl. 11-15 laugardaga. 2. hæð verður […]

Sérstakir styrkir til barna frá tekjulágum heimilum

Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid19  Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum […]

Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember  -Leifur S. Garðarsson skólastjóri í Áslandsskóla skrifar: Það er tungunni tamast sem hjartanu er kærast Á 25 ára afmæli Stóru upplestrarkeppninnar Á degi íslenskrar tungu setjum við árlega Stóru upplestrarkeppnina í Áslandsskóla. Í keppninni taka ár hvert þátt nemendur í 7. bekk skólans. Markmið keppninnar er að auka hlut talaðs […]

Óbreytt skólastarf fram að helgi og ekki frístundabíll

Enn hafa verið boðaðar breytingar á reglugerð sem snúa að starfi grunnskóla sökum nýrra sóttvarnarreglna. Staðan er hins vegar óljós þar sem skólar hafa ekki fengið staðfestar upplýsingar um í hverju breytingarnar felast. Þess vegna hefur verið tekin sú ákvörðun að skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar á morgun, miðvikudag 18. nóvember og fram að helgi, verði […]

Dagur íslenskrar tungu er í dag. Til hamingju!

Til hamingju með daginn! 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu og er dagurinn jafnframt fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds. Dagurinn hefur um árabil verið afar hátíðlegur og viðburðaríkur og þá sér í lagi í hafnfirskum leik- og grunnskólum. Á þessum degi hefst ræktunarhluti Litlu og Stóru upplestrarkeppninnar auk þess sem mörg önnur skemmtileg verkefni eru sett […]

Gestakomur í Seltúni taldar með sjálfvirkum teljara

Ferðamálastofa hefur sett upp sítengdan teljara í Seltúni til þess að fylgjast með fjölda gesta á þessum vinsæla áfangastað ferðamanna. Tölurnar eru birtar í mælaborði ferðaþjónustunnar sem er vefsíða þar sem tölulegar upplýsingar um atvinnugreinina eru birtar með myndrænum hætti. Hægt er að skoða fjölda ferðamanna eftir tíma sólarhrings, dögum, mánuðum og árum eftir því […]