Hafnarfjarðarbær tekur við rekstri Hamravalla Posted júní 11, 2020 by avista Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti á fundi sínum í gær ákvörðun fræðsluráðs að taka yfir rekstur leikskólans Hamravalla og tryggja þannig áframhaldandi starfsemi og óbreyttar áherslur. Hamravellir, sem staðsettur er að Hvannavöllum 1, tók til starfa í júní 2008 og hafa Skólar ehf. séð um reksturinn frá upphafi. Heilsuleikskólinn Hamravellir mun frá og með næsta skólaári, 2020-2021, […]
Tuktuk í þjónustu bókasafnsins Posted júní 11, 2020 by avista Á fundi menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar miðvikudaginn 10. júní var Bókasafni Hafnarfjarðar afhent umsjón með svokölluðum tuktuk, rafhjóli sem er ætlað að færa bókasafnið nær Hafnfirðingum í sumar. Kaupin á TukTuk hjólinu voru hugsuð fyrst og fremst sem aukin þjónusta við ferðmenn sem upplýsingamiðstöð ferðamanna á hjólum á komandi árum. Hugsunin er að geta skotist […]
Nýtt leiðanet Strætó tekur gildi 14. júní Posted júní 10, 2020 by avista Sunnudaginn 14. júní mun taka gildi nýtt og einfaldara leiðanet í Hafnarfirði. Breytingin er fyrsta skrefið í átt að Nýju leiðaneti Strætó og Borgarlínu. Leiðir 22, 33, 34, 43 og 44 munu hætta akstri. Ný leið 19 og lengri leið 21 munu leysa þær af hólmi. Skref í átt að hágæðasamgöngum – sjá fyrri umfjöllun […]
Ráðgjöf sem hefur bein áhrif á lífsgæði Posted júní 10, 2020 by avista Á Íslandi eru skv. Hagstofu Íslands um 1100-1200 skilnaðir á ári að meðaltali og má áætla að í Hafnarfirði séu rúmlega 100 skilnaðir á ári. Hafnarfjarðarbær býður upp á skilnaðarráðgjöf frá og með 1. júní 2020, en um er að ræða samstarf Hafnarfjarðarbæjar og félagsmálaráðuneytisins sem ber yfirskriftina Samvinna eftir skilnað (SES) . Bæjarblaðið Hafnfirðingur […]
Einblína á styrkleika í starfinu Posted júní 10, 2020 by avista Sú hefð var tekin upp fyrir um fjórum árum á leikskólanum Álfasteini á Holtinu að við útskrift fá nemendur rós og fjörustein sem áletraður er með styrkleikum hvers og eins barns. Þessi fallega hugsun var einnig færð yfir til starfsfólks, því í stað hefðbundinna starfsmannaviðtala eiga sér stað styrkleikasamtöl starfsfólks og skólastjórans, Ingu Líndal Finnbogadóttur. […]
Fjölgun barna innflytjenda í frístundastarfi Posted júní 9, 2020 by avista Félagsmálaráðuneyti úthlutaði á dögunum styrkjum til 20 verkefna úr þróunarsjóði innflytjendamála. Þróunarsjóðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2007 og hefur árleg fjárveiting alla jafna verið 10 m.kr. Í ár var sérstök áhersla lögð á að styrkir yrðu veittir til verkefna í þágu barna og ungmenna. Alls bárust 72 umsóknir í ár fyrir samtals um 169 […]
Viðurkenning fyrir faglegt framlag til 25 ára Posted júní 9, 2020 by avista Hafnarfjarðarbær veitir starfsfólki sínu sérstaka viðurkenningu þegar það hefur náð ákveðnum starfsaldri. Fimmta árið í röð er viðurkenningarhátíð haldin í Hafnarborg og fengu þar sex starfsmenn á sviði mennta og lýðheilsu viðurkenningu fyrir 25 ára faglegt framlag og störf í þágu bæjarins. Á 15 ára starfsafmæli efnir deild, skóli eða stofnun til kaffisamsætis fyrir viðkomandi […]
Ratleikur Hafnarfjarðar 2020 er farinn af stað! Posted júní 8, 2020 by avista Ratleikur Hafnarfjarðar , ævintýraleikur fyrir alla, unga sem aldna, er nú farinn af stað í 23. sinn og stendur fram í september. Voru fyrstu ratleikskortin afhent forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni og Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra sl. föstudag sem tákn um að leikurinn væri hafinn. Markmið með leiknum er að hvetja til útivistar og náttúruskoðunar […]
Hvað finnst þér um Mínar síður? Posted júní 8, 2020 by avista Þessa dagana stendur yfir vinna við kortlagningu og greiningu á Mínum síðum Hafnarfjarðarbæjar með það fyrir augum að efla og styrkja þjónustuvefinn enn frekar. Mínar síður er rafræn þjónusta og heimasvæði íbúa sveitarfélagsins sem veitir m.a. aðgang og yfirlit yfir þau mál sem í vinnslu eru, yfirlit yfir gjöld og styrki og umsóknir um hvers […]
Hafró formlega flutt til Hafnarfjarðar Posted júní 8, 2020 by avista Við bjóðum starfsfólk og gesti Hafrannsóknarstofnunar velkomna til Hafnarfjarðar! Hafrannsóknarstofnun (Hafró) er flutt til Hafnarfjarðar. Samningur um nýtt húsnæði var undirritaður í febrúar 2018 og fyrsta skóflustungan tekin í mars sama ár. Nú fyrir helgi var húsnæðið að Fornubúðum 5 opnað formlega með táknrænum hætti þar sem forseti Íslands, sjávarútvegsráðherra, ráðuneytisstjóri, forstjóri, starfsfólk stofnunarinnar og […]