Category: Fréttir

Hlaðvarpið VITINN – nýr þáttur er kominn í loftið!

Þriðji þáttur Vitans, hlaðvarps Hafnarfjarðarbæjar er kominn í loftið. Í þessum þætti ræðir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri við Andra Ómarsson verkefnastjóra viðburða. Andri veitir hlustendum gott yfirlit yfir þann fjölda fjölbreyttu viðburða sem í boði eru í Hafnarfirði yfir árið, ræðir samheldni Hafnfirðinga, sérstöðu bæjarins og mikilvægi einstaklingsframtaksins fyrir samfélagið í heild sinni. Svo styttist í […]

Framkvæmdir hefjast við nýjan búsetukjarna

Fyrsta skóflustungan að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Öldugötu 45 var tekin í dag að viðstöddum m.a. væntanlegum íbúum. Um er að ræða sérhannað heimili fyrir fatlað fólk. HBH Byggir ehf. sér um uppbyggingu kjarnans og er gert ráð fyrir að íbúðirnar afhendist í apríl 2021. HBH Byggir ehf. átti lægsta tilboð í byggingu […]

Vilt þú taka þátt í að þróa nýtt landsvæði?

Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um skipulagsvinnu og uppbyggingu á landsvæði sem nefnist Hamranes. Svæðið er sunnan við Ásvallabraut, Velli 6 og Skarðshlíð. Svæðið er um 25 hektarar að stærð og verður tenging inn á svæðið frá Ásvallabraut. Leitað er eftir þróunaraðilum að fyrsta áfanga svæðisins. Þróunaraðilar að fyrsta áfanga Hafnarfjarðarbær leitar eftir þróunaraðilum að fyrsta […]

Gerð menntastefnu Hafnarfjarðar 2020-2030. Þín þátttaka!

Skólaárið 2019-2020 verður unnið að gerð nýrrar menntastefnu fyrir Hafnarfjörð. Að henni vinnur stýrihópur sem skipaður er bæjarfulltrúum og starfsmönnum mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar.  Við gerð stefnunnar er leitað til hagsmunaaðila og annarra eftir athugasemdum og hugmyndum.  Allir áhugasamir deilt hugmyndum sínum og ábendingum í gegnum Betri Hafnarfjörð Að vaxa, þroskast og menntast í síbreytilegu […]

Tjarnarvellir, Haukasvæði

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 18.9.2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar, vegna breyttrar landnotkunar við Tjarnarvelli, í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingartillagan nær til landsvæðis við Tjarnarvelli, Haukasvæði, og felst í að breyta landnotkunarskilgreiningu úr íþróttasvæði í íbúðarsvæði. Tillögurnar ásamt fylgigögnum verða aðgengileg í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu […]

Til hamingju Hjalli!

<img height=”1″ width=”1″ src=”https://www.facebook.com/tr?id=516144258555826&ev=PageView&noscript=1″/> Leikskólinn Hjalli hóf starfsemi 25. september 1989 undir stjórn Margrétar Pálu Ólafsdóttur. Í dag fagnaði leikskólinn 30 ára afmæli með nemendum, starfsmönnum, bæjarstjóra, frumkvöðlinum sjálfum og fleiri gestum. Leikskólinn Hjalli hefur á þessum árum stimplað sig inn sem leikskóli sem fer óhefðbundnar leiðir í svo margþættu tilliti og hefur það í […]

Stöðumat fyrir nemendur af erlendum uppruna

Haustið 2019 verður tekið upp nýtt fyrirkomulag við móttöku grunnskólanemenda af erlendum uppruna í Hafnarfirði sem felst í því að lagt verður stöðumat fyrir grunnskólanemendur af erlendum uppruna þegar þeir hefja skólagöngu í sveitarfélaginu. Stöðumatið er að sænskri fyrirmynd og var þýtt og staðfært með leyfi sænskra skólayfirvalda með milligöngu Menntamálastofnunar.  á viðtal við […]

Hlaðvarpið VITINN – nýr þáttur er kominn í loftið!

Hafnarfjarðarbær kynnti nýlega til sögunnar nýja hlaðvarpið Vitann. Í fyrsta þætti Vitans ræddi Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs við Björn Pétursson bæjarminjavörð um Byggðasafn Hafnarfjarðar. Nú er annar þáttur kominn í loftið, spjall við Evu Michelsen verkefnastjóra Lífsgæðaseturs St. Jó. Ráðgert er að setja nýjan þátt í loftið vikulega.   Í Vitanum er spjallað við áhugaverða […]

Suðurbæjarlaug lokuð um helgina

Sundlaugarsvæði Suðurbæjarlaugar verður lokað um helgina. Viðhaldsframkvæmdum, sem staðið hafa yfir alla vikuna, hefur seinkað og er ráðgert að laugin opni að nýju mánudaginn 23. september. Tekur þetta til allra lauga og klefa á svæðinu.  Við þökkum sýndan skilning og bendum á að Ásvallalaugin er opin alla helgina. Föstudag frá kl. 6:30 – 20:00, laugardag […]

Plastaþon – hugmyndasmiðja um lausnir á plastvandanum

Umhverfisstofnun stendur fyrir Plastaþoni dagana 27. og 28. september næstkomandi. Plastaþon er hugmyndasmiðja fyrir þá sem brenna fyrir umhverfismálum og nýsköpun og er öllum velkomið að skrá sig til leiks. Þátttakendur mynda teymi og vinna saman að lausnum við þeim áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir varðandi ofnotkun á plasti. Á meðan Plastaþoninu stendur fá […]