Category: Fréttir

Opið fyrir umsóknir 14-16 ára

Sumarið 2019 fá 14 – 16 ára unglingar (fæddir árin 2003 – 2005) vinnu við Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Vinnuskólinn sinnir fyrst og fremst umhverfismálum og á þannig stóran þátt í því að hreinsa bæinn eftir snjóþungan vetur og hirða gróður, götur og göngustíga yfir sumartímann. Starfsfólk Vinnuskólans sinnir því mikilvægu hlutverki í því að skapa vænta […]

Færsla á möstrum í Hamraneslínum að hefjast

Ístak mun á næstu dögum hefjast handa við undirbúning og framkvæmdir vegna tilfærslu á Hamraneslínum. Með breyt­ing­un­um mun hluti þeirra fær­ast tíma­bundið á kafla við tengi­virkið í Hamra­nes en framundan er að línurnar verði fjarlægðar með tilkomu nýrrar línu, Lyklafellslínu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir undirbúning hafa gengið vel, allt efni sé komið til landsins […]

Suðurhöfn í Hafnarfirði / Óseyrarbraut 25

Breyting á deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði / Óseyrarbraut 25 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 6. mars 2019 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Óseyrarbraut 25 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði. Deiliskipulagsbreytingin felur í sér stækkun byggingarreits, nýtingarhlutfall […]

Kapelluhraun 2. áfangi

Kapelluhraun 2. áfangi, breyting á deiliskipulagi. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 2. maí sl. að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Kapelluhrauns 2. áfanga og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að: lóðirnar Álhella 2 og 3 eru sameinaðar í eina lóð, Álhellu 3. Samanlögð […]

6 sóttu um stöðu skólastjóra Lækjarskóla

Staða skólastjóra Lækjarskóla er nú í ráðningaferli.  Alls bárust sex umsóknir um stöðuna. Nýr skólastjóri tekur við 1. ágúst 2019. Umsækjendur um stöðu skólastjóra voru eftirfarandi: Arna Björný Arnardóttir – skólastjóri Ásdís Hrönn Viðarsdóttir – skólastjóri Dögg Gunnarsdóttir – aðstoðarskólastjóri Friðþjófur Karlsson – fyrrverandi skólastjóri Kristín Helgadóttir – mannauðsstjóri Þórdís Sævarsdóttir – MA í menningarstjórnun 

Kaldárselsvegur – lokanir vegna framkvæmda 8. maí

Vegna malbikunarframkvæmda við Kaldárselsveg er ekki hjá því komist að röskun verði á umferð um svæðið vegna lokana á vegköflum sem merktir eru á yfirlitsmynd. Röskun á umferð vegna lokana verður um eftirtaldar götur en þó á mismunandi tímum: Kaldárselsvegur Elliðavatnsvegur Brekkuás Klettahlíð Fjórða og síðasta lokun – miðvikudaginn 8. maí Stefnt er að því […]

Tímabundin lokun á gatnamótum við Fjarðarhraun

Reykjanesbraut verður lokuð frá kl. 19 í kvöld þriðjudaginn 7. maí, vegna malbikunar á gatnamótum við Fjarðarhraun hjá Kaplakrika í Hafnarfirði. Umferð á Reykjanesbraut mun aka hjáleið um Fjarðarhraun og hringtorg við Flatahraun / – Kaplakrika. Umferð frá Fjarðarhrauni sem ætlar til austurs inn á Reykjanesbraut er beint á að aka Reykjanesbraut og fara um […]

Kaldárselsvegur – lokanir vegna framkvæmda 6. maí

Vegna komandi malbikunarframkvæmda við Kaldárselsveg er ekki hjá því komist að röskun verði á umferð um svæðið vegna lokana á vegköflum sem merktir eru á yfirlitsmynd. Röskun á umferð vegna lokana verður um eftirtaldar götur en þó á mismunandi tímum: Kaldárselsvegur Elliðavatnsvegur Brekkuás Klettahlíð Önnur lokun – mánudaginn 6. maí Stefnt er að því að […]

Framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar hefjast

Vegagerðin og Ístak skrifuðu fyrir helgi undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót. Fjögur tilboð bárust í verkið. Vegagerðin gekk til samninga við Ístak eftir ítarlegt mat á tilboðum. Samkvæmt áætlunum eiga framkvæmdir að hefjast nú í byrjun maí. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2020. Einnig hefur Vegagerðin skrifað undir samninga við […]

Tímabundin lokun á gatnamótum við Fjarðarhraun

Reykjanesbraut verður lokuð kl. 19 í kvöld, mánudaginn 6. maí, á gatnamótum við Fjarðarhraun hjá Kaplakrika í Hafnarfirði, vegna framkvæmda. Umferð á Reykjanesbraut mun aka hjáleið um Fjarðarhraun og hringtorg við Flatahraun / Kaplakrika. Umferð frá Fjarðarhrauni sem ætlar til austurs inn á Reykjanesbraut er beint á að aka Reykjanesbraut og fara um hringtorg við […]