Endurbætt og snjöll leitarvél á hafnarfjordur.is Posted ágúst 12, 2020 by avista Í vor var sett upp endurbætt og ansi snjöll leitarvél á vef Hafnarfjarðarbæjar. Aukin sjálfsafgreiðsla íbúa með snjöllum stafrænum lausnum er skýrt markmið í þjónustu bæjarins og þannig er unnið markvisst að stöðugum umbótum á vef bæjarins m.a. með nýjum reiknivélum . Helstu breytingar á snjallri leitarvél Mjög hraðvirk, skilar niðurstöðum á afar skjótan hátt. […]
Breyttar reglur um takmörkun taka gildi 14. ágúst Posted ágúst 12, 2020 by avista Samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi 14. ágúst verða reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum rýmkaðar og sömuleiðis í íþróttum. Að öðru leyti gildir áfram meginreglan um 2 metra nálægðarmörk. Við aðstæður þar sem eðli starfsemi krefst meiri nálægðar milli einstaklinga en tveggja 2 metra og í […]
Leiðbeiningar um notkun á hlífðargrímum Posted ágúst 11, 2020 by avista Á vefnum covid.is er að finna nauðsynlegar og uppfærðar upplýsingar um Covid19 Frá 31. júlí er aftur regla að halda 2 metra fjarlægð. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að hafa tveggja metra fjarlægð á að nota hlífðargrímu sem hylur munn og nef. Þegar hægt er að tryggja 2 metra á milli einstaklinga þarf […]
Vélræn flokkun fyrir plast í pokum hefst á ný Posted ágúst 10, 2020 by avista Prófanir á nýjum vinnslulínum í móttökustöð eru nú í fullum gangi og verða þær komnar í fullan rekstur á næstu dögum. Því geta íbúar í þeim sveitarfélögum sem skila plasti í pokum með heimilissorpi aftur farið að nýta þann möguleika. Þetta nær m.a. til íbúa í Hafnarfirði. Nýjar vinnslulínur í móttöku- og flokkunarstöðinni munu samtals […]
Fyrirtæki vikunnar hjá MsH Posted ágúst 10, 2020 by avista Nýtt framtak hjá Markaðsstofu Hafnarfjarðar Aðildarfyrirtæki Markaðsstofu Hafnarfjarðar eru úr öllum hverfum bæjarins, þau eru stór og smá og stunda afar fjölbreytta starfsemi. Markaðsstofan vill kynnast fyrirtækjunum betur og leyfa öðrum að gera slíkt hið sama. Vikulega verður því dregið út eitt fyrirtæki til kynningar. Vikulega ætlar Markaðsstofan því að draga út eitt fyrirtæki, heimsækja […]
30 klst heitavatnslokun á höfuðborgarsvæðinu Posted ágúst 10, 2020 by avista Lokað verður fyrir heita vatnið á hluta höfuðborgarsvæðisins frá kl. 2:00 aðfaranótt þriðjudagsins 18. ágúst til kl. 9:00 miðvikudaginn 19. ágúst n.k. Lokunin, sem mun vara í um 30 klukkustundir, nær til Hafnarfjarðar, hluta Garðabæjar, efri byggða Kópavogs og Norðlingaholts í Reykjavík. Gera má ráð fyrir algjöru heitavatnsleysi á umræddum svæðum á meðan lokun stendur. Ástæða lokunarinnar er að verið […]
Nýjar reiknivélar gera gjaldskrá gegnsærri Posted ágúst 7, 2020 by avista Í sumar hafa þrjár nýjar reiknivélar litið dagsins ljós sem allar hafa það að markmiði að gera gjaldskrá Hafnarfjarðarbæjar aðgengilegri og skiljanlegri fyrir íbúa. Þegar hafa verið settar í loftið reiknivélar fyrir leikskólagjöld, frístundaheimili og fasteignagjöld. Framkvæmdin er liður í því að bæta og þróa þjónustu sveitarfélagsins með það fyrir augum að leysa sem flest […]
Takmarkanir á þjónustu sundlauga í samkomubanni Posted júlí 31, 2020 by avista Í dag 31. júlí á hádegi taka gildi hertar aðgerðir vegna Covid-19 sem standa í í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Þessar aðgerðir hafa í för með sér breytingar á ýmissi þjónustu sveitarfélagsins m.a. í sundlaugum. Helstu aðgerðir stjórnvalda fela m.a. í sér: Takmörkun á fjölda sem kemur saman miðast við 100 einstaklinga. Börn […]
Viðbragðsstaða vegna Covid-19 Posted júlí 31, 2020 by avista <<English below>> Í kjölfar ákvörðunar yfirvalda um hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi frá og með hádegi 31. júlí 2020 hefur Hafnarfjarðarbær farið yfir þjónustu sína í samræmi við viðbragðsáætlanir. Þjónusta sveitarfélagsins helst í megin dráttum óbreytt en vinnulag verður sniðið að nýjum samkomutakmörkunum. Starfsfólk er hvatt til að huga vel að sínum einstaklingsbundnu sóttvörnum og […]
Strandblakvöllur á Víðistaðatún Posted júlí 24, 2020 by avista Í sumar hefur verið unnið við ýmsar framkvæmdir á Víðistaðatúni en túnið er vinsælasta útivistarsvæði Hafnfirðinga innan byggðar. Aðsókn þangað hefur vaxið mikið undanfarin ár með auknum afþreyingarmöguleikum svo sem endurbættu leiksvæði, útigrillaðstöðu, ærslabelg, aparólu, endurbótum á tennisvelli og frisbígolfvelli. Nýjasta viðbótin á Víðistaðatúni er uppsetning á strandblakneti á sandvellinum og endurnýjun á sandi þannig […]