Category: Fréttir

Lífsgæðasetur St. Jó tilnefnt sem besta samvinnurýmið

Lífsgæðasetur St. Jó hefur verið tilnefnt sem “Best Coworking Space” eða besta samvinnurýmið á Norðurlöndunum hjá Nordic Startup Awards og stendur kosning yfir þessa dagana.   Nordic Startup Awards er hluti af Global Startup Awards sem er eitt stærsta sjálfstæða frumkvöðlanetið (ecosystem) með það að markmiði að finna, viðurkenna og tengja framtíðar leiðtoga í hinum stafræna […]

Rafmagnslaust frá dreifistöð við Lækjargötu

Skilaboð frá HS veitum: Rafmagnslaust verður aðfaranótt föstudagsins 11. október 2019 frá kl. 00:00 – 06:00 vegna viðhaldsvinnu í dreifikerfi (brunnur við Strandgötu). Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Bergið Headspace fékk allan ágóða Flensborgarhlaupsins

Bergið Headspace fengu á afmælisdegi Flensborgarskóla, þann 1. október síðastliðinn, afhentan styrk að upphæð  400.000. – kr. Allur ágóði af Flensborgarhlaupi ársins sem hlaupið var 17.september rann til Bergsins og mun styrkurinn vera nýttur til að veita ungu fólki upp að 25 ára aldri ráðgjöf og stuðning. Heilsubærinn Hafnarfjörður styrkti Flensborgarhlaupið og þar með Bergið […]

Nemendaráðsfræðsla fyrir nemendaráð grunnskólanna

Um miðjan september var haldin nemendaráðsfræðsla fyrir nemendaráð grunnskóla Hafnarfjarðar. Fræðslan fór fram í Sjónarhóli í Kaplakrika og tóku 81 nemendur þátt úr öllum grunnskólum bæjarins.  Fræðslan, sem m.a. tók á skipulagningu og framkvæmd hugmyndar, hlutverki ráða, virkri þátttöku í félagsstarfi og mikilvægi hver og eins, gekk í alla staði mjög vel. Nemendur voru til […]

TÍST dagur í Lækjarskóla

Skólasamfélagið í Hafnarfirði iðar af lífi og fjöri alla daga og hefur haustið farið einstaklega vel af stað. Verkefni innan beggja skólastiganna eru fjölbreytt og enginn dagur eins. Fimmtudaginn 10. október ætlar hluti af starfsmönnum Lækjarskóla í Hafnarfirði að leyfa áhugasömum notendum Twitter að skyggnast á bak við grunnskólatjöldin, tísta frá hefðbundnum skóladegi og gera […]

Fjölgreindarleikar í Lækjarskóla

Í upphafi vikunnar voru haldnir tveggja daga fjölgreindarleikar í Lækjarskóla. Fjölgreindarleikarnir eru haldnir í áttunda sinn og byggja sem fyrr á fjölgreindarkenningu Gardners (1983). Allir nemendur skólans taka þátt í leikunum og styðja þeir sem eldri eru yngri samnemendur sína. Fjölgreindarleikarnir eru hugsaðir sem góð og skemmtileg tilbreyting í skólastarfi, einskonar hausthátíð allra í skólanum. […]

Bóka- og bíóhátíð í fjórða sinn

Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði er nú haldin í fjórða skipti en á nýjum tíma í október. Í ár hverfast viðburðirnir flestir um metsölubækur Gunnars Helgasonar rithöfundar sem hafa fengið framhaldslíf á hvíta tjaldinu og í leikhúsi en 19. október verður leikgerð Bjarkar Jakobsdóttur bæjarlistamanns Hafnarfjarðar 2019 á leikritinu Mamma klikk! frumsýnd í Gaflaraleikhúsinu. […]

Átt þú grenitré sem gæti orðið gleðigjafi?

Hafnarfjarðarbær óskar eftir grenitrjám í görðum sem hafa e.t.v. lokið sínu hlutverki hjá garðeigendum. Við erum að detta í jólagírinn. Ertu með tré í þínum garði sem gæti verið gleðigjafi á aðventunni? Grenitré geta orðið mjög há, breið og taka oft ansi mikið pláss í heimilisgörðunum. Íbúar eiga oft í vandræðum með þessi tré og […]

Hlaðvarpið VITINN – nýr þáttur er kominn í loftið!

Nýr þáttur Vitans er kominn í loftið. Í þessum þætti ræðir Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs við Ægi Örn Sigurgeirsson deildarstjóra  stoðdeildar í málefnum hælisleitenda og flóttafólks í Hafnarfirði.  Ægir veitir hlustendum innsýn í sína eigin sögu og bakgrunn og fjallar um þau verkefni sem hann og samstarfsfélagar hans sinna á degi hverjum og […]

Nýr deildarstjóri þróunar- og tölvudeildar

Eymundur Björnsson hefur verið ráðinn sem deildarstjóri þróunar- og tölvudeildar Hafnarfjarðarbæjar. Eymundur hefur áralanga reynslu af stjórnun upplýsingatækniverkefna m.a. frá Kaupþingi, Íslandsbanka, Össuri og nú síðast hjá Advania þar sem hann var tæknistjóri.  Í störfum sínum hjá Advania var Eymundur m.a. ábyrgðaraðili og tengiliður við Hafnarfjarðarbæ og þekkir starfsumhverfi sveitarfélagins vel. Eymundur er með BA […]