Welcome! Nýr enskur vefur kominn í loftið!

Fréttir

Nýr enskur vefur Hafnarfjarðarbæjar er kominn í loftið. Vefurinn er að stóru leyti eftirmynd af íslenskum vef sveitarfélagsins sem samhliða fór í efnislega endurskoðun. Allar helstu upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins við samfélagshópa á öllum aldri, skóla, félagslegan stuðning, umhverfi og samgöngur hafa verið þýddar yfir á enska tungu og á næstu dögum verður hægt að nálgast þýðingu af enskum vef yfir á fjölmörg erlend tungumál með aðstoð Google.

Nýr enskur vefur Hafnarfjarðarbæjar er kominn í loftið. Vefurinn er að stóru leyti eftirmynd af íslenskum vef sveitarfélagsins sem samhliða fór í efnislega endurskoðun. Allar helstu upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins við samfélagshópa á öllum aldri, skóla, félagslegan stuðning, umhverfi og samgöngur hafa verið þýddar yfir á enska tungu og á næstu dögum verður hægt að nálgast þýðingu af enskum vef yfir á fjölmörg erlend tungumál með aðstoð Google.

Aukið aðgengi að upplýsingum á öðrum tungumálum eflir sjálfstæði og öryggi

Nýr enskur vefur er liður í því mikilvæga verkefni að taka enn betur á móti íbúum af erlendum uppruna sem eru í dag um 13% íbúa Hafnarfjarðarbæjar eða um 4000. Facebook síðan Living in Hafnarfjörður var opnuð í vor og eru fylgjendur síðunnar í dag um 900 talsins. Eitt af markmiðum sveitarfélagsins á sviði fjölmenningar er að auka aðgengi að upplýsingum í gegnum alla mögulega snertifleti; vef, samfélagsmiðla og þjónustuver því aukið aðgengi er til þess fallið að efla sjálfstæði og öryggi nýbúa af erlendum uppruna og innflytjenda í nýju samfélagi.

Eins árs afmæli þjónustu- og þróunarsviðs

Vefurinn er settur í loftið á 1. árs afmælisdegi þjónustu- og þróunarsviðs en nýtt svið tók formlega til starfa 1. september 2019 og tók þá yfir ábyrgð á þjónustuveri bæjarins, söfnum, tölvudeild, samskiptamálum, menningarmálum og ferðamálum. Fyrsta árið hefur liðið hratt og er óhætt að segja að fyrsta árið hafi bæði falið í sér stórar stafrænar áskoranir m.a. vegna Covid19 og mikilvæga áfangasigra sem hafa gert sveitarfélagið snjallari í margþættu tilliti. Fyrsta árið fór þannig í forgangsröðun verkefna, kortlagningu og endurskoðun ferla og innleiðingu verkefna og aðgerða sem hafa stytt boðleiðir og bætt þjónustu sveitarfélagsins. Þessari vegferð verður haldið áfram. 

 

 

Ábendingagátt