Category: Fréttir

Setningarhátíð Lífshlaupsins 2020 í Skarðshlíðarskóla

Setningarhátíð Lífshlaupsins á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Setningarhátíð Lífshlaupsins fór fram í morgun í Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði. Ingibjörg Magnúsdóttir skólastýra, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Þráinn Hafsteinsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ ávörpuðu gesti. Hekla Sif Óðinsdóttir, nemandi í 8. bekk söng eitt lag og nemendur í 8. bekk voru með óvænt dansatriði. Ana og Viktor […]

Samspil hafnar og bæjar – rammaskipulag samþykkt

Rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Rammaskipulagið er stefnumótandi framtíðarsýn um heildaryfirbragð hafnarsvæðisins þar sem gerð er grein fyrir öllum helstu efnistökum við uppbyggingu sem síðan verður útfærð nánar í deiliskipulagi. Við tekur nú aðalskipulagsferli og síðan deiliskipulagsvinna fyrir einstaka reiti. „Nýtt rammaskipulag markar tímamót. Nú getum við hafist […]

Vesturgata 8 – frábært tækifæri í hjarta Hafnarfjarðar

Hafnarfjarðarbær auglýsir Vesturgötu 8 til leigu og óskar eftir tilboðum. Staðsetning fasteignar býður upp á mikla möguleika og tækifæri. Áhersla er lögð á að starfsemi í húsinu falli vel að stefnu bæjarins um að styrkja miðbæ Hafnarfjarðar og auka enn frekar aðdráttarafl hans. Húsið er staðsett við torg Byggðasafns Hafnarfjarðar í námunda við Pakkhús, Sívertsenhús […]

Bláfjallavegi lokað að sinni

Í dag, þriðjudaginn 4. febrúar,  kl. 15 verður Bláfjallavegi (417), frá Bláfjallaleið að hellinum Leiðarenda lokað að sinni vegna vatnsverndarsjónarmiða. Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti tímabundna lokun á fundi ráðsins 29. ágúst 2019 og óskaði samhliða eftir frekara umhverfis- og áhættumati á vegarkaflanum. Á matið að liggja fyrir í síðasta lagi fyrir árslok 2021.  Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar […]

Bæjarstjórnarfundur 5. febrúar

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 5. febrúar. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Truflanir á afhendingu á köldu vatni á Holtinu

Vegna bilanaleitar má búast við truflunum í afhendingu á köldu vatni á Holtinu í Hafnarfirði frá kl. 9 – 11 miðvikudaginn 5. febrúar. Vonast er til að bilanaleit ljúki fyrir hádegi.  Þökkum sýndan skilning!

Vinir Elísu Margrétar – bók með boðskap

Höfundar og útgefendur bókarinnar, Vinir Elísu Margrétar, hafa á síðustu dögum og vikum farið á milli leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og gefið eintak af bókinni, sem gefin var út til minningar um þriggja ára stúlku sem lést úr heilasjúkdómi fyrir þremur árum. Faðir Elísu Margrétar, Hafsteinn Vilhelmsson, mætti á fund leikskólastjóra Hafnarfjarðar í síðustu viku og […]

Framkvæmdir og lokanir á Reykjanesbraut

Framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót sem staðið hafa yfir frá því haustið 2019 halda áfram og eru verklok þessa áfanga áætluð 1. nóvember 2020.  Hér má finna upplýsingar um framkvæmdir og lokanir þessa vikuna og næstu vikurnar með tilheyrandi áhrifum á umferð.  Við bendum á upplýsingasíðu um breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði en tvöföldun […]

Skrifað undir samning um innleiðingu skilnaðarráðgjafar

Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, og bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, undirrituðu í gær samkomulag um þátttöku bæjarins í tilraunaverkefni á vegum ráðuneytisins um framkvæmd skilnaðarráðgjafar. Hafnarfjarðarbær mun því, í samstarfi við ráðuneytið innleiða og þróa nýtt vinnulag sem hefur að markmiði að koma í veg fyrir og/eða draga úr ágreiningi foreldra í skilnaðarferli. Verkefnið […]

Barnavernd er fagleg þjónusta með góðan tilgang – hlaðvarp

Helena Unnarsdóttir, deildarstjóri barnaverndar Hafnarfjarðar, situr í spjallsæti Vitans þessa vikuna. Helena hefur verið búsett í Hafnarfirði frá tólf ára aldri og þykir óendanlega vænt um bæinn sinn og hafnfirskt bæjarsamfélag. Helena og samstarfsfólk hennar hjá barnavernd halda utan um mikilvæga þjónustu hjá sveitarfélaginu sem snýr að því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og […]