Hvað fær nemendur til að ljóma? Posted nóvember 11, 2019 by avista Menningarmót var haldið hjá nemendum á miðstigi í Hvaleyrarskóla í lok síðustu viku. Þann dag buðu nemendur foreldrum sínum og samnemendum að koma og skoða afrakstur vinnu sinnar undanfarnar vikur þar sem þeir unnu fjölbreytt verkefni sem tengjast persónulegri menningu þeirra. Fjölbreytt og ólík menning skapar mikilvægt menningarlegt litróf í samfélaginu Menningarmótsverkefnið er þverfagleg aðferð […]
Viðgerð á dreifikerfi vatnsveitu lokið Posted nóvember 11, 2019 by avista Uppfært: Viðgerð á dreifikerfi vatnsveitu lauk í morgun, mánudaginn 11. nóvember og á vatnsþrýstingur að vera kominn í eðlilegt horf. Þökkum sýndan skilning! Tilkynning fimmtudaginn 7. nóvember Vegna bilunar í dreifikerfi vatnsveitu má búast við þrýstingssveiflum á kalda vatninu um óákveðinn tíma. Unnið er að viðgerð og verða upplýsingar um stöðu mála og framhaldið settar […]
Bæjarstjórnarfundur 13. nóvember Posted nóvember 11, 2019 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 13. nóvember. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu
Náttúrubarn og kennari af guðs náð Posted nóvember 8, 2019 by avista Hildur Arna Håkansson er viðmælandi í nýjasta þætti Vitans, hlaðvarpi Hafnarfjarðarbæjar. Hildur Arna er ungur kennari á unglingastigi í Skarðshlíðarskóla sem hefur vakið talsverða athygli fyrir kennsluhætti sína m.a. með notkun spjaldtölva. Hildur Arna þykir ná sérstaklega vel til unglinganna sem hún segir vera mjög áhugasama enda bera mörg verkefni þeirra þess merki. Í þessu […]
Jafnrétti er ákvörðun Posted nóvember 8, 2019 by avista Ráðstefnan Jafnrétti er ákvörðun fór fram á Grand Hótel í vikunni þar sem mikill fjöldi þátttakenda fagnaði með aðilum sem hlutu viðurkenningu Jafnvægisvogar. Á ráðstefnunni undirrituðu 11 fyrirtæki og þrjú sveitarfélög; Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarbær og Seltjarnarnesbær viljayfirlýsingu um að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar um 40/60 kynjahlutfall í framkvæmdastjórn og stjórn og bættust þar með í hóp […]
Virk nágrannavarsla líkleg til að fækka afbrotum Posted nóvember 8, 2019 by avista Tilkynnum afbrot í 112 og forðumst neikvæða umræðu á samfélagsmiðlum. Það hefur sýnt sig að virk nágrannavarsla fækkar innbrotum, skemmdarverkum og veggjakroti. Íbúar fylgjast betur með nærumhverfi sínu og allir sjá hag sinn í þeirri samvinnu. Síðustu daga hefur nokkuð borið á skemmdarverkum, sér í lagi í ákveðnum hverfum. Öll skemmdarverk og afbrot skal tilkynna […]
Viðurkenning fyrir verkefni í þágu fjöl-/tvítyngdra Posted nóvember 8, 2019 by avista Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hlutu á dögunum viðurkenningu fyrir tvö Erasmus+ verkefni: „Stuðningur til að efla læsi og aðlögun fjöl-/tvítyngdra í grunnskólum“ og „Starfsspeglun í kennslu og aðlögun fjöl-/tvítyngdra í grunnskólum“. Verkefnin fengu viðurkenningu fyrir að stuðla að jöfnum tækifærum, en það voru Rannís og Landskrifstofa Erasmus+ sem veittu viðurkenninguna. Þjálfun og uppbygging á […]
Leiguíbúðir í Skarðshlíð – frestur rennur út 10.nóvember Posted nóvember 8, 2019 by avista Leiguíbúðunum er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Hafnarfjarðarbær f.h. Skarðshlíðar íbúðarfélags hses auglýsti nýverið lausar til umsóknar leiguíbúðir við Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð. Tíu íbúðum af tólf verður úthlutað samkvæmt fyrirliggjandi úthlutunarreglum og ákvæðum laga um almennar íbúðir. Leiguverð er í kringum 2.500.- kr. á […]
Umferð um vef er nú öllum aðgengileg Posted nóvember 8, 2019 by avista Upplýsingar um umferð um vef Hafnarfjarðarbæjar, hafnarfjordur.is, hafa frá og með deginum í dag verið gerðar öllum aðgengilegar. Vefmælingar gegna lykilhlutverki í vefþróun. Ákvarðanir um næstu skref og þróun vefja byggja á upplýsingum um notkun og þannig eru m.a. heimsóknir inn á vefinn rýndar, fjöldi gesta skoðaður og upplýsingar fengnar um hvaðan gestir koma inn […]
Íslandsmeistaramót í Ásvallalaug – lokað um helgina Posted nóvember 7, 2019 by avista Íslandsmeistaramótið í 25m laug fer fram í Ásvallalaug dagana 8-10. nóvember 2019 í samstarfi við Íþróttasamband Fatlaðra. Sundfélag Hafnarfjarðar sér um framkvæmd mótsins. Ásvallalaug verður lokuð fyrir aðra gesti á meðan á móti stendur. Við bendum íbúum og vinum Hafnarfjarðar á að Suðurbæjarlaug er opin um helgina. Frá kl. 6:30 – 20 á morgun föstudag, […]