Category: Fréttir

Viljum gera þjónustuna snjallari

Sigurjón Ólafsson tók við nýju starfi sem sviðsstjóri þjónustu og þróunar hjá Hafnarfjarðarbæ í haustbyrjun. Sigurjón hefur verið þátttakandi í stafrænni vegferð margra stofnana og fyrirtækja og hefur stýrt stórum verkefnum, aðstoðað við að breyta stafrænni ásýnd og við að innleiða ný vinnubrögð og hugsunarhátt. Hans teymi hefur látið til sín taka þessa fyrstu mánuði, […]

Opnunartímar yfir hátíðarnar

Þjónustuver, menningarstofnanir, grunnskólar, leikskólar og sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar verða opnar yfir hátíðarnar sem hér segir: Þjónustuver og þjónustumiðstöð   Þjónustuver Þjónustumiðstöð       24. desember Lokað Lokað 25. desember Lokað Lokað 26. desember Lokað Lokað 27. desember 08:00 – 16:00 07:30 – 15:20 28. desember Lokað Lokað 29. desember Lokað Lokað 30. desember 08:00 – […]

Þjónustusamningur við Blakfélag Hafnarfjarðar

Hafnarfjarðarbær og Blakfélag Hafnarfjarðar undirrituðu á aðventunni þjónustusamning sem tekur til allrar þeirra þjónustu sem Blakfélagið veitir íbúum í Hafnarfirði og framlags Hafnarfjarðarbæjar fyrir þjónustuna. Í dag er starf fullorðinna í félaginu mjög öflugt auk þess sem áhersla á barnastarf félagsins er að aukast. 15-20 börn, 18 ára og yngri, æfa reglubundið hjá félaginu í […]

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2019 – íþróttafólkið okkar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2019. Viðurkenningar og val á íþróttafólki ársins 2019 Rúmlega 300 einstaklingum sem hafa á árinu 2019 unnið Íslandsmeistaratitla með hafnfirsku […]

Fimmtán ára leikskóli í alþjóðlegu samstarfi

Leikskólinn Stekkjarás fagnaði fimmtán ára afmæli sínu 8. september sl. „Í þessi fimmtán ár höfum við verið í stöðugri þróun og aldrei þurft að hafa áhyggjur af stöðnun,“ segir Alda Agnes Sveinsdóttir leikskólastjóri. Segir hún nýliðið haust í Stekkjarási hafa verið fjörugt sem fyrr og skólasamfélagið tekið þátt í og sett af stað margvísleg verkefni. […]

Endurskinsmerki að gjöf á dimmustu dögum ársins

Félag eldri borgara í Hafnarfirði fékk fyrir helgi, þegar stystu og þar með dimmustu dagar ársins standa yfir, endurskinsmerki að gjöf frá Heilsubænum Hafnarfirði. Sigurður Björgvinsson varaformaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði tók á móti gjöfinni. Hér með honum á myndinni að ofan eru þau Linda Hildur Leifsdóttir verkefnastjóri Félags eldri borgara í Hraunseli og […]

Með puttana á Skólapúlsinum

Aukin ánægja í grunnskólastarfi bæjarinsÚrbótaverkefni skólanna eru að skila sýnilegum og jákvæðum árangri Niðurstöður Skólapúlsins voru kynntar á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar í vikunni og þykja þær sérstaklega ánægjulegar fyrir hafnfirskt grunnskólasamfélag. Tilgangur Skólapúlsins og Skólavogar, sérstakrar skýrslu sem Hafnarfjarðarbær gefur út með niðurstöðunum, er að átta sig á stöðu mála og gefa einstaka skólum, og […]

Endurskinsmerki aðgengileg fyrir alla áhugasama

Endurskinsmerki frá Heilsubænum Hafnarfirði eru nú aðgengileg í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar og í Bókasafni Hafnarfjarðar fyrir áhugasama á öllum aldri.  Endurskinsmerkin voru framleidd og afhent sem gjöf til allra sex ára barna haustið 2019 þegar grunnskólaganga þeirra hófst. Eftirspurn og áhugi varð til þess að ákveðið var að framleiða fleiri endurskinsmerki sem nú eru öllum aðgengileg. […]

Jólasund er góð samverustund

Sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar eru þrjár og hafa þær allar sín sérkenni. Upplýsingar um allar sundlaugarnar og staðsetningu þeirra er að finna HÉR Opnunartími sundlauganna yfir jólahátíðina 2019 er sem hér segir:   Ásvallalaug Suðurbæjarlaug Sundhöll Hafnarfjarðar 23. desember 06:30 – 17:00 06:30 – 17:00 06:30-17:00 24. desember 06:30 – 13:00 06:30 – 13:00 06:30 – 11:00 […]

Árleg jólagjöf Áslandsskóla til Mæðrastyrksnefndar

Undanfarin þrettán ár hefur skólasamfélagið í Áslandsskóla styrkt Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar með framlögum fyrir jólin. Ásta Eyjólfsdóttir formaður nefndarinnar kom á jólaskemmtun í Áslandsskóla á dag, föstudaginn 20. desember, og tók við framlagi úr hendi Leifs S. Garðarssonar skólastjóra. Í ár söfnuðust 239.125.- krónur sem runnu að sjálfsögðu óskertar til nefndarinnar.  Á þrettán árum hefur skólasamfélagið […]