Sumarhátíð Vinnuskólans Posted júlí 24, 2020 by avista Sumarhátíð Vinnuskóla Hafnarfjarðar fór fram fimmtudaginn 23. júlí í blíðskaparveðri þar sem voru saman komin á fjórða hundrað ungmenni á Víðistaðatúni. Í Vinnuskólanum í ár störfuðu um 600 ungmenni í 8. til 10. bekk í almennum hópum en hlutverk þeirra er að sjá um beða- og ruslahreinsun ásamt almennri garðvinnu. Gert var út frá átta […]
Samningur undirritaður um skóla- og frístundaakstur Posted júlí 20, 2020 by avista Föstudaginn 17. júlí undirrituðu Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, og Pálmar Sigurðsson frá Hópbílum hf. nýjan samning um skóla- og frístundaakstur í framhaldi af útboði þar sem Hópbílar voru lægstbjóðendur. Í samningnum felst skólaakstur fyrir grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar, akstur fyrir grunnskólabörn í sérdeildum og frístundaakstri fyrir frístundaheimili Hafnarfjarðarbæjar. Horft er sérstaklega til öryggis farþega og bílstjóra með notkun […]
Fyrst sveitarfélaga með endurvottun á jafnlaunakerfi Posted júlí 17, 2020 by avista Enn á ný sýna niðurstöður úttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar áframhaldandi jákvæða þróun í átt að launajafnrétti innan sveitarfélagsins. Óútskýrður launamunur er ekki lengur til staðar og frávik minnka enn frekar milli úttekta, er nú 0,1%, konum í dag. Hafnarfjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá endurvottun á jafnlaunakerfi en árið 2017 var bærinn […]
Endurbætur á opnum leikvöllum Posted júlí 17, 2020 by avista <<English below>> Í bænum okkar eru fjölmargir leik- og sparkvellir og á hverju ári er unnið að viðhaldi og endurnýjun þeirra. Síðastliðnar vikur hefur m.a. verið unnið að endurbótum á opnum leikvöllum innst i Teigabyggð, Álfholti og Stekkjarhvammi. Á leikvellinum í Teigabyggð var hellulögn löguð, ný net sett í fótboltamörkin, fallvarnarlagi skipt út fyrir malarundirlag […]
Tónlistar- og bæjarhátíðin ,,Hjarta Hafnarfjarðar“ hefst í dag Posted júlí 14, 2020 by avista <<English below>> Tónlistar- og bæjarhátíðin ,,Hjarta Hafnarfjarðar“ hefst í Bæjarbíói í dag en hátíðin hefur á örfáum árum fest sig í sessi í Hafnarfirði og er orðin hluti af sumardagskrá bæði íbúa bæjarins og gesta hans. Af þessu tilefni vígði Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri blómum prýtt hjarta í hjarta Hafnarfjarðar á Strandgötunni en efniviðurinn í skreytinguna […]
Tennisíþróttin fær byr undir vængi Posted júlí 10, 2020 by avista Nýtt tennisfélag hefur verið stofnað í Hafnarfirði, TFH, en áður var starfsemi tennisins í bænum innan tennisdeildar BH. Í félaginu eru skráðir 140 iðkendur, þar af 114 fullorðnir og 26 börn. Lítil sem engin aðstaða hefur verið fyrir tennisiðkendur í Hafnarfirði síðastliðin ár og hafa því iðkendur leitað inn í Kópavog eða Reykjavík til að […]
Malbikun á Reykjanesbraut í Hafnarfirði 8. júlí Posted júlí 8, 2020 by avista Vegna malbikunarframkvæmda á suður akbraut Reykjanesbrautar milli Strandgötubrúar og Krýsuvíkurgatnamóta í dag, verður umferð frá Keflavík til Reykjavíkur færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót og Ásbraut. Umferð á leið frá Reykjavík til Keflavíkur verður færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót. Búast má við töfum á Reykjanesbraut milli Strandgötubrúar og Krýsuvíkurgatnamóta milli kl 16:00 og 18:00. […]
Húsfyllir á hafnfirska forsýningu á Ömmu Hófí Posted júlí 7, 2020 by avista Húsfyllir var á hafnfirska forsýningu kvikmyndarinnar Ömmu Hófí í Bæjarbíói í kvöld. Í ljósi þess að myndin var að nær öllu leyti tekin upp í Hafnarfirði ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Bæjarbíó og framleiðendur myndarinnar að bjóða þeim sem tóku þátt í gerð hennar í Hafnarfirði; fyrirtækjum og einstaklingum sem og bæjarstjórn, starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og […]
Starfsemi í nýsköpunarstofu fer vel af stað Posted júlí 6, 2020 by avista Sumarstörfum fyrir námsfólk og frumkvöðla milli námsanna, 18 ára og eldri, var fjölgað til muna í sumar og hefur hluti hópsins hreiðrað um sig í nýsköpunarstofu í Menntasetrinu við Lækinn. Um er að ræða sumaratvinnuátak Hafnarfjarðarbæjar vegna atvinnuástandsins í þjóðfélaginu, í samvinnu við Vinnumálastofnun. Bæjarblaðið Hafnfirðingur við Idu Jensdóttur, verkefnastjóra í mannauðsteymi Hafnarfjarðarbæjar Hópurinn sem […]
Austurgatan með söguskilti og sögugöngu í Wappinu Posted júlí 6, 2020 by avista Nýtt söguskilti sem reifar sögu Austurgötunnar í Hafnarfirði var vígt við fámenna en góða athöfn á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga þann 17. júní síðastliðinn. Á sama tíma var sett í loftið ný og áhugaverð söguganga um Austurgötuna. Austurgötuhátíðin hefði átt 10 ára afmæli 17. júní en sökum samkomutakmarkana var hátíðinni frestað til 2021. Söguskiltið, sem stendur […]