Category: Fréttir

Stytting á viðveru leikskólabarna

Alþjóðadagur barna var í gær og samhliða fagnaði Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára afmæli. Fræðsluráð Hafnarfjarðar fagnaði deginum með því að samþykkja styttingu á viðveru leikskólabarna og þannig mun hámarksvistunartími verða 8,5 tímar á dag frá og með næstu áramótum. Leikskólar í Hafnarfirði eru samhliða hvattir til að skoða styttingu á opnun í takt við […]

Foreldrasamstarf sem virkar

Foreldraráð Hafnarfjarðar hefur látið gera myndband um foreldrasamstarf og gildi þess í grunnskólanum sem hefur þann góða og göfuga tilgang að vekja athygli á traustu samstarfi heimilis og skóla og mikilvægi þess fyrir velferð barnanna okkar. Það er dýrmætt að allir taki þátt og séu með. Foreldrasamstarf með barnið í forgrunni í traustu samstarfi við […]

Dellukall sem fékk listrænt uppeldi

Eiríkur G. Stephensen, skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, var minnstur í bekknum þegar hann var yngri, matvandur mjög og frekar feiminn fram eftir aldri og lítill í sér. Hann fékk mjög listrænt uppeldi, lærði á blokkflautu sex ára gamall og kann í dag ekki á öll hljóðfæri eins og margur heldur. Eiríkur ræðir í þessu spjalli Vitans […]

Framkvæmdir í Seltúni

Þessa dagana standa yfir framkvæmdir í Seltúni og má gera ráð fyrir að framkvæmdir á morgun, föstudaginn 14. nóvember, geti haft töluverðar raskanir eða lokanir í för með sér. Unnið er að því að loka borholu á svæðinu.  Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning. 

Endurskinsmerki aðgengileg í sundlaugum

Öll sex ára börn fengu endurskinsmerki að gjöf frá Heilsubænum Hafnarfirði í haust þegar grunnskólaganga þeirra hófst. Verkefnið er til þess fallið að auka öryggi barnanna og gera þau sýnilegri á ferðum sínum um bæinn. Endurskinsmerki eru aðgengileg í tveimur af sundlaugum Hafnarfjarðar, í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug, fyrir aðra þá foreldra og forráðamenn sem vilja […]

Sterk fjárhagsstaða og stöðugleiki

791 milljón króna afgangur af rekstri á árinu 2020. Áhersla á aukna þjónustu og þróun og eflingu stafrænna þjónustuleiða Samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun verður 791 milljón króna afgangur á A og B hluta á árinu 2020. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði tæp 12% af heildartekjum eða 3,6 milljarðar króna. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins […]

Samstarf við Samgöngustofu um umferðarmál

Grunnskólar Hafnarfjarðar verða í sérstöku samstarfi við Samgöngustofu á skólaárinu 2019-2020. Samgöngustofa tekur þátt í að styðja grunnskóla bæjarins við að efla umferðarfræðslu í skólunum með ráðgjöf og kennslu. Markmið samstarfsins er að efla umferðarfræðslu í grunnskólunum og styrkja reglulega fræðslu til nemenda um umferðarmál í einstaka árgöngum. Meðal verkefna er sérstök fræðsla til allra […]

Suðurgata 73

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 16.10.2019 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð Suðurgötu 73 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. og samhliða grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að: heimilt verði að nýta bifreiðageymslu á lóð Suðurgötu 73 í heild eða að hluta undir […]

Bjarkalundur orðinn fullgildur SMT leikskóli

Leikskólinn Bjarkalundur hefur útskrifast sem fullgildur og sjálfstæður SMT leikskóli. Bjarkalundur hóf starfsemi sína haustið 2016 og var strax ákveðið að skólinn myndi notast við skólafærni SMT. Markmið SMT skólafærni er að stuðla að góðu námsumhverfi, æskilegri hegðun og að auka félagsfærni og þannig er jákvæðri hegðun veitt sérstök athygli og hún styrkt. Allir grunnskólar […]

Viðgerð á dreifikerfi vatnsveitu lokið

Uppfært:  Viðgerð á dreifikerfi vatnsveitu lauk í morgun, mánudaginn 11. nóvember og á vatnsþrýstingur að vera kominn í eðlilegt horf. Þökkum sýndan skilning! Tilkynning fimmtudaginn 7. nóvember Vegna bilunar í dreifikerfi vatnsveitu má búast við þrýstingssveiflum á kalda vatninu um óákveðinn tíma. Unnið er að viðgerð og verða upplýsingar um stöðu mála og framhaldið settar […]