Category: Fréttir

Bókagjöf til skólabókasafna – lestur er lífsins leikur

Bókasöfn leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar fengu nú fyrir jólin fjármagn að gjöf frá sínu sveitarfélagi með það fyrir augum að þau geti bætt við bókakost sinn og bætt við nýjum og spennandi bókum úr jólabókaflóði jólanna 2019.   Það er öllum bókasöfnum mikilvægt að vera í takt við tímann og það sem á sér stað í […]

Barnaskóli Hjallastefnunnar syndir í Hrafnistu í vetur

Sundkennsla nemenda í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði fer fram á Hrafnistu í vetur. Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, Hrafnistu og Barnaskólans undirrituðu samkomulag í vikunni þar sem tryggt er að nemendur Barnaskólans geti notað sundlaugina í Hrafnistu í vetur. Á Hrafnistu er að finna kjöraðstæður fyrir börn og kennara að ógleymdu frábæru fólki sem býr þar og starfar […]

Útboð á sérhæfðri akstursþjónustu – hagræðing og skilvirkni

Nærþjónusta sem byggir á trausti og persónulegri þjónustu Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í dag voru lögð fram til kynningar tilboð sem bárust í útboð um sérhæfða akstursþjónustu í Hafnarfirði sem nær til þjónustu við fatlað fólk og eldri borgara í sveitarfélaginu. Tilboð bárust frá fimm aðilum og er lægsta tilboð 420.623.100.- kr undir kostnaðaráætlun verkefnis […]

Rafræn vöktun á helstu akstursleiðum

Hafnarfjarðarbær, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínan ohf. hafa gert með sér samkomulag um kaup, uppsetningu og rekstur á öryggismyndavélakerfi í sveitarfélaginu. Kerfinu er einungis ætlað að þjóna þörfum lögreglu og annarra neyðaraðila og fer um notkun þess og aðgang að gögnum úr kerfinu samkvæmt reglum lögreglu og Persónuverndar. Töluverð umræða hefur verið um slíka vöktun […]

Jólaskraut og jólanammi frá Lionsklúbburinn Kaldá

Jóhanna Valdemarsdóttir og Lillý Jónsson frá Lionsklúbbnum Kaldá komu færandi hendi í vikunni með jólaskraut og jólanammi. Gjafirnar fengu fatlað fólk sem nýtir þjónustu á Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni og ungmenni í skammtímavistun á Hnotubergi.  Þessar gjafir vöktu að vonum mikla lukku og er Lionsklúbbnum færðar góðar þakkir fyrir.

Deila sköpun sinni með nærsamfélaginu

Valhópur í myndmennt við Öldutúnsskóla hefur verið að skoða myndlist út frá fleiri hliðum en hinu hefðbundna málverki eða skúlptúr sem finna má í listasöfnum og galleríum um heim allan. Hópurinn hefur verið að vinna með listsköpun sem tengir samfélagið og nærumhverfið. Með því að gefa vinnu sína og deila sköpun sinni með samfélaginu má […]

Fyrstu leigjendurnir flytja inn fyrir jólin

Öllum leiguíbúðum við Hádegisskarð í Skarðshlíð hefur verið úthlutað Rúmlega 120 umsóknir bárust í þær 10 íbúðir sem auglýstar voru lausar til umsóknar við Hádegisskarð í Skarðshlíð. Þessum leiguíbúðunum er ætlað að tryggja tekjulægri einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Opnað var fyrir umsóknir í upphafi október og rann umsóknarfrestur út um […]

Hellnahraun – Rauðhella 2

Skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 6.11. 2019, að grenndarkynna tillögu um breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 1. áfanga vegna lóðarinnar að Rauðhellu 2 í Hafnarfirði í samræmi við 2. mgr. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að byggingarreitur er stækkaður og nýrri innkeyrslu á lóðinni norðanverðri er bætt við. Að […]

Núvitund í skólastarfi: Meiri samkennd – minni streita

Núvitund innleidd í starf Smáralundar Hafinn er annar vetur verkefnis þar sem innleidd er núvitund í starf leikskólans Smáralundar. Fyrsta árið var eingöngu unnið með starfsfólkið þar sem það fann á eigin skinni hvernig er að nýta sér núvitund í dagsins önn. Að sögn Ingu Fríðu Tryggvadóttur skólastjóra finnur starfsfólk skólans nú þegar að verið […]

Afreksíþróttafólk á fullum launum á íþróttamótum

Á haustmánuðum samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar nýjar reglur um leyfi starfsfólks til þátttöku í íþróttamótum og er stjórnendum heimilt að veita starfsfólki leyfi frá störfum án skerðingar fastra launa til að taka þátt í íþróttamótum. Leyfi þetta takmarkast við leikmenn, fararstjóra og þjálfara vegna þátttöku í Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum, Norðurlandamótum og landskeppni. Hafnarfjarðarbær vill með þessari […]