Leiguíbúðir rísa hratt við Hádegisskarð Posted október 31, 2019 by avista Tólf leiguíbúðir rísa hratt á tveimur lóðum við Hádegisskarð í Skarðshlíð þessa dagana. Fyrstu íbúðinni var komið fyrir í gær og er gert ráð fyrir að íbúðirnar tólf verði komnar á sinn stað í vikulok. Hafnarfjarðarbær fær íbúðirnar afhentar fullbúnar um miðjan nóvember. Þessum leiguíbúðunum er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að […]
Hafnfirðingur nr. 30.000 er nýfædd stúlka Posted október 31, 2019 by avista Hafnfirðingar hafa nú náð þeim áfanga að vera orðnir þrjátíuþúsund talsins. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, fagnaði áfanganum með heimsókn til stúlku Sigurðardóttur og færði henni og fjölskyldu hennar vandaða hafnfirska list og gjafir sem endurspegla áherslur sveitarfélagsins m.a. í umhverfismálum, læsi, heilsueflingu og hamingju. Hafnfirðingur númer 30.000 er lítil stúlka fædd 15. október síðastliðinn, dóttir […]
Samningur við Sambo 80 Posted október 30, 2019 by avista Undirritaður hefur verið samningur til tveggja ára við nýtt íþróttafélag sem kallast Sambo 80. Hafnarfjarðarbær leggur félaginu til aðstöðu í gömlu slökkvistöðinni, á annarri hæð þar sem skrifstofur slökkviliðsins voru. Sambo 80 skuldbindur sig til að skipuleggja námskeið og kynna íþróttina fyrir börnum, ungmennum og fullorðnum. Sambo er bland af sjálfsvarnaríþrótt og bardagaíþrótt sem rekur […]
Lokun á rampi frá Krýsuvíkurvegi Posted október 29, 2019 by avista Vegna vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð þarf að loka suðaustur rampi frá Krýsuvíkurvegi inn á Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur. Verið er að malbika og leggja lokahönd á frágang lagna á þessu svæði. Sjá nánar á mynd Gera má ráð fyrir að rampurinn verði lokaður frá og með 30. október eftir morgunumferð. Umferð […]
Ræktun sumarblóma og matjurta Posted október 28, 2019 by avista Hafnarfjarðarbær og Kópavogsbær óska eftir tilboðum í ræktun sumarblóma og matjurta fyrir árin 2020-2022. Útboðsgögn verða afhent rafrænt og skulu þeir sem óska eftir útboðsgögnum fyrir verk þetta senda tölvupóst á netfangið ingibjorgs@hafnarfjordur.is frá og með mánudeginum 28. október nk. Í tölvupósti skal koma fram nafn tengiliðar vegna útboðsins, símanúmer, netfang og nafn fyrirtækis. Tilboð […]
Badmintonfélagið tekur við rekstri Íþróttahússins Posted október 28, 2019 by avista Um helgina skrifuðu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Hörður Þorsteinsson formaður Badmintonfélags Hafnarfjarðar undir rekstrarsamning vegna yfirtöku Badmintonfélagsins á rekstri Íþróttahússins við Strandgötu. Badmintonfélagið hélt nú um helgina upp á 60 ára starfsafmæli sitt en afmælið sjálft var 7. október sl. Rósa færði félaginu gjöf frá Hafnarfjarðarbæ af þessu tilefni. Í dag eru eingöngu deildir í […]
Bæjarstjórnarfundur 30. október Posted október 28, 2019 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 30. október Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu
Spennuleysi í Hvömmum 29.10.2019 Posted október 28, 2019 by avista Vegna viðgerðar í dreifistöð Fagrahvammi verður rafmagnslaust á morgun þriðjudag 29.10.2019 á milli kl 10:00 og 14:00. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda . HS Veitur. S: 422-5200. Netfang: hsveitur@hsveitur.is
Ástríða og öflugt samstarf er lykill að árangri Posted október 25, 2019 by avista Umsjónarmenn Vitans, hlaðvarps Hafnarfjarðarbæjar halda áfram vegferð sinni um sveitarfélagið og taka til sín í spjall samstarfsfélaga sem hafa reynslu og fagkunnáttu á fjölþættu sviði í fjölbreyttri starfsemi sveitarfélagsins. Nýr þáttur hefur nú um sex vikna skeið verið settur í loftið vikulega í vikulok og nú er sá sjöundi kominn í loftið! Í þessum þætti […]
Tólf umsóknir um fjórar lóðir Posted október 24, 2019 by avista Mikill áhugi á fjölbýlishúsalóðum í Hamranesi Hafnarfjarðarbær óskaði nýlega eftir áhugasömum þróunaraðilum á lóðum í fyrsta áfanga Hamraness, 25 hektara svæðis sunnan við Ásvallabraut, Velli 6 og Skarðshlíð í Hafnarfirði. Alls bárust 12 umsóknir um þær fjórar lóðir sem í boði eru og því líklegt að mikil eftirspurn verði eftir lóðir á þessu nýja svæði […]