Category: Fréttir

Afreksíþróttafólk á fullum launum á íþróttamótum

Á haustmánuðum samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar nýjar reglur um leyfi starfsfólks til þátttöku í íþróttamótum og er stjórnendum heimilt að veita starfsfólki leyfi frá störfum án skerðingar fastra launa til að taka þátt í íþróttamótum. Leyfi þetta takmarkast við leikmenn, fararstjóra og þjálfara vegna þátttöku í Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum, Evrópumeistaramótum, Norðurlandamótum og landskeppni. Hafnarfjarðarbær vill með þessari […]

Vatnsleysi vegna viðgerða – hús við Stuðlaberg og Ljósaberg

Vegna viðgerða hjá vatnsveitu má búast við vatnsleysi þriðjudaginn 17. desember í þeim húsum sem eru innan svæðisins á teikningunni hér að neðan. Reiknað er með að lokað verði fyrir vatnið kl 9:00 og að viðgerð verði lokið um kl 13:00. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för […]

Brenna fyrir innleiðingu núvitundar

Veturinn 2017-2018 bauðst Áslandsskóla að taka þátt í rannsóknarverkefni á innleiðingu núvitundar í grunnskólum í samstarfi við Núvitundarsetrið og Embætti landlæknis. Verkefnið var styrkt af Lýðheilsusjóði og markmið þess er að meta árangur innleiðingar núvitundar á líðan, seiglu, almenna stýrifærni (t.d. tilfinningastjórnun og einbeitingu) og núvitundarfærni nemenda og starfsfólks. Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti  Kristínu Jónu Magnúsdóttur […]

Fjárhagsáætlun 2020 samþykkt

Traust fjárhagsstaða og skuldaviðmið heldur áfram að lækka Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2020 og 4 ára áætlun 2020-2023 var samþykkt í bæjarstjórn í dag miðvikudaginn 11. desember. Rekstur Hafnarfjarðarbæjar hefur gengið vel síðustu ár og ber fjárhagsáætlun merki agaðrar fjármálastjórnunar, stöðugleika og sterkrar fjárhagsstöðu. Áhersla er áfram á aukna þjónustu og á þróun og eflingu […]

SV-lykkja frá Strandgötu upp á Reykjanesbraut lokuð

Vegna öryggismála hefur Ístak lokað SV-lykkju frá Strandgötu (Ástorgi) upp á Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur. Aðreinin verður opnuð síðar í dag, eða um kl 15:30.  Bent er á hjáleið um Ásbraut og Kaldárselsgatnamót.

Bæjarstjórnarfundur 11. desember

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 11. desember. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Skólar, sundlaugar og stofnanir lokaðar frá kl. 14 í dag

Skóla- og frístundastarf Hafnarfjarðarbæjar mun raskast frá og með kl. 14 í dag, þriðjudaginn 10. desember vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir höfuðborgarsvæðið. Foreldrar og forráðamenn barna eru beðnir um að sækja börn sín í síðasta lagi kl. 14 til að tryggt sé að allir, börn, foreldar og starfsfólk geti náð heim til […]

BRÚIN – framúrskarandi samvinnuverkefni

Í byrjun desember 2019 fékk BRÚIN (nýtt verklag í þjónustu við börn í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins) hjá Hafnarfjarðarbæ Evrópuviðurkenningu frá samtökum evrópskra félagsmálastjóra, European Social Network, fyrir framúrskarandi samvinnuverkefni á sviði skóla- og fjölskylduþjónustu. BRÚIN er markvisst verklag skóla- og fjölskylduþjónustu bæjarins sem samþættir þjónustu í nærumhverfi barna og fjölskyldna þeirra. Áhersla er lögð […]

Athugið! Attention! Uwaga!

Athugið! Attention! Uwaga! Skólar, sundlaugar og stofnanir lokaðar frá kl. 14 í dag ÍslenskaVegna appelsínugulrar viðvörunar þurfa foreldrar/forráðamenn að sækja börn sín í skóla eða frístundastarfsemi kl. 14 í dag, Ekki er ráðlagt að börn gangi ein heim eftir kl. 13. Lagt er til að æfingar og önnur frístundastarfsemi sem á að hefjast eftir kl. […]

Staða mála / Status update

English below Vakin er athygli á því að appelsínugul viðvörun er nú í gildi á höfuðborgarsvæðinu og allt bendir til þess að veðurspár muni ganga eftir. Jafnvel er talið að vindurinn verði heldur meiri en búist var við, en reikna má með að veðrið á höfuðborgarsvæðinu verði verst frá kl. 17 – 22. Fólk er […]