Metþátttaka á golfmóti starfsfólks bæjarins Posted ágúst 21, 2020 by avista Golfmót starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar var haldið í blíðviðri á dögunum. Hátt í 60 starfsmenn frá fjölbreyttum starfsstöðvum sveitarfélagsins skráðu sig til leiks og léku á alls oddi. Um var að ræða hefðbundið punktamót með forgjöf og höggleik án forgjafar til golfmeistara. Veitt voru nándarverðlaun á 4., 6., 10. og 16. brautum Hvaleyrarvallar og á 6. braut Sveinskotsvallar. […]
Hreystibraut opnuð á Hörðuvöllum Posted ágúst 21, 2020 by avista Ný hreystibraut hefur verið sett upp á Hörðuvöllum og er brautin, sem hefur verið að byggjast upp jafnt og þétt síðustu daga og vikur, nú tilbúin fyrir hvers kyns æfingar og keppni. Í brautinni eru 11 stöðvar að meðtöldu rásmarki og endamarki og má þar finna netturn, röraþraut, apastiga, dekkjaþraut, kaðalturn, sippuþraut, steinaþraut, sekkjaþraut og […]
Sýnum ábyrgð…..líka í sundi í góða veðrinu Posted ágúst 21, 2020 by avista Að gefnu tilefni er rétt að árétta, sérstaklega nú þegar sólin skín skært, að sundlaugar Hafnarfjarðar eru enn opnar með takmörkunum og í virku gildi 2ja metra regla milli einstakling á öllum stöðum innan sundlauganna; í sundlaugum, heitum pottum, búningsklefum og alls staðar þar sem fólk kemur saman. Ásvallalaug og Sundhöll Hafnarfjarðar eru opnar um […]
Sýning um samvinnuhús í Hafnarfirði Posted ágúst 20, 2020 by avista Þessa dagana stendur yfir ljósmyndasýningin 30 samvinnuhús í Hafnarfirði, á planinu þar sem Kaupfélag Hafnfirðinga var á sínum tíma – milli verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar og Pennans. Myndirnar á sýningunni eru einkum af þeim húsum sem í hefur verið samvinnustarfsemi, en sýningin segir um leið sögu samvinnustarfsemi í bænum. Verkalýðsfélagið Hlíf var mikilvægur gerandi í þessari starfsemi […]
Grunnskólastarf hefst 25. ágúst| Back to school autumn 2020 Posted ágúst 19, 2020 by avista <<Information in English below>> Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst þriðjudaginn 25. ágúst. Um 4.300 hafnfirsk börn setjast á skólabekk þetta haustið, þar af um 4.000 í grunnskóla Hafnarfjarðar og af þeim eru tæplega 400 börn að hefja nám í 1. bekk. Ellefu grunnskólar eru starfræktir í bænum, níu af sveitarfélaginu en auk þess […]
Nemarnir í nýsköpunarstofunni Posted ágúst 19, 2020 by avista Sumarstörfum fyrir námsfólk og frumkvöðla fjölgaði í Hafnarfirði á milli vor- og haustmisseris, sérstaklega í hópi 18 ára og eldri. Um er að ræða sumaratvinnuátak Hafnarfjarðarbæjar vegna atvinnuástandsins í þjóðfélaginu, í samvinnu við Vinnumálastofnun. Hluti þess hóps hreiðraði um sig í nýsköpunarstofu í Menntasetrinu við lækinn og sinnti þar fjölbreyttum og skemmtilegum sumarstörfum, s.s. á […]
Bentu á þann sem þér þykir bestur – Snyrtileikinn 2020 Posted ágúst 18, 2020 by avista Frestur til tilnefninga rennur út 19. ágúst! Nú fer hver að vera síðastur til að senda inn tilnefningar í Snyrtileikann 2020. Í upphafi sumars auglýsti Hafnarfjarðarbær eftir tilnefningum frá íbúum og öðrum áhugasömum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á […]
Draumur um sjálfstæða búsetu orðinn að veruleika Posted ágúst 18, 2020 by avista Fyrstu íbúarnir fluttir inn í nýjan búsetukjarna að Arnarhrauni Tveir fyrstu íbúarnir í nýjum búsetukjarna að Arnarhrauni 50 í Hafnarfirði eru fluttir inn. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar, formaður fjölskylduráðs og sviðstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs litu í heimsókn þegar flutningar stóðu yfir og óskuðu nýjum íbúum innilega til hamingju með falleg og ný heimili. Báðir íbúarnir eru að […]
Umsóknir um menningarstyrki Posted ágúst 13, 2020 by avista Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 10. september. Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi og eflingar á hafnfirsku menningarlífi. Markmiðið er að […]
Skólastarf: Minnst eins metra fjarlægð milli fullorðinna Posted ágúst 13, 2020 by avista Nándarregla í skólastarfi: Minnst eins metra fjarlægð milli fullorðinna Nemendum og starfsfólki í framhalds- og háskólum ber að tryggja a.m.k. eins metra bil sín í milli í skólastarfi í stað tveggja metra reglunnar sem almennt er í gildi í samfélaginu, samkvæmt breytingum á sóttvarnarreglum sem kynntar voru í dag. Hið sama á við um fullorðna […]