Aukum öryggi barna í íþróttastarfinu Posted október 9, 2020 by avista Í samningum íþróttafélaga í Hafnarfirði við Hafnarfjarðarbæ er ákvæði um að þeir sem starfa í íþróttahreyfingunni skulu sækja námskeið um barnavernd sem sveitarfélagið býður upp á. Samið hefur verið við Barnaheill að sjá um þetta á námskeið í ár. Um er að ræða fræðsluerindi sem er einfölduð útgáfa af námskeiðinu Verndari barna sem fjölmargir starfsmenn […]
AndreA eignast Vesturgötu 8 Posted október 9, 2020 by avista Artwerk ehf. er nýr eigandi að Vesturgötu 8. Artwerk á og rekur verslunina AndreA við Norðurbakka og hefur verið með rekstur í miðbæ Hafnarfjarðar síðan 2008. Á fundi bæjarráðs þann 22. apríl sl. var tekin ákvörðun um að selja fasteignina Vesturgötu 8. Tvö tilboð bárust í eignina sem lögð voru fram og rædd á fundi […]
Upplýsingar um íþróttastarf á vegum sveitarfélaganna Posted október 8, 2020 by avista Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa lagt áherslu á að stöðva íþróttir og líkamsrækt á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær vikurnar til að koma í veg fyrir hópamyndun, nánd og blöndun aðila úr ólíkum áttum sem eykur líkur á dreifingu smits og hugsanlega auknu álagi á heilbrigðiskerfið. Allt íþróttastarf innandyra á vegum sveitarfélaganna stöðvað Skóla- og íþróttasvið allra […]
COVID19: Áhrif hertra aðgerða á þjónustu bæjarins Posted október 7, 2020 by avista Efni uppfært 7. október 2020 í takti við enn hertari aðgerðir. Heilbrigðisráðherra staðfesti nú um helgina nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi sem kveða á um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID19. Þessar reglugerðir tóku gildi frá og með miðnætti aðfaranótt 5. október og miðnætti aðfaranótt 7. október og gilda til […]
COVID-19: Hertar sóttvarnaaðgerðir Posted október 7, 2020 by avista Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu og tóku þær gildi frá og með miðnætti 7. október. Samkomutakmarkanir sem kynntar voru í fyrradag gilda óbreyttar annars staðar á landinu. Gildistími þessara takmarkana er til og með 19. október. Með höfuðborgarsvæðinu er átt við Reykjavík, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavog. […]
Söfnin lokuð til 19. október Posted október 7, 2020 by avista Söfn Hafnarfjarðarbæjar; Byggðasafn Hafnarfjarðar, Bókasafn Hafnarfjarðar og Hafnarborg, verða lokuð frá og með 8. október til og með 19. október í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid19 faraldursins og öllum viðburðum hefur verið frestað eða aflýst. Starfsfólk mun nýta tímann til að huga að safneign, breytingum og öðru innra starfi á meðan og hlakkar til að […]
Áhersla lögð á svörun í síma, með netspjalli og tölvupósti Posted október 6, 2020 by avista Notum rafrænar leiðir í samskiptum við sveitarfélagið þessa dagana Í ljósi neyðarstigs almannavarna sem nú er í gildi vegna COVID-19 veirunnar eru íbúar og aðrir viðskiptavinir sem eiga erindi í þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6 og þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar að Norðurhellu 2 hvattir til að senda tölvupóst á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is, spjalla við starfsfólk í netspjalli af vef […]
Lokað í sundlaugum frá og með 7. október Posted október 6, 2020 by avista Tilkynning uppfærð miðvikudaginn 7. október Hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi á miðnætti 7. október fela m.a. í sér lokun á sundlaugum og baðstöðum. Sundlaugar Hafnarfjarðar, sem lokaðar voru í dag miðvikudaginn 7. október meðan beðið var eftir efni og innihaldi nýrrar reglugerðar, verða því áfram lokaðar. Gildistími takmarkana er til og með 19. […]
COVID-19: Breyttar reglur um takmarkanir og skólahald Posted október 5, 2020 by avista COVID-19: Breyttar reglur um samkomutakmarkanir og skólahald Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomuhaldi og skólastarfi sem kveða á um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og tóku þær gildi á miðnætti, aðfaranótt 5. október. Eftirfarandi er samantekt um helstu breytingar, m.a. um undanþágur frá hámarksfjölda […]
Dagdvöl á Sólvangi opnuð á ný Posted október 2, 2020 by avista Dagdvöl á Sólvangi var opnuð í gær eftir miklar endurbætur á húsnæðinu og er óhætt að segja að notendur þjónustunnar hafi mætt glaðbeittir til leiks að nýju eftir ansi langa fjarveru. Dagdvölinni var upphaflega lokað vegna Covid19 faraldursins í byrjun mars og í framhaldinu farið af stað með viðamiklar endurbætur á fyrstu hæð í eldri […]