Bilun í dreifikerfi vatnsveitu Posted nóvember 7, 2019 by avista Vegna bilunar í dreifikerfi vatnsveitu má búast við þrýstingssveiflum á kalda vatninu um óákveðinn tíma. Unnið er að viðgerð og verða upplýsingar um stöðu mála og framhaldið settar á vef og Facebook síðu sveitarfélagsins þegar þær liggja fyrir. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Áhersla á vináttu í heila viku Posted nóvember 7, 2019 by avista Þessa dagana stendur yfir VINAVIKA í grunnskólum Hafnarfjarðar sem hver og einn grunnskóli útfærir með sínum einstaka hætti. Vinavika er tilkomin vegna Dags gegn einelti þann 8. nóvember ár hvert sem helgaður er baráttunni gegn einelti. Grunnskólar í Hafnarfirði vildu strax taka baráttuna skrefinu lengra og leggja sérstaka áherslu á vináttu í heila viku í […]
Rammaskipulag hafnarsvæðis – frestur til athugasemda Posted nóvember 7, 2019 by avista Drög að rammaskipulagi Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis hafa nú legið fyrir í rétt um mánuð eftir að hafa verið lögð fram til kynningar í kringum íbúafund 15. október síðastliðinn. Minnt er á að frestur til að skila inn ábendingum og hugmyndum er til og með föstudeginum 15. nóvember. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is […]
Árið er 1949 – afmælisveisla fyrir sjötuga Hafnfirðinga Posted nóvember 5, 2019 by avista Sú skemmtilega hefð hefur skapast að bjóða öllum þeim Hafnfirðingum sem eru 70 ára á árinu til veislu í Hásölum. Hátt í 100 Hafnfirðingar mættu til slíkrar veislu síðastliðinn föstudag. Þar fékk hópurinn kynningu á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar í þágu eldri borgara , fjölbreyttu félagsstarfi hjá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði ásamt því að hlusta á áhugaverðar […]
Krýsuvíkurberg í Krýsuvík Posted nóvember 4, 2019 by avista Nýtt deiliskipulag fyrir Krýsuvíkurberg í Krýsuvík Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 30. október 2019 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Krýsuvíkurberg í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið afmarkast frá Suðurstrandarvegi suður með Hælsvíkurvegi að Krýsuvíkurbergi. Alls 114 ha að stærð. Deiliskipulagstillagan og greinargerð verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar 6 og […]
Tökur á ljúfsárum gamanþáttum eru hafnar Posted nóvember 4, 2019 by avista Tökur á nýjum ljúfsárum gamanþáttum með Ladda í aðalhlutverki eru hafnar. Eins og áður hefur verið talað um þá verður Hafnarfjörður vettvangur Ladda í sex þátta seríu og mun upptökuteymi vera á ferð og flugi um Hafnarfjörð nú í nóvember. Tökur munu standa yfir næstu 25 dagana og hófust þær við Suðurbæjarlaug í dag. Gunnar […]
Fetaði ung slóðir lista og menningar Posted nóvember 1, 2019 by avista Ágústa Kristófersdóttir forstöðumaður Hafnarborgar er kvenskörungur mikill og kona allra verka. Hún hefur ósjaldan sést með hamar á lofti og málband um hálsinn við uppsetningu á nýjum sýningum og öðrum þeim verkefnum sem safnið hennar sér um eða tekur þátt í. Korteri seinna er hún komin í hlutverk gestgjafa og farin að taka á móti […]
Stórafmæli og vígsla Skessunnar Posted nóvember 1, 2019 by avista Um síðustu helgi áttu sér stað stórviðburðir í hafnfirsku íþróttalífi. Ekki nóg með að Badmintonfélag Hafnarfjarðar hafi fagnað 60 ára afmæli og því að fá íþróttahúsið við Strandgötu undir rekstur félagins þá fagnaði Fimleikafélag Hafnarfjarðar 90 ára afmæli sínu og formlegri opnun Skessunnar. Starfsemi íþróttafélaga hefur breyst mikið undanfarin ár og er tilkoma Skessunnar liður […]
Staða mála á Sólvangi Posted nóvember 1, 2019 by avista Nýtt og glæsilegt 60 rýma hjúkrunarheimili á Sólvangi í Hafnarfirði var opnað formlega þann 17. júlí síðastliðinn. Nú er kominn rétt um mánuður síðan íbúar á gamla Sólvangi fluttu yfir á þann nýja og ekki annað að sjá en að þeim líki vel nýja búsetan enda aðstaða og þjónusta til fyrirmyndar og útsýnið fallegt. Sóltún […]
Norska sveitarfélagasambandið heimsækir Hafnarfjörð Posted október 31, 2019 by avista Hópur frá norska sveitarfélagasambandinu, sérfræðingar um heilsu- og velferðarmál, komu í vettvangsferð til Íslands á dögunum til að kynna sér forvarnarverkefni á vegum íslenskra sveitarfélaganna. Hópurinn heimsótti Hafnarfjörð í dag og fékk þar kynningu á Lífsgæðasetri St. Jó., heilsueflingu eldri borgara og BRÚNNI í húsnæði Lífsgæðaseturs St. Jó. Hópurinn hefur verið á ferð um stór-höfuðborgarsvæðið […]