Category: Fréttir

Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðar

Frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og alla áhugasama Fjölskyldugarðarnir eru opnir öllum bæjarbúum, óháð aldri og þetta er frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og aðra til að rækta sitt eigið grænmeti og hugsa um í sumar.  Fjölskyldugarðarnir verða opnir á Víðistöðum og ef eftirspurn er mikil er möguleiki á að opna efst á Öldugötu. Kostnaður fyrir garð […]

Hreinsun dælustöðva Fráveitunnar

Tilkynning vegna hreinsunar í dælustöðvum Fráveitu Hafnarfjarðar. Komið er að árlegri hreinsun í dælustöðvum Fráveitunnar. Áætlað er að vinna fari fram dagana 20. til 24. maí. Meðan á hreinsun stendur mun eitthvað af skólpi fara um yfirfallsrásir út í sjó en reynt verður að lágmarka það eins og hægt er.

Sölutjöld/hús á 17. júní

Þeir aðilar sem áhuga hafa á að leigja söluhús á 17. júní geta sótt um söluleyfi til Hafnarfjarðarbæjar á ith@hafnarfjordur.is Söluleyfum er ekki úthlutað til einstaklinga. Leyfið gildir fyrir sölu í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem hátíðarhöldin fara. Með söluleyfi fylgir sölukofi. Umsóknum, merktar 17. júní, ber að skila eigi síðar en þriðjudaginn 25. maí kl. […]

Bæjarstjórnarfundur 15. maí

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 15. maí. Formlegur fundur hefst kl. 15 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar. Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu

Er þitt fyrirtæki að gera spennandi hluti í umhverfismálum?

Viltu vera með í umhverfisátaki? Gunnella Hólmarsdóttir heldur úti reikningunum Hreinsum Hafnarfjörð á Instagram og Snapchat þar sem hún deilir hagnýtum leiðum og aðferðum m.a. við flokkun og plokkun auk þess að velta upp öðrum ráðum með fylgjendum sínum. Hún hefur heimsótt fyrirtæki og einstaklinga og vill gera meira af því og tengjast betur hafnfirskum […]

Fjölbreytt starfsemi flytur inn í Lífsgæðasetur St. Jó.

Tæplega helmingur leigutaka hafa gengið frá undirritun leigusamninga fyrir fyrsta áfanga  Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið nóg um að vera í undirbúningi fyrir Lífsgæðasetur St. Jó sem hefur aðsetur að Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Undirbúningur hefur staðið yfir í tæp 2 ár eða frá því Hafnarfjarðarbær festi kaup á húsnæðinu sumarið 2017 og lagði […]

Vertu boðberi hreyfingar – hreyfivikan 2019

Alþjóðleg hreyfivika verður haldin vikuna 27. maí – 2. júní.  Viltu gerast boðberi hreyfingar? Heilsubærinn Hafnarfjörður ætlar að sjálfsögðu að taka þátt í gleðinni og hvetur starfsmenn, bæjarbúa, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki til að gerast boðberar hreyfingar.Boðberi hreyfingar er fyrirmynd og hrífur fólk með sér í hreyfingu. Hann er jafnframt sá einstaklingur, það íþróttafélag eða […]

Aðgengi að sálfræðiþjónustu í nýju ungmennahúsi

Ákveðið hefur verið að opna á beinan aðgang að sálfræðiþjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum og tryggja þannig greitt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir ungmenni á aldrinum 16-18 ára. Hafnarfjarðarbær hefur gengið til samninga við KöruConnect um þátttöku í tilraunaverkefni til tveggja ára.  Samningurinn mun tryggja betra aðgengi að sálfræðingum fyrir ungmenni sem sækja ungmennahúsið og færir þannig […]

Skráningar á frístundaheimili veturinn 2019-2020

Skráningar á frístundaheimili veturinn 2019-2020 hefjast á Sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl og lýkur 15. júní. Frístundaheimilin eru hugsuð fyrir börn í 1.-4. bekk við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Skráning fer fram á MÍNUM SÍÐUM  Frístundaheimilin eru opin eftir að skóla lýkur til kl. 17 alla virka daga. Opið er á skipulagsdögum og virka daga […]

Skráning á sumarnámskeið 2019

Á sumrin eru leikjanámskeið starfrækt í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði. Innifalið í námskeiðum er fjölbreytt skemmtun s.s. leikir, göngu- og hjólaferðir og margt fleira.  Opnað verður fyrir skráningu á leikjanámskeiðin á Sumardaginn fyrsta, 25. apríl 2019. Námskeiðin eru ætluð börnum 7-9 ára en dagana 9. – 21. ágúst verður í boði leikjanámskeið fyrir 6 ára.  […]